Sólin Sólin Rís 05:06 • sest 21:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:54 • Sest 02:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Eva Heiða Önnudóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Eva H. Önnudóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar snúa að kosningahegðun (kosningaþátttöku og hvaða flokka fólk kýs), viðhorfi til stjórnmála bæði meðal kjósenda og hinnar pólitísku elítu, og tengslum kjósenda og elítu. Rannsóknir Evu hafa bæði beinst að íslenskum stjórnmálum og að samanburði á milli ríkja.

Doktorsverkefni Evu (Háskólinn í Mannheim 2015) fjallaði um hvernig bakgrunnur stjórnmálamanna og það umhverfi sem þeir starfa í hefur áhrif á hvernig þeir líta á sitt fulltrúahlutverk; hvort þeir eigi fyrst og fremst að fylgja eigin sannfæringu við ákvarðanatöku, stefnu flokksins eða vilja kjósenda. Jafnframt fjallaði verkefnið um það hvernig ríkjandi viðhorf innan stjórnmálaflokka til þess hvert er hlutverk kjörinna fulltrúa tengist því hversu nálægt flokkarnir eru sínum kjósendum á hægri-vinstri kvarða og hversu ánægðir kjósendur flokkanna eru með frammistöðu lýðræðis í sínu landi. Helstu niðurstöður eru þær að kjósendur flokka þar sem ríkjandi viðhorf er að kjörnir fulltrúar eigi fyrst og fremst að fylgja eigin sannfæringu eru nær sínum kjósendum á vinstri-hægri kvarða og þeir kjósendur eru jafnframt ánægðari með frammistöðu lýðræðis samanborið við aðra stjórnmálaflokka þar sem önnur viðhorf eru ríkjandi.

Helstu rannsóknir Evu snúa að kosningahegðun, viðhorfi til stjórnmála bæði meðal kjósenda og hinnar pólitísku elítu, og tengsl kjósenda og elítu.

Eva hefur verið hluti af rannsóknateymi Íslensku kosningarannsóknarinnar frá árinu 2003 og hefur stýrt henni frá 2016. Íslenska kosningarannsóknin hefur verið framkvæmd eftir hverjar Alþingiskosningar frá 1983 og var frá upphafi um að ræða viðamikla viðhorfskönnun meðal kjósenda eftir kosningar. Árið 2009, var að frumkvæði Evu, framkvæmd könnun meðal frambjóðenda þeirra flokka sem náðu kjöri inn á þing og varð sú könnun formlega hluti af Íslensku kosningarannsókninni árið 2013. Frá og með kosningunum 2016 hefur bæst við rannsókn á kosningabaráttunni fyrir hverjar kosningar. Eva tók þátt í að koma gögnum Íslensku kosningarannsóknarinnar í opinn aðgang árið 2011.

Eva hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi í stjórnmálafræði og situr nú meðal annars í stjórn NoPSA (Nordic Political Science Association) fyrir hönd Félags stjórnmálafræðinga (er formaður félagsins) og CCS (Comparative Candidate Surveys). Jafnframt hefur Eva verið virkur þátttakandi öðrum samstarfsverkefnum eins og til dæmis TEV (True European Voter project) og CSES (Comparative Studies of Electoral Systems).

Um þessar mundir er Eva að skrifa bók í samstarfi við rannsóknateymi Íslensku kosningarannsóknarinnar um afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 á íslensk stjórnmál. Bókin ber vinnutitilinn Politics Transformed? Change, Fluctuations and Stability in Iceland in the Aftermath of the Great Recession og hefur verið skrifað undir samning við Routledge um útgáfu bókarinnar sem er áætluð árið 2020.

Mynd:
  • Úr safni EHÖ.

Útgáfudagur

8.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Eva Heiða Önnudóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2018. Sótt 11. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=76594.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 8. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Eva Heiða Önnudóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76594

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Eva Heiða Önnudóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2018. Vefsíða. 11. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76594>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Eva Heiða Önnudóttir stundað?
Eva H. Önnudóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar snúa að kosningahegðun (kosningaþátttöku og hvaða flokka fólk kýs), viðhorfi til stjórnmála bæði meðal kjósenda og hinnar pólitísku elítu, og tengslum kjósenda og elítu. Rannsóknir Evu hafa bæði beinst að íslenskum stjórnmálum og að samanburði á milli ríkja.

Doktorsverkefni Evu (Háskólinn í Mannheim 2015) fjallaði um hvernig bakgrunnur stjórnmálamanna og það umhverfi sem þeir starfa í hefur áhrif á hvernig þeir líta á sitt fulltrúahlutverk; hvort þeir eigi fyrst og fremst að fylgja eigin sannfæringu við ákvarðanatöku, stefnu flokksins eða vilja kjósenda. Jafnframt fjallaði verkefnið um það hvernig ríkjandi viðhorf innan stjórnmálaflokka til þess hvert er hlutverk kjörinna fulltrúa tengist því hversu nálægt flokkarnir eru sínum kjósendum á hægri-vinstri kvarða og hversu ánægðir kjósendur flokkanna eru með frammistöðu lýðræðis í sínu landi. Helstu niðurstöður eru þær að kjósendur flokka þar sem ríkjandi viðhorf er að kjörnir fulltrúar eigi fyrst og fremst að fylgja eigin sannfæringu eru nær sínum kjósendum á vinstri-hægri kvarða og þeir kjósendur eru jafnframt ánægðari með frammistöðu lýðræðis samanborið við aðra stjórnmálaflokka þar sem önnur viðhorf eru ríkjandi.

Helstu rannsóknir Evu snúa að kosningahegðun, viðhorfi til stjórnmála bæði meðal kjósenda og hinnar pólitísku elítu, og tengsl kjósenda og elítu.

Eva hefur verið hluti af rannsóknateymi Íslensku kosningarannsóknarinnar frá árinu 2003 og hefur stýrt henni frá 2016. Íslenska kosningarannsóknin hefur verið framkvæmd eftir hverjar Alþingiskosningar frá 1983 og var frá upphafi um að ræða viðamikla viðhorfskönnun meðal kjósenda eftir kosningar. Árið 2009, var að frumkvæði Evu, framkvæmd könnun meðal frambjóðenda þeirra flokka sem náðu kjöri inn á þing og varð sú könnun formlega hluti af Íslensku kosningarannsókninni árið 2013. Frá og með kosningunum 2016 hefur bæst við rannsókn á kosningabaráttunni fyrir hverjar kosningar. Eva tók þátt í að koma gögnum Íslensku kosningarannsóknarinnar í opinn aðgang árið 2011.

Eva hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi í stjórnmálafræði og situr nú meðal annars í stjórn NoPSA (Nordic Political Science Association) fyrir hönd Félags stjórnmálafræðinga (er formaður félagsins) og CCS (Comparative Candidate Surveys). Jafnframt hefur Eva verið virkur þátttakandi öðrum samstarfsverkefnum eins og til dæmis TEV (True European Voter project) og CSES (Comparative Studies of Electoral Systems).

Um þessar mundir er Eva að skrifa bók í samstarfi við rannsóknateymi Íslensku kosningarannsóknarinnar um afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 á íslensk stjórnmál. Bókin ber vinnutitilinn Politics Transformed? Change, Fluctuations and Stability in Iceland in the Aftermath of the Great Recession og hefur verið skrifað undir samning við Routledge um útgáfu bókarinnar sem er áætluð árið 2020.

Mynd:
  • Úr safni EHÖ.

...