Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er „að komast í hann krappan“?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

"Að komast í hann krappan" þýðir að koma sér í vandræði. En hvaðan kemur þetta orðatiltak? Hvaða krappi er þetta sem við komum okkur í? Maður hefur heyrt "að komast í/stíga krappan dans" en það útskýrir tiltækið ekkert betur.

Lýsingarorðið krappur merkir ‘þröngur, knappur; erfiður viðfangs, hættulegur’. Kröpp bugða er hvöss beygja og krappur sjór er notað um brattar og þéttar bárur (ÍO 2002:813).

Orðatiltækið að komast í hann krappan merkir ‘lenda í erfiðleikum, lífsháska’. Það þekkist frá fyrri hluta 20. aldar. Afbrigðið komast í krappan dans er eldra. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr orðtakasafni Guðmundar Jónssonar, Safn af íslenzkum orðskviðum ... samanlesið og í stafrofsröð sett af Guðmundi Jónssyni, sem gefið var út 1830.

Orðatiltækið að komast í hann krappan merkir ‘lenda í erfiðleikum, lífsháska’. Jón G. Friðjónsson telur í Mergi málsins (2006:500) að krappur líkingin sé sótt til ‘brattra/mikilla aldna’. Verkið er eftir Nicolas Pocock (1740-1821).

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er dæmi um viðureign Þorleifs nokkurs við drauga og segir að hann hafi þá stundum komist í krappan dans. Jón G. Friðjónsson telur í Mergi málsins (2006:500) að krappur líkingin í þessum dæmum sé sótt til ‘brattra/mikilla aldna’. Sigla krappan sjó ‘vera í erfiðleikum’ og sigla krappa báru í sömu merkingu lýsa sjólagi, öldurnar eru brattar og þéttar og líkingin sótt þangað.

Heimildir:
  • Íslensk orðabók. 2002. I–II. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda: Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. Mál og menning: Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Útgáfudagur

19.8.2019

Spyrjandi

Andri Hugo Runólfsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er „að komast í hann krappan“?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2019. Sótt 17. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=77364.

Guðrún Kvaran. (2019, 19. ágúst). Hvað er „að komast í hann krappan“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77364

Guðrún Kvaran. „Hvað er „að komast í hann krappan“?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2019. Vefsíða. 17. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77364>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir

1980

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er nýdoktor við Heimspekistofnun HÍ og lektor við Listaháskóla Íslands. Samband manns og náttúru/umhverfis hefur verið helsta viðfangsefni hennar innan heimspekinnar.