Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Oddný Mjöll Arnardóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Oddný Mjöll Arnardóttir er rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands og dómari við Landsrétt. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við mannréttindi, bæði frá sjónarhorni stjórnskipunarréttar, þjóðaréttar og Evrópuréttar. Þá hafa viðfangsefni hennar öðrum þræði verið réttarheimspekileg auk þess sem hún hefur lagt áherslu á aðferðir dómstóla við að komast að niðurstöðum og samspil ólíkra réttarkerfa.

Í rannsóknum sínum hefur Oddný meðal annars fjallað um jafnræðisreglur, réttindi sjúklinga og réttindi fatlaðs fólks. Síðustu ár hefur hún þó lagt áherslu á aðferðir Mannréttindadómsóls Evrópu við rökstuðning dóma, stöðu hans og samspil við landsrétt annars vegar og Evrópurétt hins vegar. Um þessi álitaefni er meðal annars fjallað í bókum hennar Shifting Centres of Gravity in Human Rights Protection: Rethinking Relations between the ECHR, EU and National legal Orders (ritstj. ásamt Antoine Buyse, Routledge, 2016) og Nálægðarregla, svigrúm til mats og samband Mannréttindadómstóls Evrópu við landsrétt (Codex, væntanleg 2018).

Í rannsóknum sínum hefur Oddný einkum fengist við mannréttindi, bæði frá sjónarhorni stjórnskipunarréttar, þjóðaréttar og Evrópuréttar.

Oddný hefur verið virk í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og meðal annars verið gestaprófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og háskólastofnun Evrópusambandsins í Flórens (Europa University Institute). Meirihluti fræðiskrifa Oddnýjar hefur birst á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í viðurkenndum tímaritum svo sem European Journal of International Law, International Journal of Constitutional Law, European Constitutional Law Review og Human Rights Law Review. Þá hefur hún bæði tekið þátt í og stjórnað styrktum rannsóknarverkefnum.

Oddný hefur starfað í ýmsum stjórnsýslunefndum og var til dæmis meðlimur í sérfræðingahóp um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Þá starfaði hún um tíma sem varaformaður Kærunefndar útlendingamála. Einnig hefur hún átt sæti í sérfræðingahóp á vegum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Oddný er fædd árið 1970. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 1994 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1995. Hún lauk doktorsgráðu frá lagadeild Edinborgarháskóla árið 2002 og var þar með fyrsta íslenska konan sem útskrifaðist með doktorsgráðu í lögfræði. Oddný hefur tekið sæti sem settur dómari í einstökum málum við Mannréttindadómstól Evrópu og Hæstarétt Íslands.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

4.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Oddný Mjöll Arnardóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2018, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76559.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 4. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Oddný Mjöll Arnardóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76559

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Oddný Mjöll Arnardóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2018. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76559>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Oddný Mjöll Arnardóttir stundað?
Oddný Mjöll Arnardóttir er rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands og dómari við Landsrétt. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við mannréttindi, bæði frá sjónarhorni stjórnskipunarréttar, þjóðaréttar og Evrópuréttar. Þá hafa viðfangsefni hennar öðrum þræði verið réttarheimspekileg auk þess sem hún hefur lagt áherslu á aðferðir dómstóla við að komast að niðurstöðum og samspil ólíkra réttarkerfa.

Í rannsóknum sínum hefur Oddný meðal annars fjallað um jafnræðisreglur, réttindi sjúklinga og réttindi fatlaðs fólks. Síðustu ár hefur hún þó lagt áherslu á aðferðir Mannréttindadómsóls Evrópu við rökstuðning dóma, stöðu hans og samspil við landsrétt annars vegar og Evrópurétt hins vegar. Um þessi álitaefni er meðal annars fjallað í bókum hennar Shifting Centres of Gravity in Human Rights Protection: Rethinking Relations between the ECHR, EU and National legal Orders (ritstj. ásamt Antoine Buyse, Routledge, 2016) og Nálægðarregla, svigrúm til mats og samband Mannréttindadómstóls Evrópu við landsrétt (Codex, væntanleg 2018).

Í rannsóknum sínum hefur Oddný einkum fengist við mannréttindi, bæði frá sjónarhorni stjórnskipunarréttar, þjóðaréttar og Evrópuréttar.

Oddný hefur verið virk í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og meðal annars verið gestaprófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og háskólastofnun Evrópusambandsins í Flórens (Europa University Institute). Meirihluti fræðiskrifa Oddnýjar hefur birst á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í viðurkenndum tímaritum svo sem European Journal of International Law, International Journal of Constitutional Law, European Constitutional Law Review og Human Rights Law Review. Þá hefur hún bæði tekið þátt í og stjórnað styrktum rannsóknarverkefnum.

Oddný hefur starfað í ýmsum stjórnsýslunefndum og var til dæmis meðlimur í sérfræðingahóp um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Þá starfaði hún um tíma sem varaformaður Kærunefndar útlendingamála. Einnig hefur hún átt sæti í sérfræðingahóp á vegum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Oddný er fædd árið 1970. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 1994 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1995. Hún lauk doktorsgráðu frá lagadeild Edinborgarháskóla árið 2002 og var þar með fyrsta íslenska konan sem útskrifaðist með doktorsgráðu í lögfræði. Oddný hefur tekið sæti sem settur dómari í einstökum málum við Mannréttindadómstól Evrópu og Hæstarétt Íslands.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...