Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór Björnsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Halldór Björnsson er haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði.

Síðasttalda greinin skoðar samspil ólíkra þátta loftslagskerfisins, svo sem hafs, hafíss og lofthjúps og hefur Halldór beitt aðferðum þessarar fræðigreinar til að kanna orsakir veðurfarssveiflna á síðasta jökulskeiði og stöðugleika hafhringrásar í Norður-Atlantshafi. Hafísrannsóknir hans hafa beinst að stórum hafísvökum, vexti og viðhaldi þeirra á vindasömum en fimbulköldum svæðum. Haffræðirannsóknir hans hafa verið tvíþættar, annars vegar rannsóknir á þeim þáttum sem ráða hringrás heimshafanna á stórum kvarða, og síðar líkanareikningar á hafhringrás umhverfis Ísland.

Halldór hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði. Hér er Halldór að mæla geislun frá setleir úr Skaftárhlaupi.

Veðurfarsfræðirannsóknir Halldórs hafa aðallega snúist að kortlagningu ýmissa þátta í íslensku veðurfari, sérstaklega árstíðasveiflu hita, en einnig úrkomu og langtímabreytingum hennar. Hann hefur einnig stundað rannsóknir á aftakaveðrum og afleiðingum þeirra, meðal annars sjávarflóðum og endurkomutíma þeirra. Þá stýrði hann verkefni sem sneri að kortlagningu vindorkuauðlindarinnar á Íslandi, og einnig hefur hann rannsakað eðlisfræði gosmakka og einföld líkön af þeim.

Halldór hefur í tvígang stýrt vísindanefnd um loftslagsbreytingar og lauk þeirri vinnu með skýrslum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi, fyrst árið 2008 og einnig 2018. Í þessum skýrslum er tekin saman öll þekking um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi á ritunartíma skýrslunnar, auk þess sem unnið er úr sviðsmyndareikningum loftslagslíkana til þess að meta líklega þróun loftslags á næstu áratugum.

Halldór er fæddur árið 1965, hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986 og lauk BS-gráðu í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Halldór útskrifaðist með doktorspróf í veður- og haffræði frá McGill-háskóla í Kanada árið 1997, gegndi nýdoktorsstöðu við sama skóla 1997 - 1998 og rannsóknarstöðu við Princeton-háskóla á Geophysical Fluid Dynamics Laboratory árin 1998 - 2000. Halldór hefur verið starfsmaður Veðurstofu Íslands frá árinu 2000 og gegnir hann nú stöðu hópstjóra veður- og loftslagsrannsókna.

Mynd:
  • Úr safni HB.

Útgáfudagur

15.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór Björnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2018, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76616.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 15. nóvember). Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór Björnsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76616

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór Björnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2018. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76616>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór Björnsson rannsakað?
Halldór Björnsson er haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði.

Síðasttalda greinin skoðar samspil ólíkra þátta loftslagskerfisins, svo sem hafs, hafíss og lofthjúps og hefur Halldór beitt aðferðum þessarar fræðigreinar til að kanna orsakir veðurfarssveiflna á síðasta jökulskeiði og stöðugleika hafhringrásar í Norður-Atlantshafi. Hafísrannsóknir hans hafa beinst að stórum hafísvökum, vexti og viðhaldi þeirra á vindasömum en fimbulköldum svæðum. Haffræðirannsóknir hans hafa verið tvíþættar, annars vegar rannsóknir á þeim þáttum sem ráða hringrás heimshafanna á stórum kvarða, og síðar líkanareikningar á hafhringrás umhverfis Ísland.

Halldór hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði. Hér er Halldór að mæla geislun frá setleir úr Skaftárhlaupi.

Veðurfarsfræðirannsóknir Halldórs hafa aðallega snúist að kortlagningu ýmissa þátta í íslensku veðurfari, sérstaklega árstíðasveiflu hita, en einnig úrkomu og langtímabreytingum hennar. Hann hefur einnig stundað rannsóknir á aftakaveðrum og afleiðingum þeirra, meðal annars sjávarflóðum og endurkomutíma þeirra. Þá stýrði hann verkefni sem sneri að kortlagningu vindorkuauðlindarinnar á Íslandi, og einnig hefur hann rannsakað eðlisfræði gosmakka og einföld líkön af þeim.

Halldór hefur í tvígang stýrt vísindanefnd um loftslagsbreytingar og lauk þeirri vinnu með skýrslum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi, fyrst árið 2008 og einnig 2018. Í þessum skýrslum er tekin saman öll þekking um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi á ritunartíma skýrslunnar, auk þess sem unnið er úr sviðsmyndareikningum loftslagslíkana til þess að meta líklega þróun loftslags á næstu áratugum.

Halldór er fæddur árið 1965, hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986 og lauk BS-gráðu í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Halldór útskrifaðist með doktorspróf í veður- og haffræði frá McGill-háskóla í Kanada árið 1997, gegndi nýdoktorsstöðu við sama skóla 1997 - 1998 og rannsóknarstöðu við Princeton-háskóla á Geophysical Fluid Dynamics Laboratory árin 1998 - 2000. Halldór hefur verið starfsmaður Veðurstofu Íslands frá árinu 2000 og gegnir hann nú stöðu hópstjóra veður- og loftslagsrannsókna.

Mynd:
  • Úr safni HB.

...