Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig vita frumur líkamans hvort það er dagur eða nótt?

Björg Þorleifsdóttir

Augu okkar skynja dagsbirtu með sérstökum skynfrumum. Þessar frumur eru með litarefni sem brotnar niður við tiltekna orku ljóseinda í sýnilega ljósinu (400-700 nm) og við það fara af stað taugaboð. Stafir og keilur eru skynnemarnir sem koma að venjulegri sjónskynjun okkar. Frá þeim fara boð um ljós til heilabarkar til úrvinnslu sem gerir okkur kleift að sjá myndir í gráskala eða lit, allt eftir því hvernig birtuskilyrði eru.

Fyrir nokkrum árum fundust aðrir birtunæmir skynnemar í sjónunni (e. intrinsically photosensitive retinal ganglion cells; ipRGC) sem rannsóknir sýna að eru sérstaklega næmir fyrir bláu ljósi (nálægt 480 nm) í litrófinu en ljósstyrkur hefur líka áhrif. Frá þessum skynnemum fara boðin beint til dægurklukkunnar og þaðan áfram til heilaköngulsins (e. pineal gland), þar sem hormónið melatónín er framleitt. Það er þó einungis í myrkri sem melatóníni er seytt út í blóð og berst þannig til allra frumna líkamans með þau skilaboð að nótt ríki.[1] Melatónín hefur viðtaka í frumum víða í líkamanum, sem það binst og miðlar áhrifum. Slíkir viðtakar eru meðal annars í krossbrúarkjarnanum og myrkurhormónið stuðlar þannig að fínstillingu dægurklukkunnar.

Það er einungis í myrkri sem hormónið melatóníni er seytt úr heilakönglinum í blóð og berst þannig til allra frumna líkamans með þau skilaboð að nótt ríki.

Það eru sem sagt dægursveiflur í melatóníni og reyndar líka ársíðabundnar sveiflur. Hormónið mælist í litlum styrk yfir daginn en þegar rökkvar eykst losun þess úr heilaköngli í blóðið. Um miðbik nætur hefur styrkurinn margfaldast en undir morgun fellur styrkur melatóníns á nýjan leik. Rannsóknir á mönnum hafa sýnt að á veturna hækkar melatónín fyrr á kvöldin og er lengur í blóðinu og endurspeglar þannig styttri daga.[2] Rétt er geta þess að nútímaraflýsing hefur afgerandi áhrif á styrk melatóníns, á kvöldin seinkar hún melatónínaukningunni í blóði og á morgnana dregur hún úr melatónínstyrk. Díóðuljós (LED-perur) auka enn áhrifin miðað við lýsingu með glóperum, þar sem bláar ljósbylgjur eru öflugar í þeim.

Tilvísanir:
  1. ^ Pfeffer M, Korf HW, Wicht H (2018). Synchronizing effects of melatonin on diurnal and circadian rhythms. General and Comparative Endocrinology, 1;258:215-221.
  2. ^ Stokkan KA, Reiter RJ (1995). Melatonin rhythms in Arctic urban residents. J Pineal Res. 16(1):33-6.

Mynd:

Höfundur

Björg Þorleifsdóttir

lektor í lífeðlisfræði við Læknadeild HÍ

Útgáfudagur

21.3.2019

Spyrjandi

Sólrún Hermannsdóttir

Tilvísun

Björg Þorleifsdóttir. „Hvernig vita frumur líkamans hvort það er dagur eða nótt?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2019, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77230.

Björg Þorleifsdóttir. (2019, 21. mars). Hvernig vita frumur líkamans hvort það er dagur eða nótt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77230

Björg Þorleifsdóttir. „Hvernig vita frumur líkamans hvort það er dagur eða nótt?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2019. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77230>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig vita frumur líkamans hvort það er dagur eða nótt?
Augu okkar skynja dagsbirtu með sérstökum skynfrumum. Þessar frumur eru með litarefni sem brotnar niður við tiltekna orku ljóseinda í sýnilega ljósinu (400-700 nm) og við það fara af stað taugaboð. Stafir og keilur eru skynnemarnir sem koma að venjulegri sjónskynjun okkar. Frá þeim fara boð um ljós til heilabarkar til úrvinnslu sem gerir okkur kleift að sjá myndir í gráskala eða lit, allt eftir því hvernig birtuskilyrði eru.

Fyrir nokkrum árum fundust aðrir birtunæmir skynnemar í sjónunni (e. intrinsically photosensitive retinal ganglion cells; ipRGC) sem rannsóknir sýna að eru sérstaklega næmir fyrir bláu ljósi (nálægt 480 nm) í litrófinu en ljósstyrkur hefur líka áhrif. Frá þessum skynnemum fara boðin beint til dægurklukkunnar og þaðan áfram til heilaköngulsins (e. pineal gland), þar sem hormónið melatónín er framleitt. Það er þó einungis í myrkri sem melatóníni er seytt út í blóð og berst þannig til allra frumna líkamans með þau skilaboð að nótt ríki.[1] Melatónín hefur viðtaka í frumum víða í líkamanum, sem það binst og miðlar áhrifum. Slíkir viðtakar eru meðal annars í krossbrúarkjarnanum og myrkurhormónið stuðlar þannig að fínstillingu dægurklukkunnar.

Það er einungis í myrkri sem hormónið melatóníni er seytt úr heilakönglinum í blóð og berst þannig til allra frumna líkamans með þau skilaboð að nótt ríki.

Það eru sem sagt dægursveiflur í melatóníni og reyndar líka ársíðabundnar sveiflur. Hormónið mælist í litlum styrk yfir daginn en þegar rökkvar eykst losun þess úr heilaköngli í blóðið. Um miðbik nætur hefur styrkurinn margfaldast en undir morgun fellur styrkur melatóníns á nýjan leik. Rannsóknir á mönnum hafa sýnt að á veturna hækkar melatónín fyrr á kvöldin og er lengur í blóðinu og endurspeglar þannig styttri daga.[2] Rétt er geta þess að nútímaraflýsing hefur afgerandi áhrif á styrk melatóníns, á kvöldin seinkar hún melatónínaukningunni í blóði og á morgnana dregur hún úr melatónínstyrk. Díóðuljós (LED-perur) auka enn áhrifin miðað við lýsingu með glóperum, þar sem bláar ljósbylgjur eru öflugar í þeim.

Tilvísanir:
  1. ^ Pfeffer M, Korf HW, Wicht H (2018). Synchronizing effects of melatonin on diurnal and circadian rhythms. General and Comparative Endocrinology, 1;258:215-221.
  2. ^ Stokkan KA, Reiter RJ (1995). Melatonin rhythms in Arctic urban residents. J Pineal Res. 16(1):33-6.

Mynd:

...