Sólin Sólin Rís 05:34 • sest 21:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:28 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:12 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:20 • Síðdegis: 19:12 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað.

Rannsóknir Helgu eru flestar unnar í nánu samstarfi vísindamanna, meðal annars á Norðurlöndum (til dæmis Karolinska Institutet, Oslóarháskóla, Árósarháskóla og Syddansk-háskóla), í Bandaríkjunum (Harvard-háskóla og Columbia-háskóla) og í Ástralíu (Háskólann í Nýju Suður-Wales, Sydney). Um er að ræða gagnagrunnsrannsóknir sem byggja á upplýsingum úr heilbrigðis- og lýðfræðilegum skrám sem ná til milljóna einstaklinga. Með þessum hætti fæst tölfræðilegur styrkur til að meta áhrif og gagnsemi lyfja sem ekki væri gerlegt að ná í hverju landi fyrir sig eða með hefðbundnum lyfjaprófunum.

Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað.

Árið 2017 hlutu Helga og samstarfsaðilar styrk frá NordForsk og Rannsóknarmiðstöð Noregs fyrir InPreSS-rannsókn (International Pregnancy drug Safety Study). Markmið InPreSS er að rannsaka notkun tiltekinna lyfja á meðgöngu, svo sem geðrofs-, flogaveikis-, þunglyndis- og sykursýkislyfja. Skoðuð eru áhrif á fæðingarútkomur og þroska barna til lengri tíma, þar með talinn námsárangur. Jafnframt er litið til heilsu mæðra sem hætta lyfjameðferð á meðgöngu.

Helga hefur einnig leitt rannsóknir um notkun lyfja við ADHD og tengsl við námsárangur barna og hlutfallslegan aldur þeirra. Niðurstöðurnar hafa meðal annars leitt í ljós að börn sem eru meðal þeirra yngstu í skólabekk eru mun líklegri en elstu börnin til að fá ADHD-greiningu eða örvandi lyf. Á Íslandi er þessi munur rúmlega 50%, það er að segja yngsti þriðjungur barna í bekk á Íslandi er 50% líklegri en elsti þriðjungurinn til að fá ávísuð lyf við ADHD.

Árið 2018 hlaut Helga eftirsóttan rannsóknarstöðustyrk (Scientia Fellowship) til fjögurra ára við Háskólann í Nýju Suður-Wales í Sydney til að sinna áfram lyfjafaraldsfræðilegum rannsóknum til að stuðla að öruggri lyfjameðferð þungaðra kvenna og barna og auðvelda ákvarðanatöku þar um.

Helga er fædd árið 1976. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995, BA-prófi í stjórnmálafræði árið 2002 og meistaraprófi í megindlegri aðferðafræði frá Columbia-háskóla í New York árið 2006. Hún var fyrsti neminn til að ljúka doktorsprófi í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands árið 2011. Helga var nýdoktor í faraldsfræði við Mount Sinai School of Medicine í New York 2011-2013. Hún var ráðin til Háskóla Íslands árið 2012 og varð prófessor við skólann árið 2016.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

21.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað?“ Vísindavefurinn, 21. október 2018. Sótt 20. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=76456.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 21. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76456

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2018. Vefsíða. 20. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76456>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað?
Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað.

Rannsóknir Helgu eru flestar unnar í nánu samstarfi vísindamanna, meðal annars á Norðurlöndum (til dæmis Karolinska Institutet, Oslóarháskóla, Árósarháskóla og Syddansk-háskóla), í Bandaríkjunum (Harvard-háskóla og Columbia-háskóla) og í Ástralíu (Háskólann í Nýju Suður-Wales, Sydney). Um er að ræða gagnagrunnsrannsóknir sem byggja á upplýsingum úr heilbrigðis- og lýðfræðilegum skrám sem ná til milljóna einstaklinga. Með þessum hætti fæst tölfræðilegur styrkur til að meta áhrif og gagnsemi lyfja sem ekki væri gerlegt að ná í hverju landi fyrir sig eða með hefðbundnum lyfjaprófunum.

Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað.

Árið 2017 hlutu Helga og samstarfsaðilar styrk frá NordForsk og Rannsóknarmiðstöð Noregs fyrir InPreSS-rannsókn (International Pregnancy drug Safety Study). Markmið InPreSS er að rannsaka notkun tiltekinna lyfja á meðgöngu, svo sem geðrofs-, flogaveikis-, þunglyndis- og sykursýkislyfja. Skoðuð eru áhrif á fæðingarútkomur og þroska barna til lengri tíma, þar með talinn námsárangur. Jafnframt er litið til heilsu mæðra sem hætta lyfjameðferð á meðgöngu.

Helga hefur einnig leitt rannsóknir um notkun lyfja við ADHD og tengsl við námsárangur barna og hlutfallslegan aldur þeirra. Niðurstöðurnar hafa meðal annars leitt í ljós að börn sem eru meðal þeirra yngstu í skólabekk eru mun líklegri en elstu börnin til að fá ADHD-greiningu eða örvandi lyf. Á Íslandi er þessi munur rúmlega 50%, það er að segja yngsti þriðjungur barna í bekk á Íslandi er 50% líklegri en elsti þriðjungurinn til að fá ávísuð lyf við ADHD.

Árið 2018 hlaut Helga eftirsóttan rannsóknarstöðustyrk (Scientia Fellowship) til fjögurra ára við Háskólann í Nýju Suður-Wales í Sydney til að sinna áfram lyfjafaraldsfræðilegum rannsóknum til að stuðla að öruggri lyfjameðferð þungaðra kvenna og barna og auðvelda ákvarðanatöku þar um.

Helga er fædd árið 1976. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995, BA-prófi í stjórnmálafræði árið 2002 og meistaraprófi í megindlegri aðferðafræði frá Columbia-háskóla í New York árið 2006. Hún var fyrsti neminn til að ljúka doktorsprófi í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands árið 2011. Helga var nýdoktor í faraldsfræði við Mount Sinai School of Medicine í New York 2011-2013. Hún var ráðin til Háskóla Íslands árið 2012 og varð prófessor við skólann árið 2016.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...