Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
1944

Var eins mikil mengun árið 1944 á Íslandi og nú?

Halldór Pálmar Halldórsson

Í upphafi þessa svars er rétt að nefna að hér er lögð áhersla á mengun sem tengist umsvifum og athöfnum mannsins. Jafnan er talað um mengun þegar efni eða orka berst út í umhverfið í það miklum mæli að það veldur skaða. Árið 1944 voru mengunarmál almennt ekki ofarlega á baugi á Íslandi og vöktun og mælingar á mengun af skornum skammti. Sem dæmi má nefna að reglulegar mælingar á mengun í lofti hófust ekki fyrr en 1969 með tilkomu álversins í Straumsvík og árið 1986 hófust fyrstu loftgæðamælingar í Reykjavík þar sem fyrstu árin var aðeins mælt svifryk við Miklatorg. Nokkrum árum síðar eða árið 1989 hófst síðan vöktun á þrávirkum lífrænum efnum, málmum og geislavirkum efnum í lífríki sjávar. Við vitum því allnokkuð um styrk og umfang ýmissa mengandi efna í umhverfi okkar í dag en það sama er ekki hægt að segja um árið 1944. Því er aðeins hægt að áætla mun á mengun í dag og fyrir 75 árum út frá þeim forsendum sem koma fram hér að neðan.

Árið 1944 voru kol helsti orkugjafi Íslendinga. Mynd úr kolanámu í Englandi frá 1944.

Árið 1944 bjuggu um 170 þúsund manns á Íslandi en í dag eru íbúar um 360 þúsund eða ríflega töfalt fleiri miðað við lýðveldisárið. Því til viðbótar hefur mannfjöldinn margfaldast hin síðari ár með tilkomu ferðamanna og óhjákvæmilega fylgir auknum mannfjölda aukið mengunarálag. Sé aðeins litið til þess má áætla að mengun sé meiri í dag en fyrir 75 árum en þó er áhugavert að velta fyrir sér staðbundinni mengun í lofti þá og nú. Meðfylgjandi tafla sýnir orkunotkun Íslendinga eftir uppruna orkugjafanna árin 1944 og 2017. Þar má sjá miklar breytingar á orkugjöfum sem nýttir eru til samgangna, húsakyndingar, fiskveiða og fleira. Það er eftirtektarvert að árið 1944 voru kol helsti orkugjafi Íslendinga og má því gefa sér að mengun í lofti, jafnt innan- sem utandyra, hafi verið talsverð. Loftið var því hugsanlega óheilnæmara en í dag í nærumhverfi íbúa, sérstaklega í þéttbýli. Kolaryk getur verið sérstaklega skaðlegt og valdið til dæmis hjarta- og lungnasjúkdómum.

Tafla 1. Heildarnotkun orku eftir uppruna (%)

1944 2017
Kol 50,4 1,9
Olía 15,9 16,9
Mór 1,9 0
Jarðhiti 27,5 60,7
Vatnsorka 4,2 20,2
Samtals innlend framleiðsla 33,6 80,9

Að þessu frátöldu og að flestu öðru leyti má telja líklegt að mengun sé meiri í dag en árið 1944. Mikil aukning varð á framleiðslu ýmissa efna upp úr miðri síðustu öld til notkunar í iðnaði og við ýmisskonar vöruframleiðslu. Plágueyðar eru dæmi um slík efni en oft eru þau þrávirk (brotna hægt niður) og geta safnast upp í lífríkinu. Til viðbótar við slík efni sem notuð hafa verið hér á landi hafa margskonar þrávirk efni borist til norðurslóða með lofti og sjó frá suðlægari svæðum og safnast upp í lífverum. Mörg þessara efna eru bönnuð í dag eftir að skaðsemi þeirra kom í ljós en sökum þrávirkni þeirra eru þau enn til staðar í lífríkinu. Þá hefur útblástur frá iðnaði, samgöngutækjum og skipum stóraukist frá því sem var árið 1944 með tilheyrandi mengun og sífellt eru framleidd ný efni sem oft og tíðum menga náttúruna.

Plast er sérstaklega áhugavert í þessum samanburði. Í dag finnst plast nánast allstaðar í veröldinni og er Ísland þar engin undantekning. Mörg skaðleg efni hafa verið notuð í gegnum tíðina til að ná fram ákveðnum eiginleikum í plastinu þannig að segja má að mengun af þess völdum sé tvenns konar. Annars vegar eru stórar og smáar plastagnir í umhverfinu sem geta skaðað lífverur, og hins vegar losna óæskileg viðbótarefni úr plastinu. Meðfylgjandi mynd sýnir heimsframleiðslu á plasti frá 1950 til 2017 og magnið á lóðrétta ásnum er í milljónum tonna! Afar lítil plastframleiðsla var í heiminum fyrir árið 1944 og því ansi sláandi munur þá og nú á plastmengun á Íslandi eins og annarsstaðar í heiminum.

Afar lítil plastframleiðsla var í heiminum fyrir árið 1944 og því ansi sláandi munur þá og nú á plastmengun á Íslandi eins og annarsstaðar í heiminum.

Þrátt fyrir það sem fram hefur komið hér á undan er íslensk náttúra hreinni en víðast hvar annars staðar en því veldur veðurfar, strjálbýli og lega landsins.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Halldór Pálmar Halldórsson

líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum

Útgáfudagur

23.9.2019

Spyrjandi

María Rut Ómarsdóttir

Tilvísun

Halldór Pálmar Halldórsson. „Var eins mikil mengun árið 1944 á Íslandi og nú?“ Vísindavefurinn, 23. september 2019. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77501.

Halldór Pálmar Halldórsson. (2019, 23. september). Var eins mikil mengun árið 1944 á Íslandi og nú? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77501

Halldór Pálmar Halldórsson. „Var eins mikil mengun árið 1944 á Íslandi og nú?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2019. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77501>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var eins mikil mengun árið 1944 á Íslandi og nú?
Í upphafi þessa svars er rétt að nefna að hér er lögð áhersla á mengun sem tengist umsvifum og athöfnum mannsins. Jafnan er talað um mengun þegar efni eða orka berst út í umhverfið í það miklum mæli að það veldur skaða. Árið 1944 voru mengunarmál almennt ekki ofarlega á baugi á Íslandi og vöktun og mælingar á mengun af skornum skammti. Sem dæmi má nefna að reglulegar mælingar á mengun í lofti hófust ekki fyrr en 1969 með tilkomu álversins í Straumsvík og árið 1986 hófust fyrstu loftgæðamælingar í Reykjavík þar sem fyrstu árin var aðeins mælt svifryk við Miklatorg. Nokkrum árum síðar eða árið 1989 hófst síðan vöktun á þrávirkum lífrænum efnum, málmum og geislavirkum efnum í lífríki sjávar. Við vitum því allnokkuð um styrk og umfang ýmissa mengandi efna í umhverfi okkar í dag en það sama er ekki hægt að segja um árið 1944. Því er aðeins hægt að áætla mun á mengun í dag og fyrir 75 árum út frá þeim forsendum sem koma fram hér að neðan.

Árið 1944 voru kol helsti orkugjafi Íslendinga. Mynd úr kolanámu í Englandi frá 1944.

Árið 1944 bjuggu um 170 þúsund manns á Íslandi en í dag eru íbúar um 360 þúsund eða ríflega töfalt fleiri miðað við lýðveldisárið. Því til viðbótar hefur mannfjöldinn margfaldast hin síðari ár með tilkomu ferðamanna og óhjákvæmilega fylgir auknum mannfjölda aukið mengunarálag. Sé aðeins litið til þess má áætla að mengun sé meiri í dag en fyrir 75 árum en þó er áhugavert að velta fyrir sér staðbundinni mengun í lofti þá og nú. Meðfylgjandi tafla sýnir orkunotkun Íslendinga eftir uppruna orkugjafanna árin 1944 og 2017. Þar má sjá miklar breytingar á orkugjöfum sem nýttir eru til samgangna, húsakyndingar, fiskveiða og fleira. Það er eftirtektarvert að árið 1944 voru kol helsti orkugjafi Íslendinga og má því gefa sér að mengun í lofti, jafnt innan- sem utandyra, hafi verið talsverð. Loftið var því hugsanlega óheilnæmara en í dag í nærumhverfi íbúa, sérstaklega í þéttbýli. Kolaryk getur verið sérstaklega skaðlegt og valdið til dæmis hjarta- og lungnasjúkdómum.

Tafla 1. Heildarnotkun orku eftir uppruna (%)

1944 2017
Kol 50,4 1,9
Olía 15,9 16,9
Mór 1,9 0
Jarðhiti 27,5 60,7
Vatnsorka 4,2 20,2
Samtals innlend framleiðsla 33,6 80,9

Að þessu frátöldu og að flestu öðru leyti má telja líklegt að mengun sé meiri í dag en árið 1944. Mikil aukning varð á framleiðslu ýmissa efna upp úr miðri síðustu öld til notkunar í iðnaði og við ýmisskonar vöruframleiðslu. Plágueyðar eru dæmi um slík efni en oft eru þau þrávirk (brotna hægt niður) og geta safnast upp í lífríkinu. Til viðbótar við slík efni sem notuð hafa verið hér á landi hafa margskonar þrávirk efni borist til norðurslóða með lofti og sjó frá suðlægari svæðum og safnast upp í lífverum. Mörg þessara efna eru bönnuð í dag eftir að skaðsemi þeirra kom í ljós en sökum þrávirkni þeirra eru þau enn til staðar í lífríkinu. Þá hefur útblástur frá iðnaði, samgöngutækjum og skipum stóraukist frá því sem var árið 1944 með tilheyrandi mengun og sífellt eru framleidd ný efni sem oft og tíðum menga náttúruna.

Plast er sérstaklega áhugavert í þessum samanburði. Í dag finnst plast nánast allstaðar í veröldinni og er Ísland þar engin undantekning. Mörg skaðleg efni hafa verið notuð í gegnum tíðina til að ná fram ákveðnum eiginleikum í plastinu þannig að segja má að mengun af þess völdum sé tvenns konar. Annars vegar eru stórar og smáar plastagnir í umhverfinu sem geta skaðað lífverur, og hins vegar losna óæskileg viðbótarefni úr plastinu. Meðfylgjandi mynd sýnir heimsframleiðslu á plasti frá 1950 til 2017 og magnið á lóðrétta ásnum er í milljónum tonna! Afar lítil plastframleiðsla var í heiminum fyrir árið 1944 og því ansi sláandi munur þá og nú á plastmengun á Íslandi eins og annarsstaðar í heiminum.

Afar lítil plastframleiðsla var í heiminum fyrir árið 1944 og því ansi sláandi munur þá og nú á plastmengun á Íslandi eins og annarsstaðar í heiminum.

Þrátt fyrir það sem fram hefur komið hér á undan er íslensk náttúra hreinni en víðast hvar annars staðar en því veldur veðurfar, strjálbýli og lega landsins.

Heimildir:

Myndir:

...