Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Rósa Björk er sameindalíffræðingur á Landspítala. Auk þess að stunda vísindarannsóknir leiðir hún einnig rannsóknateymi þjónusturannsókna sem sér um stökkbreytingagreiningu ákveðinna gena í erfðaefni æxlisvefja. Niðurstöður slíkra rannsókna geta haft áhrif á meðferðatengt val krabbameinssjúklinga, ásamt því að geta nýst sem vegvísir við undirgreiningu krabbameina.

Rósa Björk leiðir meðal annars rannsóknateymi þjónusturannsókna sem sér um stökkbreytingagreiningu ákveðinna gena í erfðaefni æxlisvefja.

Vísindarannsóknir Rósu Bjarkar og hennar samstarfsfólks hafa einkum beinst að því að leita að áhrifagenum krabbameins í fjölskyldum með háa tíðni meinsins og rannsaka áhrif stökkbreytts forms þeirra á myndun og þróun æxla. Hún og samstarfsfólk hennar á Landspítala tóku þátt í alþjóðlegu samstarfi í leit og einangrun BRCA-genanna á sínum tíma, en ákveðnar stökkbreytingar í BRCA-genunum auka verulega áhættu á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum ásamt fleiri krabbameinsgerðum. Í dag sér hún og þessi sami rannsóknahópur á Landspítala um þjónustugreiningar á þekktum BRCA-stökkbreytingum í íslenska þýðinu. Niðurstöðurnar nýtast í erfðaráðgjöf á Landspítala og í vali á meðferð þeirra sem greinast með krabbamein og bera í sér stökkbreytt BRCA.

Rannsóknahópurinn tekur jafnframt þátt í alþjóðlegu samstarfi vísindahópa sem miðar að því að finna erfðaþætti sem geta dregið úr eða aukið krabbameinsáhættu þeirra einstaklinga sem bera í sér stökkbreytt BRCA gen. Fram að þessu hafa fundist tugir slíkra erfðaþátta og standa vonir til þess að í framtíðinni verði hægt að nýta þessa þekkingu til að auka nákvæmni í erfðaráðgjöf. Rósa Björk og samstarfsfólk hefur einnig rannsakað þátt BRCA-genanna og annarra líklegra krabbameinsgena í þróun æxlisvaxtar, tengsl við klíníska þætti, framþróun sjúkdóms og meðferð.

Rósa Björk hefur tekið þátt í fjölda annarra árangursríkra samstarfsverkefna sem miðuðu að því finna áhrifagen krabbameina. Þar má meðal annars nefna samstarf við Íslenska erfðagreiningu um leit að erfðaþáttum sem hafa áhrif á myndun krabbameins í blöðruhálskirtli en þær rannsóknir leiddu til staðsetningar hátt í tugs af slíkum áhrifaþáttum í erfðamenginu.

Rósa og samstarfsfólk hennar á Landspítala tóku þátt í alþjóðlegu samstarfi í leit og einangrun BRCA-genanna á sínum tíma, en ákveðnar stökkbreytingar í BRCA genunum auka verulega áhættu á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum ásamt fleiri krabbameinsgerðum. Á myndinni má sjá brjóstakrabbameinsfrumu.

Rósa Björk hefur setið í Vísindaráði Landspítalans um árabil og verið formaður ráðsins síðan 2016. Hún hefur starfað í fagráðum Rannís og var til margra ára fulltrúi Íslands í European Cooperation in Science and Technology, ásamt því að taka þátt í nokkrum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum styrktum af þeirri stofnun.

Rósa Björk fæddist í Súðavík í janúar 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1977, BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands vorið 1981, fór í framhaldsnám til Árósarháskóla um haustið og lauk þar námi vorið 1986 með cand. scient. prófi í sameindalíffræði. Hún starfaði þar við sameindalíffræðilegar rannsóknir á ljóstillífun ungra byggplantna áður en hún flutti heim til Íslands og var ráðin til starfa á Landspítalanum árið 1987. Þar hefur hún unnið síðan og þá aðallega við vísindarannsóknir á krabbameini. Hún varð klínískur prófessor við Læknadeild árið 2005. Rósa Björk hefur hlotið fjölda innlendra og erlendra styrkja til vísindarannsókna og er meðhöfundur tæplega 130 vísindagreina og var heildarfjöldi tilvitnanna í þessar greinar tæplega 25 þúsund árið 2018. Hún var valin heiðursvísindamaður Landspítalans árið 2009.

Mynd:

Útgáfudagur

1.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 1. október 2018. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76270.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 1. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76270

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2018. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76270>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað?
Rósa Björk er sameindalíffræðingur á Landspítala. Auk þess að stunda vísindarannsóknir leiðir hún einnig rannsóknateymi þjónusturannsókna sem sér um stökkbreytingagreiningu ákveðinna gena í erfðaefni æxlisvefja. Niðurstöður slíkra rannsókna geta haft áhrif á meðferðatengt val krabbameinssjúklinga, ásamt því að geta nýst sem vegvísir við undirgreiningu krabbameina.

Rósa Björk leiðir meðal annars rannsóknateymi þjónusturannsókna sem sér um stökkbreytingagreiningu ákveðinna gena í erfðaefni æxlisvefja.

Vísindarannsóknir Rósu Bjarkar og hennar samstarfsfólks hafa einkum beinst að því að leita að áhrifagenum krabbameins í fjölskyldum með háa tíðni meinsins og rannsaka áhrif stökkbreytts forms þeirra á myndun og þróun æxla. Hún og samstarfsfólk hennar á Landspítala tóku þátt í alþjóðlegu samstarfi í leit og einangrun BRCA-genanna á sínum tíma, en ákveðnar stökkbreytingar í BRCA-genunum auka verulega áhættu á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum ásamt fleiri krabbameinsgerðum. Í dag sér hún og þessi sami rannsóknahópur á Landspítala um þjónustugreiningar á þekktum BRCA-stökkbreytingum í íslenska þýðinu. Niðurstöðurnar nýtast í erfðaráðgjöf á Landspítala og í vali á meðferð þeirra sem greinast með krabbamein og bera í sér stökkbreytt BRCA.

Rannsóknahópurinn tekur jafnframt þátt í alþjóðlegu samstarfi vísindahópa sem miðar að því að finna erfðaþætti sem geta dregið úr eða aukið krabbameinsáhættu þeirra einstaklinga sem bera í sér stökkbreytt BRCA gen. Fram að þessu hafa fundist tugir slíkra erfðaþátta og standa vonir til þess að í framtíðinni verði hægt að nýta þessa þekkingu til að auka nákvæmni í erfðaráðgjöf. Rósa Björk og samstarfsfólk hefur einnig rannsakað þátt BRCA-genanna og annarra líklegra krabbameinsgena í þróun æxlisvaxtar, tengsl við klíníska þætti, framþróun sjúkdóms og meðferð.

Rósa Björk hefur tekið þátt í fjölda annarra árangursríkra samstarfsverkefna sem miðuðu að því finna áhrifagen krabbameina. Þar má meðal annars nefna samstarf við Íslenska erfðagreiningu um leit að erfðaþáttum sem hafa áhrif á myndun krabbameins í blöðruhálskirtli en þær rannsóknir leiddu til staðsetningar hátt í tugs af slíkum áhrifaþáttum í erfðamenginu.

Rósa og samstarfsfólk hennar á Landspítala tóku þátt í alþjóðlegu samstarfi í leit og einangrun BRCA-genanna á sínum tíma, en ákveðnar stökkbreytingar í BRCA genunum auka verulega áhættu á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum ásamt fleiri krabbameinsgerðum. Á myndinni má sjá brjóstakrabbameinsfrumu.

Rósa Björk hefur setið í Vísindaráði Landspítalans um árabil og verið formaður ráðsins síðan 2016. Hún hefur starfað í fagráðum Rannís og var til margra ára fulltrúi Íslands í European Cooperation in Science and Technology, ásamt því að taka þátt í nokkrum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum styrktum af þeirri stofnun.

Rósa Björk fæddist í Súðavík í janúar 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1977, BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands vorið 1981, fór í framhaldsnám til Árósarháskóla um haustið og lauk þar námi vorið 1986 með cand. scient. prófi í sameindalíffræði. Hún starfaði þar við sameindalíffræðilegar rannsóknir á ljóstillífun ungra byggplantna áður en hún flutti heim til Íslands og var ráðin til starfa á Landspítalanum árið 1987. Þar hefur hún unnið síðan og þá aðallega við vísindarannsóknir á krabbameini. Hún varð klínískur prófessor við Læknadeild árið 2005. Rósa Björk hefur hlotið fjölda innlendra og erlendra styrkja til vísindarannsókna og er meðhöfundur tæplega 130 vísindagreina og var heildarfjöldi tilvitnanna í þessar greinar tæplega 25 þúsund árið 2018. Hún var valin heiðursvísindamaður Landspítalans árið 2009.

Mynd:

...