Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Ástríður Stefánsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ástríður Stefánsdóttir er dósent í hagnýtri siðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru fyrst og fremst á sviði hagnýtrar siðfræði. Megináherslan hefur verið á siðfræði tengda fagmennsku, fötlunarfræði, vísindum og heilbrigðisþjónustu.

Ástríður hefur tekið virkan þátt í umfjöllun um siðferðileg álitamál í samtímanum á opinberum vettvangi. Megináherslan hefur verið á siðferðileg álitamál tengd heilbrigðisþjónustu. Hún Hefur meðal annars skrifað og flutt fjölda opinberra fyrirlestra um álitamál tengd fósturskimun, staðgöngumæðrun, lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu. Auk þess hefur hún fjallað um siðfræði rannsókna, bæði innan heilbrigðisvísinda og félagsvísinda. Ástríður hefur einnig lagt áherslu á siðfræði innan fötlunarfræða og fjallað sérstaklega um sjálfræði og stöðu fatlaðs fólks.

Rannsóknir Ástríðar eru fyrst og fremst á sviði hagnýtrar siðfræði.

Í umfjöllun um tiltekin siðferðileg álitamál í íslenskum samtíma eins og staðgöngumæðrun og fósturgreiningar hefur Ástríður lagt áherslu á að skýra og skerpa hlutverk heilbrigðisþjónustunnar og starfsfólks hennar. Hún hefur einnig fjallað um stöðu feits fólks og hvernig umfjöllun heilbrigðisþjónustunnar um offitu hefur áhrif á stöðu þeirra. Jafnframt þessu hefur Ástríður fjallað um mikilvægi sjálfræðis og þá í tengslum við bæði stöðu aldraðra á hjúkrunarheimilum (með Vilhjálmi Árnasyni) og stöðu fatlaðs fólks á sambýlum (með Guðrúnu Stefánsdóttur og Kristínu Björnsdóttur).

Ástríður er fædd 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1980 og útskrifaðist sem læknir frá Læknadeild Háskóla Íslands 1987. Hún fékk almennt lækningaleyfi 1989, lauk BA-prófi í heimspeki frá sama skóla 1992 og MA-gráðu í heimspeki frá Dalhousie-háskóla í Kanada 1993.

Ástríður vann við almenn læknisstörf í hlutastarfi af og til frá útskrift en samfellt frá 1998-2008. Þá starfaði hún á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, lungna-og berkladeild, (nú Miðstöð sóttvarna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins). Frá 2008 hefur hún verið fullu starfi við Háskóla Íslands.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

29.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ástríður Stefánsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 29. september 2018, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76368.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 29. september). Hvaða rannsóknir hefur Ástríður Stefánsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76368

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ástríður Stefánsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2018. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76368>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ástríður Stefánsdóttir stundað?
Ástríður Stefánsdóttir er dósent í hagnýtri siðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru fyrst og fremst á sviði hagnýtrar siðfræði. Megináherslan hefur verið á siðfræði tengda fagmennsku, fötlunarfræði, vísindum og heilbrigðisþjónustu.

Ástríður hefur tekið virkan þátt í umfjöllun um siðferðileg álitamál í samtímanum á opinberum vettvangi. Megináherslan hefur verið á siðferðileg álitamál tengd heilbrigðisþjónustu. Hún Hefur meðal annars skrifað og flutt fjölda opinberra fyrirlestra um álitamál tengd fósturskimun, staðgöngumæðrun, lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu. Auk þess hefur hún fjallað um siðfræði rannsókna, bæði innan heilbrigðisvísinda og félagsvísinda. Ástríður hefur einnig lagt áherslu á siðfræði innan fötlunarfræða og fjallað sérstaklega um sjálfræði og stöðu fatlaðs fólks.

Rannsóknir Ástríðar eru fyrst og fremst á sviði hagnýtrar siðfræði.

Í umfjöllun um tiltekin siðferðileg álitamál í íslenskum samtíma eins og staðgöngumæðrun og fósturgreiningar hefur Ástríður lagt áherslu á að skýra og skerpa hlutverk heilbrigðisþjónustunnar og starfsfólks hennar. Hún hefur einnig fjallað um stöðu feits fólks og hvernig umfjöllun heilbrigðisþjónustunnar um offitu hefur áhrif á stöðu þeirra. Jafnframt þessu hefur Ástríður fjallað um mikilvægi sjálfræðis og þá í tengslum við bæði stöðu aldraðra á hjúkrunarheimilum (með Vilhjálmi Árnasyni) og stöðu fatlaðs fólks á sambýlum (með Guðrúnu Stefánsdóttur og Kristínu Björnsdóttur).

Ástríður er fædd 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1980 og útskrifaðist sem læknir frá Læknadeild Háskóla Íslands 1987. Hún fékk almennt lækningaleyfi 1989, lauk BA-prófi í heimspeki frá sama skóla 1992 og MA-gráðu í heimspeki frá Dalhousie-háskóla í Kanada 1993.

Ástríður vann við almenn læknisstörf í hlutastarfi af og til frá útskrift en samfellt frá 1998-2008. Þá starfaði hún á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, lungna-og berkladeild, (nú Miðstöð sóttvarna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins). Frá 2008 hefur hún verið fullu starfi við Háskóla Íslands.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...