Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Magnús Garðarsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigurður Magnús Garðarsson er prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans.

Sérsvið Sigurðar Magnúsar er umhverfisverkfræði með áherslu á straumfræði og vatnafræði og hefur hann rannsakað hegðun vökva og loftstreymis, áhrif á flutning efna í umhverfinu og áhrif á gæði neysluvatns. Rannsóknir hans í umhverfisverkfræði beinast að dreifingu og styrk efna í náttúrunni og möguleg áhrif þeirra á heilsu fólks, til dæmis vegna mengunar neysluvatns, áhrif úrkomu og snjódreifingar á orkuframleiðslu, vatnsöflun og gæði neysluvatns. Rannsóknirnar snúa oft að innviðum samfélagsins, þar með talið hvernig endurnýjanlegri orku er aflað með vatnsafls- eða jarðhitavirkjunum, samgöngumannvirkjum og vatnsvegum og hönnun slíkra mannvirkja.

Sigurður Magnús hefur tekið þátt í fjölda rannsóknaverkefna, bæði innlendra og erlendra. Hann leiðir GEORG, rannsóknaklasa í jarðvarma, sem hlaut stærsta styrk markáætlunar Vísinda- og tækniráðs 2009 og er nú rekið sem sjálfstæð eining með fjármagni frá Horizon 2020 verkefnum. Hann hefur verið gestarannsakandi við Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, Washintonháskóla í Seattle, og Tufts-háskólann í Boston.

Hönnun straumfræðimannvirkja er oft sannreynd með líkangerð í tilraunastofu. Myndin sýnir yfirfall Hvammsvirkjunar en það var byggt af nemum Sigurðar Magnúsar í tilraunaaðstöðu Siglingastofnunar til að staðfesta og fínpússa hönnun þess.

Sem dæmi um rannsóknaverkefni Sigurðar Magnúsar má nefna greiningu á dreifingu og styrk brennisteinsvetnis í lofti frá jarðvarmavirkjunum, hönnun yfirfalls Kárahnjúkastíflu, og greiningu á líftíma örvera í grunnvatni til að meta líkur á mengun neysluvatns.

Sigurður Magnús lauk CS-prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1991, meistaraprófi í umhverfisverkfræði 1993 og í hagnýtri stærðfræði 1995 og doktorsprófi í straumfræði frá University of Washington 1997. Hann starfaði sem ráðgjafaverkfræðingur 1997-2003, fyrst í Bandaríkjunum og svo á Íslandi og var ráðinn til Háskóla Íslands 2003. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, meðal annars setið í stjórnum Jarðhitafélagsins, Rannsóknanámssjóðs, Orkusjóðs Landsvirkjunar, ISCOLD, Endurmenntunar, Menntamálanefnd Verkfræðingafélagsins og Vísindagarða Háskóla Íslands.

Mynd::

  • Úr safni SMG.

Útgáfudagur

11.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Magnús Garðarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2018, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76848.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 11. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Magnús Garðarsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76848

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Magnús Garðarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2018. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76848>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Magnús Garðarsson rannsakað?
Sigurður Magnús Garðarsson er prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans.

Sérsvið Sigurðar Magnúsar er umhverfisverkfræði með áherslu á straumfræði og vatnafræði og hefur hann rannsakað hegðun vökva og loftstreymis, áhrif á flutning efna í umhverfinu og áhrif á gæði neysluvatns. Rannsóknir hans í umhverfisverkfræði beinast að dreifingu og styrk efna í náttúrunni og möguleg áhrif þeirra á heilsu fólks, til dæmis vegna mengunar neysluvatns, áhrif úrkomu og snjódreifingar á orkuframleiðslu, vatnsöflun og gæði neysluvatns. Rannsóknirnar snúa oft að innviðum samfélagsins, þar með talið hvernig endurnýjanlegri orku er aflað með vatnsafls- eða jarðhitavirkjunum, samgöngumannvirkjum og vatnsvegum og hönnun slíkra mannvirkja.

Sigurður Magnús hefur tekið þátt í fjölda rannsóknaverkefna, bæði innlendra og erlendra. Hann leiðir GEORG, rannsóknaklasa í jarðvarma, sem hlaut stærsta styrk markáætlunar Vísinda- og tækniráðs 2009 og er nú rekið sem sjálfstæð eining með fjármagni frá Horizon 2020 verkefnum. Hann hefur verið gestarannsakandi við Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, Washintonháskóla í Seattle, og Tufts-háskólann í Boston.

Hönnun straumfræðimannvirkja er oft sannreynd með líkangerð í tilraunastofu. Myndin sýnir yfirfall Hvammsvirkjunar en það var byggt af nemum Sigurðar Magnúsar í tilraunaaðstöðu Siglingastofnunar til að staðfesta og fínpússa hönnun þess.

Sem dæmi um rannsóknaverkefni Sigurðar Magnúsar má nefna greiningu á dreifingu og styrk brennisteinsvetnis í lofti frá jarðvarmavirkjunum, hönnun yfirfalls Kárahnjúkastíflu, og greiningu á líftíma örvera í grunnvatni til að meta líkur á mengun neysluvatns.

Sigurður Magnús lauk CS-prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1991, meistaraprófi í umhverfisverkfræði 1993 og í hagnýtri stærðfræði 1995 og doktorsprófi í straumfræði frá University of Washington 1997. Hann starfaði sem ráðgjafaverkfræðingur 1997-2003, fyrst í Bandaríkjunum og svo á Íslandi og var ráðinn til Háskóla Íslands 2003. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, meðal annars setið í stjórnum Jarðhitafélagsins, Rannsóknanámssjóðs, Orkusjóðs Landsvirkjunar, ISCOLD, Endurmenntunar, Menntamálanefnd Verkfræðingafélagsins og Vísindagarða Háskóla Íslands.

Mynd::

  • Úr safni SMG.

...