Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann?

Þórdís Kristinsdóttir

Kæruleysislyf er samheiti yfir nokkur lyf sem hafa róandi og slævandi áhrif og vinna gegn streitu. Þau eru gjarnan gefin fyrir aðgerð áður en sjúklingur er svæfður. Kostur þessara lyfja er að sjúklingur heldur meðvitund og getur fylgt fyrirmælum, svo sem að færa sig úr stað eða rétta út útlim, en þau valda einnig minnisleysi svo einstaklingur man ekki eftir aðgerðinni eða aðdraganda hennar.

Kæruleysislyf tilheyra lyfjahópi sem heitir benzodiezepines. Þau eru mynduð úr samsetningu svonefnds bensenhrings og diazepine. Hið fyrsta af þessum lyfjum, chlordiazepoxide, einnig þekkt sem Librium, var uppgötvað fyrir slysni árið 1955. Fleiri lyf fylgdu svo í kjölfarið, þar á meðal valíum (diazepam) og Xanax (alprazolam), sem hvort um sig hafa aðeins ólíka eiginleika. Benzodiazepines hafa þann kost fram yfir þau róandi lyf sem áður voru á markaði að aukaverkanir þeirra eru færri og minni líkur er á að fólk verði háð þeim.


Svonefnd kæruleysislyf eru gjarnan gefin fyrir aðgerð áður en sjúklingur er svæfður.

Lyfjahópurinn benzodiazepines eykur virkni taugaboðefnisins GABA (e. gamma-amynobutyric acid) sem kemur í veg fyrir streitu með því að fækka ákveðnum taugaviðbrögðum í heilanum, en nákvæm virkni lyfjanna er ögn ólík. Sumar tegundir eru notaðar aðallega sem svefnlyf eða til að minnka daglegan kvíða. Lyfin eru einnig gagnleg til að minnka fráhvarfseinkenni alkóhóls, draga úr vöðvakrampa eða undirbúa sjúkling fyrir svæfingu og eru þau þá kölluð kæruleysislyf. Lyfin koma bæði á uppleystu formi og sem töflur. Fylgikvillar benzodizepines eru til dæmis syfja og vöðvaósamhæfni. Þau eru oftast aðeins gefin til skamms tíma því séu þau gefin lengur geta sjúklingar fengið fráhvarfseinkenni þegar þeir hætta að taka lyfið.

Virkt milliefni af benzodiezepine er lyfið flunitrapezam, oftast kallað rohypnol. Það er markaðsett sem slævilyf, krampaleysir, lyf gegn streitu og til að slaka á beinagrindavöðvum, en er mest notað við slæmu svefnleysi. Rohypnol var mikið notað af læknum sem róandi lyf fyrir svæfingu en heldur hefur dregið úr því núna. Ástæðan er sú að lyfið hefur verið misnotað sem nauðgunarlyf og er þá kallað „rúfís“. Þar sem lyfið veldur minnisleysi og gerir einstakling mjög meðfærilegan er það mjög hættulegt, sé það notað í þessum tilgangi. Ef lyfið er tekið í of miklu magni getur það valdið jafnvægisleysi og erfiðleikum með tal, í miklu óhófi getur það svo leitt til þess að hægir á öndun einstaklings sem getur fallið í dá og í versta falli látist. Sé lyfið tekið samhliða áfengi getur það einnig leitt til eitrunar og dauða.

Efnasambandið N2O er einnig notað í svipuðum tilgangi og fyrrnefnd lyf og það er líka þekkt sem kæruleysislyf. Annað heiti þess er hláturgas eða glaðgas. Um það má lesa meira í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvaða áhrif hefur hláturgas á menn?

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.9.2011

Spyrjandi

Katla Björg Kristjánsdóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann?“ Vísindavefurinn, 27. september 2011. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60697.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 27. september). Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60697

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2011. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60697>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann?
Kæruleysislyf er samheiti yfir nokkur lyf sem hafa róandi og slævandi áhrif og vinna gegn streitu. Þau eru gjarnan gefin fyrir aðgerð áður en sjúklingur er svæfður. Kostur þessara lyfja er að sjúklingur heldur meðvitund og getur fylgt fyrirmælum, svo sem að færa sig úr stað eða rétta út útlim, en þau valda einnig minnisleysi svo einstaklingur man ekki eftir aðgerðinni eða aðdraganda hennar.

Kæruleysislyf tilheyra lyfjahópi sem heitir benzodiezepines. Þau eru mynduð úr samsetningu svonefnds bensenhrings og diazepine. Hið fyrsta af þessum lyfjum, chlordiazepoxide, einnig þekkt sem Librium, var uppgötvað fyrir slysni árið 1955. Fleiri lyf fylgdu svo í kjölfarið, þar á meðal valíum (diazepam) og Xanax (alprazolam), sem hvort um sig hafa aðeins ólíka eiginleika. Benzodiazepines hafa þann kost fram yfir þau róandi lyf sem áður voru á markaði að aukaverkanir þeirra eru færri og minni líkur er á að fólk verði háð þeim.


Svonefnd kæruleysislyf eru gjarnan gefin fyrir aðgerð áður en sjúklingur er svæfður.

Lyfjahópurinn benzodiazepines eykur virkni taugaboðefnisins GABA (e. gamma-amynobutyric acid) sem kemur í veg fyrir streitu með því að fækka ákveðnum taugaviðbrögðum í heilanum, en nákvæm virkni lyfjanna er ögn ólík. Sumar tegundir eru notaðar aðallega sem svefnlyf eða til að minnka daglegan kvíða. Lyfin eru einnig gagnleg til að minnka fráhvarfseinkenni alkóhóls, draga úr vöðvakrampa eða undirbúa sjúkling fyrir svæfingu og eru þau þá kölluð kæruleysislyf. Lyfin koma bæði á uppleystu formi og sem töflur. Fylgikvillar benzodizepines eru til dæmis syfja og vöðvaósamhæfni. Þau eru oftast aðeins gefin til skamms tíma því séu þau gefin lengur geta sjúklingar fengið fráhvarfseinkenni þegar þeir hætta að taka lyfið.

Virkt milliefni af benzodiezepine er lyfið flunitrapezam, oftast kallað rohypnol. Það er markaðsett sem slævilyf, krampaleysir, lyf gegn streitu og til að slaka á beinagrindavöðvum, en er mest notað við slæmu svefnleysi. Rohypnol var mikið notað af læknum sem róandi lyf fyrir svæfingu en heldur hefur dregið úr því núna. Ástæðan er sú að lyfið hefur verið misnotað sem nauðgunarlyf og er þá kallað „rúfís“. Þar sem lyfið veldur minnisleysi og gerir einstakling mjög meðfærilegan er það mjög hættulegt, sé það notað í þessum tilgangi. Ef lyfið er tekið í of miklu magni getur það valdið jafnvægisleysi og erfiðleikum með tal, í miklu óhófi getur það svo leitt til þess að hægir á öndun einstaklings sem getur fallið í dá og í versta falli látist. Sé lyfið tekið samhliða áfengi getur það einnig leitt til eitrunar og dauða.

Efnasambandið N2O er einnig notað í svipuðum tilgangi og fyrrnefnd lyf og það er líka þekkt sem kæruleysislyf. Annað heiti þess er hláturgas eða glaðgas. Um það má lesa meira í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvaða áhrif hefur hláturgas á menn?

Heimildir:

Mynd:...