Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Björg Þorleifsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Björg Þorleifsdóttir er lektor í lífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir þær sem Björg hefur stundað eru á sviði svefnrannsókna með sérstaka áherslu á líkamsklukkuna og dægursveiflur (e. circadian rhythms). Líkamsklukkan er annar tveggja meginþátta sem stýrir svefni, hinn er svefnþörf sem eykst í vöku og hnígur í svefni (e. homeostasis).

Líkamsklukka mannsins ákvarðast af innbyggðri sveiflu í virkni gena í frumuklasa í undirstúku heilans og dagsbirtu. Ef maðurinn er settur í nánast algert myrkur, þar sem engin skil eru milli dags og nætur, verður sveiflan lengri en sólarhringur eða um það bil 24,2 klukkustundir. Innri líkamsklukkan gengur þannig hraðar en ytri klukkan, sú sem ræðst af samspili jarðar og sólu. Við samfellt myrkur lengjast dægursveiflur líkamans og þar með seinkar svefntíma hægt og bítandi sem því nemur. Við venjulegar kringumstæðum hafa ýmsir þættir áhrif til að skorða líkamsklukkuna við sólarhringinn, þeirra mikilvægust er dagsbirtan.

Rannsóknir þær sem Björg hefur stundað eru á sviði svefnrannsókna með sérstaka áherslu á líkamsklukkuna og dægursveiflur.

Tímasetning sólarupprásar og sólseturs hefur áhrif á myndun myrkurhormónsins melatóníns, hormónsins sem er í raun tákn um að kjöraðstæður ríki í líkamanum til að sofa. Oft er misræmi á þeim tímaupplýsingum sem maðurinn getur notað til að ákvarða vöku- og svefntíma sinn, annars vegar náttúrulegri sólarhæð og hins vegar lögleiddum staðartíma. Þannig er því háttað á landssvæðum sem hefur verið ákvarðað rangt tímabelti. Björg fer nú fyrir hópi sem rannsakar hvernig svefntíma er háttað hér á landi með hliðsjón af því að staðarklukkan er samkvæmt lögum frá Alþingi klukkutíma of fljót.

Önnur rannsóknarverkefni sem Björg kemur að lúta að svefni kvenna með vefjagigt, í samstarfi við rannsóknarteymi á Reykjalundi og að áhrifum umhverfis á líðan og heilsu í þverfaglegri rannsókn, í samstarfi við fræðimenn við háskólann í Lúxemborg og Exeter-háskóla í Englandi.

Björg vann um árabil við svefnrannsóknir á Landspítalanum, bæði við greiningar á svefntruflunum og sem þátttakandi í nokkrum rannsóknaverkefnum þar á meðal á svefni Íslendinga og spannaði sú rannsókn 10 ár, svefni ofvirkra barna og svefni framhaldsskólanema. Hún kom einnig að þróun rannsóknatækja til mælinga á svefni og dægursveiflum líkamshita og hjartsláttar. Björg hefur lengi verið talsmaður þess að leiðrétta klukkuna á Íslandi og var skipuð í starfshóp af heilbrigðisráðherra 2017 til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar.

Björg er fædd árið 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974 og útskrifaðist sem líffræðingur frá Háskóla Íslands í febrúar 1979. Björg lauk MS-prófi frá Christian-Albrechts Universität í Kiel, Þýskalandi árið 1983, með áherslu á taugalífeðlisfræði hitastjórnunar dýra sem fara í vetrardvala. Að loknu námi vann Björg sem stundakennari og lektor í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands. Frá árinu 1985 til 2001 starfaði Björg við svefnrannsóknir á Landspítalanum, var gestafræðimaður (e .research visitor) við Centre for Chronobiology við Háskólann í Surrey í Englandi 2001-2002, en hefur síðan þá starfað við kennslu og rannsóknir við Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni BÞ.

Útgáfudagur

1.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Björg Þorleifsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 1. september 2018, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76251.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 1. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Björg Þorleifsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76251

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Björg Þorleifsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2018. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76251>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Björg Þorleifsdóttir rannsakað?
Björg Þorleifsdóttir er lektor í lífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir þær sem Björg hefur stundað eru á sviði svefnrannsókna með sérstaka áherslu á líkamsklukkuna og dægursveiflur (e. circadian rhythms). Líkamsklukkan er annar tveggja meginþátta sem stýrir svefni, hinn er svefnþörf sem eykst í vöku og hnígur í svefni (e. homeostasis).

Líkamsklukka mannsins ákvarðast af innbyggðri sveiflu í virkni gena í frumuklasa í undirstúku heilans og dagsbirtu. Ef maðurinn er settur í nánast algert myrkur, þar sem engin skil eru milli dags og nætur, verður sveiflan lengri en sólarhringur eða um það bil 24,2 klukkustundir. Innri líkamsklukkan gengur þannig hraðar en ytri klukkan, sú sem ræðst af samspili jarðar og sólu. Við samfellt myrkur lengjast dægursveiflur líkamans og þar með seinkar svefntíma hægt og bítandi sem því nemur. Við venjulegar kringumstæðum hafa ýmsir þættir áhrif til að skorða líkamsklukkuna við sólarhringinn, þeirra mikilvægust er dagsbirtan.

Rannsóknir þær sem Björg hefur stundað eru á sviði svefnrannsókna með sérstaka áherslu á líkamsklukkuna og dægursveiflur.

Tímasetning sólarupprásar og sólseturs hefur áhrif á myndun myrkurhormónsins melatóníns, hormónsins sem er í raun tákn um að kjöraðstæður ríki í líkamanum til að sofa. Oft er misræmi á þeim tímaupplýsingum sem maðurinn getur notað til að ákvarða vöku- og svefntíma sinn, annars vegar náttúrulegri sólarhæð og hins vegar lögleiddum staðartíma. Þannig er því háttað á landssvæðum sem hefur verið ákvarðað rangt tímabelti. Björg fer nú fyrir hópi sem rannsakar hvernig svefntíma er háttað hér á landi með hliðsjón af því að staðarklukkan er samkvæmt lögum frá Alþingi klukkutíma of fljót.

Önnur rannsóknarverkefni sem Björg kemur að lúta að svefni kvenna með vefjagigt, í samstarfi við rannsóknarteymi á Reykjalundi og að áhrifum umhverfis á líðan og heilsu í þverfaglegri rannsókn, í samstarfi við fræðimenn við háskólann í Lúxemborg og Exeter-háskóla í Englandi.

Björg vann um árabil við svefnrannsóknir á Landspítalanum, bæði við greiningar á svefntruflunum og sem þátttakandi í nokkrum rannsóknaverkefnum þar á meðal á svefni Íslendinga og spannaði sú rannsókn 10 ár, svefni ofvirkra barna og svefni framhaldsskólanema. Hún kom einnig að þróun rannsóknatækja til mælinga á svefni og dægursveiflum líkamshita og hjartsláttar. Björg hefur lengi verið talsmaður þess að leiðrétta klukkuna á Íslandi og var skipuð í starfshóp af heilbrigðisráðherra 2017 til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar.

Björg er fædd árið 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974 og útskrifaðist sem líffræðingur frá Háskóla Íslands í febrúar 1979. Björg lauk MS-prófi frá Christian-Albrechts Universität í Kiel, Þýskalandi árið 1983, með áherslu á taugalífeðlisfræði hitastjórnunar dýra sem fara í vetrardvala. Að loknu námi vann Björg sem stundakennari og lektor í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands. Frá árinu 1985 til 2001 starfaði Björg við svefnrannsóknir á Landspítalanum, var gestafræðimaður (e .research visitor) við Centre for Chronobiology við Háskólann í Surrey í Englandi 2001-2002, en hefur síðan þá starfað við kennslu og rannsóknir við Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni BÞ.

...