Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:49 • Sest 17:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:38 • Síðdegis: 16:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:55 • Síðdegis: 22:21 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólöf Guðný Geirsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á hvernig matur og næring hefur áhrif á farsæla öldrun. Í rannsóknum sínum hefur Ólöf skoðað samverkandi áhrifa næringar og hreyfingar á færni aldraðra auk þess að skoða þætti sem geta tafið aldurstengt færnitap. Ólöf hefur einnig unnið að ráðleggingum um mat og næringu aldraðra í samvinnu við Landlæknisembættið. Árið 2018 var Ólöf tilnefnd sem framtíðarvísindamaður innan öldrunarrannsókna af norræna Öldrunarfræðifélaginu og norræna Öldrunarlæknafélaginu.

Meginviðfangsefni Ólafar í rannsóknum eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á hvernig matur og næring hefur áhrif á farsæla öldrun.

Niðurstöður rannsókna Ólafar og samstarfsmanna hennar hafa meðal annars sýnt að hreyfing og þá sérstaklega styrktaræfingar eru mikilvægar til að seinka færnitapi aldraðra en gott næringarástand og næring aldraða er forsenda árangurs hjá öldruðum einstaklingum sem stunda hreyfingu. Rannsóknir hennar og samstarfsmanna hafa einnig sýnt að vannæring meðal veikra og hrumra aldraðra er algeng á Íslandi en vannæring dregur úr hæfni líkamans til að berjast gegn sýkingum eða græða sár auk annarra alvarlegra fylgikvilla sem geta dregið úr líkamlegri og andlegri færni aldraðra.

Í rannsóknum á áhrifum næringar og styrktaræfinga í þrjá mánuði hjá öldruðum kom í ljós að mismunandi næringarviðbót samfara styrktaræfingum hjá heilbrigðum öldruðum hefur ekki áhrif á árangur æfinganna hjá þessum hóp. Íhlutunin sýnir mjög góðan árangur hvað varðar líkamlegan styrk og aukinnar færni ásamt aukinna lífsgæða hjá þessum hópi sem viðhelst á meðan þátttakendur héldu áfram hreyfingu og þá sérstaklega styrktaræfingum en meira þarf til svo þátttakendur haldi áfram á eigin forsendum. Með þessu hafa Ólöf og samstarfsmenn hennar sýnt fram á að með því að stunda reglulega styrktaræfingar má ná upp færni sem tapast oft með auknum aldri og aldrei er of seint að byrja að stunda hreyfingu. Rannsóknir á næringarástandi aldraða í heimahúsi standa núna yfir en stefnt er að íhlutunarrannsókn með næringarmeðferð í heimahúsi eftir útskrift af öldrunardeild ljúki 2020. Auk þessara rannsókna er Ólöf aðalleiðbeinandi í doktorsverkefni sem skoðar forspárþætti fyrir farsæla öldrun frá „vöggu til grafar“ en í þeirri faraldsfræðilegu rannsókn verða skoðuð fæðingargögn Íslendinga, Hjartaverndargögn ásamt RAI-gögnum sem eru mat á heilsu og færni aldraða.

Ólöf er fædd árið 1968 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1988. Hún lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands 1999, meistaragráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2001 þar sem hún skoðaði næringarástand sjúklinga á Landspítalanum ásamt því að stunda nám í lýðheilsunæringarfræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi.

Ólöf lauk námi til kennsluréttinda við Kennaraháskóla Íslands 2004 og doktorsprófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2011. Að loknu meistaranámi starfaði Ólöf sem næringarfræðingur á ýmsum deildum Landspítala og stundakennari við Háskóla Íslands. Ólöf var ráðin lektor við Matvæla- og næringarfræðideild árið 2012 og dósent 2017.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

14.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ólöf Guðný Geirsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2018. Sótt 26. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=76729.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 14. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Ólöf Guðný Geirsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76729

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ólöf Guðný Geirsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2018. Vefsíða. 26. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76729>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólöf Guðný Geirsdóttir rannsakað?
Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á hvernig matur og næring hefur áhrif á farsæla öldrun. Í rannsóknum sínum hefur Ólöf skoðað samverkandi áhrifa næringar og hreyfingar á færni aldraðra auk þess að skoða þætti sem geta tafið aldurstengt færnitap. Ólöf hefur einnig unnið að ráðleggingum um mat og næringu aldraðra í samvinnu við Landlæknisembættið. Árið 2018 var Ólöf tilnefnd sem framtíðarvísindamaður innan öldrunarrannsókna af norræna Öldrunarfræðifélaginu og norræna Öldrunarlæknafélaginu.

Meginviðfangsefni Ólafar í rannsóknum eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á hvernig matur og næring hefur áhrif á farsæla öldrun.

Niðurstöður rannsókna Ólafar og samstarfsmanna hennar hafa meðal annars sýnt að hreyfing og þá sérstaklega styrktaræfingar eru mikilvægar til að seinka færnitapi aldraðra en gott næringarástand og næring aldraða er forsenda árangurs hjá öldruðum einstaklingum sem stunda hreyfingu. Rannsóknir hennar og samstarfsmanna hafa einnig sýnt að vannæring meðal veikra og hrumra aldraðra er algeng á Íslandi en vannæring dregur úr hæfni líkamans til að berjast gegn sýkingum eða græða sár auk annarra alvarlegra fylgikvilla sem geta dregið úr líkamlegri og andlegri færni aldraðra.

Í rannsóknum á áhrifum næringar og styrktaræfinga í þrjá mánuði hjá öldruðum kom í ljós að mismunandi næringarviðbót samfara styrktaræfingum hjá heilbrigðum öldruðum hefur ekki áhrif á árangur æfinganna hjá þessum hóp. Íhlutunin sýnir mjög góðan árangur hvað varðar líkamlegan styrk og aukinnar færni ásamt aukinna lífsgæða hjá þessum hópi sem viðhelst á meðan þátttakendur héldu áfram hreyfingu og þá sérstaklega styrktaræfingum en meira þarf til svo þátttakendur haldi áfram á eigin forsendum. Með þessu hafa Ólöf og samstarfsmenn hennar sýnt fram á að með því að stunda reglulega styrktaræfingar má ná upp færni sem tapast oft með auknum aldri og aldrei er of seint að byrja að stunda hreyfingu. Rannsóknir á næringarástandi aldraða í heimahúsi standa núna yfir en stefnt er að íhlutunarrannsókn með næringarmeðferð í heimahúsi eftir útskrift af öldrunardeild ljúki 2020. Auk þessara rannsókna er Ólöf aðalleiðbeinandi í doktorsverkefni sem skoðar forspárþætti fyrir farsæla öldrun frá „vöggu til grafar“ en í þeirri faraldsfræðilegu rannsókn verða skoðuð fæðingargögn Íslendinga, Hjartaverndargögn ásamt RAI-gögnum sem eru mat á heilsu og færni aldraða.

Ólöf er fædd árið 1968 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1988. Hún lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands 1999, meistaragráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2001 þar sem hún skoðaði næringarástand sjúklinga á Landspítalanum ásamt því að stunda nám í lýðheilsunæringarfræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi.

Ólöf lauk námi til kennsluréttinda við Kennaraháskóla Íslands 2004 og doktorsprófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2011. Að loknu meistaranámi starfaði Ólöf sem næringarfræðingur á ýmsum deildum Landspítala og stundakennari við Háskóla Íslands. Ólöf var ráðin lektor við Matvæla- og næringarfræðideild árið 2012 og dósent 2017.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...