Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Vita vísindamenn hvar stærsta risasvarthol alheimsins er og hversu stórt það er?

Kári Helgason

Það er erfitt að segja hvaða risasvarthol er það stærsta sem mælst hefur. Mismunandi aðferðum er beitt til að mæla massa svarthola og óvissan sem er fólgin í mælingum er mismikil. Stundum gefa jafnvel mismunandi mæliaðferðir misvísandi svör. En það er engu að síður ljóst að allra stærstu svartholin sem fundist hafa eru nokkrir tugir milljarða sólmassa (sjá lista hér). Stærð svartholsins er í beinu hlutfalli við massann svo hana er auðvelt að reikna út frá svonefndri Schwarzschild-jöfnu:

$$R_{s} = \frac{2GM}{c^{2}}$$

Allra stærstu svartholin sem fundist hafa eru nokkrir tugir milljarða sólmassa eða með þvermál upp á hundruði milljarða kílómetra.

Þar sem Rs er radíusinn, M er massinn, G er þyngdarfastinn og c ljóshraðinn. Ef við gefum okkur að risasvartholið í dulstirninu TON 618 sé það stærsta, þá gefa 66 milljarðar sólmassa um 2600 stjarnfræðieiningar í þvermál eða 400 milljarðar kílómetra. Sólkerfið okkar út að braut Plútós myndi komast fyrir 32 sinnum hlið við hlið inni í risasvartholinu TON 618. Ef við kæmumst á geimskipi inn fyrir sjóndeild risasvarthols gætum við slappað af í rólegheitum og skoðað okkur um og þyrftum ekki að óttast að breytast í spagettí og eyðast fyrr en komið er nær miðjunni. Við gætum hins vegar aldrei komist út aftur.

Mynd:

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hversu stórt er stærsta svarthol í heiminum?

Höfundur

Kári Helgason

doktor í stjarneðlisfræði

Útgáfudagur

11.10.2019

Spyrjandi

Kristófer Mikael Hearn

Tilvísun

Kári Helgason. „Vita vísindamenn hvar stærsta risasvarthol alheimsins er og hversu stórt það er?“ Vísindavefurinn, 11. október 2019. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77407.

Kári Helgason. (2019, 11. október). Vita vísindamenn hvar stærsta risasvarthol alheimsins er og hversu stórt það er? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77407

Kári Helgason. „Vita vísindamenn hvar stærsta risasvarthol alheimsins er og hversu stórt það er?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2019. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77407>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Vita vísindamenn hvar stærsta risasvarthol alheimsins er og hversu stórt það er?
Það er erfitt að segja hvaða risasvarthol er það stærsta sem mælst hefur. Mismunandi aðferðum er beitt til að mæla massa svarthola og óvissan sem er fólgin í mælingum er mismikil. Stundum gefa jafnvel mismunandi mæliaðferðir misvísandi svör. En það er engu að síður ljóst að allra stærstu svartholin sem fundist hafa eru nokkrir tugir milljarða sólmassa (sjá lista hér). Stærð svartholsins er í beinu hlutfalli við massann svo hana er auðvelt að reikna út frá svonefndri Schwarzschild-jöfnu:

$$R_{s} = \frac{2GM}{c^{2}}$$

Allra stærstu svartholin sem fundist hafa eru nokkrir tugir milljarða sólmassa eða með þvermál upp á hundruði milljarða kílómetra.

Þar sem Rs er radíusinn, M er massinn, G er þyngdarfastinn og c ljóshraðinn. Ef við gefum okkur að risasvartholið í dulstirninu TON 618 sé það stærsta, þá gefa 66 milljarðar sólmassa um 2600 stjarnfræðieiningar í þvermál eða 400 milljarðar kílómetra. Sólkerfið okkar út að braut Plútós myndi komast fyrir 32 sinnum hlið við hlið inni í risasvartholinu TON 618. Ef við kæmumst á geimskipi inn fyrir sjóndeild risasvarthols gætum við slappað af í rólegheitum og skoðað okkur um og þyrftum ekki að óttast að breytast í spagettí og eyðast fyrr en komið er nær miðjunni. Við gætum hins vegar aldrei komist út aftur.

Mynd:

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hversu stórt er stærsta svarthol í heiminum?

...