Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar?

Hallgrímur J. Ámundason

Viðey heitir eyja ein á Kollafirði á Faxaflóa, rétt utan við Reykjavík. Önnur Viðey mun vera í Þjórsá og Viðeyjar eru nyrst í Faxaflóa, úti fyrir Skógarnesi.

Viðey á Kollafirði.

Nafnið er dregið af skógi eða kjarri sem hefur einkennt eyjarnar þegar þær fengu nafn. Fornleifarannsóknir í Viðey á Kollafirði hafa sýnt að þar var gróskumikið á landnámsöld og skógur eða kjarr einkenndi hana allt fram á 12. öld en hefur síðan látið undan síga.

Viðey í Þjórsá stendur vel undir nafni því þar er gróskumikill birkiskógur.

Myndir:

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

17.7.2019

Spyrjandi

Matthildur Grétarsdóttir

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2019. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77565.

Hallgrímur J. Ámundason. (2019, 17. júlí). Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77565

Hallgrímur J. Ámundason. „Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2019. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77565>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar?
Viðey heitir eyja ein á Kollafirði á Faxaflóa, rétt utan við Reykjavík. Önnur Viðey mun vera í Þjórsá og Viðeyjar eru nyrst í Faxaflóa, úti fyrir Skógarnesi.

Viðey á Kollafirði.

Nafnið er dregið af skógi eða kjarri sem hefur einkennt eyjarnar þegar þær fengu nafn. Fornleifarannsóknir í Viðey á Kollafirði hafa sýnt að þar var gróskumikið á landnámsöld og skógur eða kjarr einkenndi hana allt fram á 12. öld en hefur síðan látið undan síga.

Viðey í Þjórsá stendur vel undir nafni því þar er gróskumikill birkiskógur.

Myndir:...