Sólin Sólin Rís 07:08 • sest 20:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:07 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:17 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Þorsteinn Helgason stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð (einkum í sögu), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa þó fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627 og margvíslega þræði þess, alþjóðlega og innanlands, minningu þess og túlkun.

Þorsteinn hefur samið nokkrar kennslubækur í sögu og eina í listasögu. Í framhaldi af því hóf hann kennslu og rannsóknir á hlutverki útgefinna námsgagna í skólakennslu. Hann stóð fyrir norrænni rannsókn á viðhorfi kennara til sögukennsluefnis og árangur hennar birtist 2010 í bók á vegum Georg-Eckert Institut og V&R unipress í Göttingen sem heitir Opening the Mind or Drawing Boundaries? History Texts in Nordic Schools.

Þorsteinn Helgason (fyrir miðju) á rústum bækistöðvar helsta korsara og sjóræningja Kanaríeyja, Amaro Pargo, ásamt tveim sérfræðingum í starfi hans og lífi, Daniel García Pulido og Manuel de Paz Sánchez, sem nú ætla að rugla saman reitum í rannsókn á korsurum og sjóræningjum á Atlantshafseyjum.

Þorsteinn hefur einnig rannsakað kennslubækur sem spegil samfélags og menningar og tekið sérstaklega fyrir umfjöllun um Tyrkjaránið í íslenskum kennslubókum allt frá 1880. Flestar greinar um þessi efni hefur Þorsteinn birt í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun. Niðurstaða Þorsteins í námsgagnarannsóknunum er sú að sérsamin kennslugögn séu nauðsyn í skólum og ber að meta þau og nota á gagnrýninn hátt en ekki kasta þeim fyrir róða. Þjóðernisviðhorf eru miðlæg í sögukennslutextum og gullaldar- og niðurlægingarkenningin kemur skýrt fram í textum um Tyrkjaránið.

Þorsteinn hefur notað minningafræði (e. memory studies) í ýmsum rannsóknum sínum, ekki síst um Tyrkjaránið. Það var atburður en um leið minning frá upphafi sem birtist í samfelldum frásögnum af atburðunum, í örnefnum, þjóðsögum, skáldskap og myndlist. Sumt af þessu varð þjóðminning (e. national memory), annað staðminning (e. local memory) utan um örnefni eða þjóðsögur. Áhugi Þorsteins á munnlegri sögu ber að sama brunni því fólk sem tekið er viðtal við eys úr minningum sínum sem verða fyrir áhrifum úr ýmsum áttum. Misminni og misskilningur getur verið áhugaverður ef þetta er skoðað með viðeigandi aðferðum. Sýnileg ummerki um minningu og munnlega sögu í kennslu Þorsteins eru nemendaverkefni um líf í torfbæjum sem unnin voru á árabilinu 2000-2006.

Viðamestu verkefni Þorsteins hafa fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627. Þetta er tölvugerð mynd eftir Magnús Þorsteinsson úr heimildamyndinni Tyrkjaránið (2002).

Rannsóknir Þorsteins á Tyrkjaráninu birtust fyrst sem heimildamyndir fyrir sjónvarp, bæði í íslenskri og alþjóðlegri gerð (2003). Áratug síðar varði Þorsteinn doktorsritgerð sína um Tyrkjaránið og 2018 kom út bókin The Corsairs' Longest Voyage. The Turkish Raid in Iceland 1627, gefin út af forlaginu Brill í Hollandi.

Þorsteinn tekur á viðfangsefninu á fjölþættan hátt, bæði varðandi heimildir og efnissvið, og hefur ekki einn kenningaramma. Rannsóknin fer inn á svið skjalfræða, þjóðfræða og örnefnafræða, þjóðréttar, guðfræði og kirkjulistfræði. Í framhaldi af þessu er Þorsteinn að leggja drög að rannsóknarverkefni sem hann kallar Atlantic Islands in the Age of Corsairs and Piracy og hefur kallað til liðs sagnfræðinga tengda Færeyjum, Madeira, Kanaríeyjum, Portúgal og Marokkó.

Þorsteinn Helgason var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 en nam síðan sagnfræði og skyldar greinar í Svíþjóð. Doktorsprófi lauk hann frá Háskóla Íslands 2013. Hann hefur kennt á öllum skólastigum en hefur verið fastur starfsmaður við Háskóla Íslands frá 1998. Hann hefur ennfremur gert heimildamyndir fyrir sjónvarp, stundað þýðingar fyrir sjónvarp og unnið að þróunaraðstoð.

Mynd:
  • Fyrri myndin er úr safni ÞH.
  • Síðari myndin er fengin af síðunni Tyrkjaránið. Heimildamynd í þremur þáttum.

Útgáfudagur

20.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þorsteinn Helgason stundað?“ Vísindavefurinn, 20. október 2018. Sótt 26. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76457.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 20. október). Hvaða rannsóknir hefur Þorsteinn Helgason stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76457

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þorsteinn Helgason stundað?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2018. Vefsíða. 26. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76457>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Þorsteinn Helgason stundað?
Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð (einkum í sögu), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa þó fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627 og margvíslega þræði þess, alþjóðlega og innanlands, minningu þess og túlkun.

Þorsteinn hefur samið nokkrar kennslubækur í sögu og eina í listasögu. Í framhaldi af því hóf hann kennslu og rannsóknir á hlutverki útgefinna námsgagna í skólakennslu. Hann stóð fyrir norrænni rannsókn á viðhorfi kennara til sögukennsluefnis og árangur hennar birtist 2010 í bók á vegum Georg-Eckert Institut og V&R unipress í Göttingen sem heitir Opening the Mind or Drawing Boundaries? History Texts in Nordic Schools.

Þorsteinn Helgason (fyrir miðju) á rústum bækistöðvar helsta korsara og sjóræningja Kanaríeyja, Amaro Pargo, ásamt tveim sérfræðingum í starfi hans og lífi, Daniel García Pulido og Manuel de Paz Sánchez, sem nú ætla að rugla saman reitum í rannsókn á korsurum og sjóræningjum á Atlantshafseyjum.

Þorsteinn hefur einnig rannsakað kennslubækur sem spegil samfélags og menningar og tekið sérstaklega fyrir umfjöllun um Tyrkjaránið í íslenskum kennslubókum allt frá 1880. Flestar greinar um þessi efni hefur Þorsteinn birt í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun. Niðurstaða Þorsteins í námsgagnarannsóknunum er sú að sérsamin kennslugögn séu nauðsyn í skólum og ber að meta þau og nota á gagnrýninn hátt en ekki kasta þeim fyrir róða. Þjóðernisviðhorf eru miðlæg í sögukennslutextum og gullaldar- og niðurlægingarkenningin kemur skýrt fram í textum um Tyrkjaránið.

Þorsteinn hefur notað minningafræði (e. memory studies) í ýmsum rannsóknum sínum, ekki síst um Tyrkjaránið. Það var atburður en um leið minning frá upphafi sem birtist í samfelldum frásögnum af atburðunum, í örnefnum, þjóðsögum, skáldskap og myndlist. Sumt af þessu varð þjóðminning (e. national memory), annað staðminning (e. local memory) utan um örnefni eða þjóðsögur. Áhugi Þorsteins á munnlegri sögu ber að sama brunni því fólk sem tekið er viðtal við eys úr minningum sínum sem verða fyrir áhrifum úr ýmsum áttum. Misminni og misskilningur getur verið áhugaverður ef þetta er skoðað með viðeigandi aðferðum. Sýnileg ummerki um minningu og munnlega sögu í kennslu Þorsteins eru nemendaverkefni um líf í torfbæjum sem unnin voru á árabilinu 2000-2006.

Viðamestu verkefni Þorsteins hafa fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627. Þetta er tölvugerð mynd eftir Magnús Þorsteinsson úr heimildamyndinni Tyrkjaránið (2002).

Rannsóknir Þorsteins á Tyrkjaráninu birtust fyrst sem heimildamyndir fyrir sjónvarp, bæði í íslenskri og alþjóðlegri gerð (2003). Áratug síðar varði Þorsteinn doktorsritgerð sína um Tyrkjaránið og 2018 kom út bókin The Corsairs' Longest Voyage. The Turkish Raid in Iceland 1627, gefin út af forlaginu Brill í Hollandi.

Þorsteinn tekur á viðfangsefninu á fjölþættan hátt, bæði varðandi heimildir og efnissvið, og hefur ekki einn kenningaramma. Rannsóknin fer inn á svið skjalfræða, þjóðfræða og örnefnafræða, þjóðréttar, guðfræði og kirkjulistfræði. Í framhaldi af þessu er Þorsteinn að leggja drög að rannsóknarverkefni sem hann kallar Atlantic Islands in the Age of Corsairs and Piracy og hefur kallað til liðs sagnfræðinga tengda Færeyjum, Madeira, Kanaríeyjum, Portúgal og Marokkó.

Þorsteinn Helgason var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 en nam síðan sagnfræði og skyldar greinar í Svíþjóð. Doktorsprófi lauk hann frá Háskóla Íslands 2013. Hann hefur kennt á öllum skólastigum en hefur verið fastur starfsmaður við Háskóla Íslands frá 1998. Hann hefur ennfremur gert heimildamyndir fyrir sjónvarp, stundað þýðingar fyrir sjónvarp og unnið að þróunaraðstoð.

Mynd:
  • Fyrri myndin er úr safni ÞH.
  • Síðari myndin er fengin af síðunni Tyrkjaránið. Heimildamynd í þremur þáttum.

...