Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Kristján Leósson er þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf. en sinnir einnig stöðu verkefnisstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hlutastarfi. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en hann hefur einnig starfað með fjölda vísinda- og fræðafólks af öðrum fræðasviðum, frá frumulíffræði, efnafræði og lyfjafræði til myndlistar, hönnunar og arkitektúrs.
Kristján hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni.
Rannsóknir Kristjáns hafa að mestu beinst að hagnýtingu ljóstækni, meðal annars í fjarskiptatækni, smásjártækni og til efnagreininga, og að framleiðslu ýmissa hluta á nanóskala, það er að segja með stærðir allt niður nokkra nanómetra (1 nm = 0,000000001 m). Þar á meðal má nefna þróun íhluta til að mæla skautunarstefnu ljóss í ljósleiðurum, ljósrása sem nýtast til rannsókna á frumuhimnum og nanó-mótaðra málmyfirborða sem auka næmni efnagreininga. Hann starfar nú að þróun tækjabúnaðar sem greinir snefilefni í fljótandi málmi með laser-ljósi.
Kristján Leósson fæddist í St. Johns í Kanada árið 1970. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1990 og lauk BS-prófi í verkfræðilegri eðlisfræði (Engineering Physics) frá Queen's University í Kanada árið 1994. Samhliða hlaut hann BA-gráðu í heimspeki frá sama skóla. Árið 1996 lauk hann MS-prófi í tilraunaeðlisfræði við Háskóla Íslands og árið 2001 doktorsgráðu í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU). Doktorsverkefni hans sneri að rannsóknum á ljóseiginleikum svokallaðra skammtapunkta.
Rannsóknir Kristjáns snúa í dag aðallega að þróun tækjabúnaðar til að mæla snefilefni í málmum með laser-ljósi.
Á árunum 2001-2005 starfaði Kristján hjá tveimur sprotafyrirtækjum í Danmörku sem hann stofnaði ásamt samstarfsmönnum við DTU og Álaborgarháskóla. Frá árinu 2005 starfaði hann sem vísindamaður hjá Raunvísindastofnun Háskólans og átti þar þátt í að setja upp aðstöðu til rannsókna í örtækni við Háskóla Íslands. Hann var formaður Hugverkanefndar Háskóla Íslands og Landspítala á árunum 2010-2014. Árið 2014 tók Kristján við stöðu deildarstjóra efnis-, líf- og orkutæknideildar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en í september 2018 tók hann sér leyfi frá því starfi, meðal annars til að stunda ritstörf. Kristján hlaut hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2007. Hann hefur setið í stjórn Vísindafélags Íslendinga frá árinu 2013.
Myndir:
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 31. desember 2019, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76908.
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 31. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76908
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 31. des. 2019. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76908>.