Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi?

FGJ

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi? Heildartala allra Íslendinga. Takk.

Í svari við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? áætlar Gísli Gunnarsson að um 1.300.000 einstaklingar hafi fæðst á Íslandi frá landnámi. Það svar er frá árinu 2000 og því við hæfi að uppfæra þá tölu.

Eins og tekið er fram í fyrrnefndu svari þarf að giska á ýmsar forsendur til að svara spurningunni enda liggja engin nákvæm gögn fyrir um fjölda Íslendinga frá landnámi. Forsendurnar sem þarf að gefa sér eru meðallífaldur hverrar kynslóðar og fjöldi einstaklinga í hverri kynslóð. Það eru margar breytur sem þarf að taka í reikninginn við mannfjöldaágiskanir, til að mynda nefnir Gísli þessa þætti:

Hve mikil áhrif til fólksfækkunar höfðu rýrnandi landgæði, hve mikil áhrif til fólksfjölgunar hafði efling fiskveiða og utanríkisverslunar um 1400 eða fyrr, hve langvinn voru áhrif alls kyns farsótta.

Landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson var að öllum líkindum fyrstur til þess að hefja hér á landi skipulega og varanlega búsetu. Áætla má að heildarfjöldi fæddra Íslendinga frá landnámi sé um 1.383.000. Málverk frá 1850 eftir Johan Peter Raadsig (1806-1882).

Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um fædda Íslendinga frá árinu 1853 til ársins 2018. Sé þeim einstaklingum sem hafa fæðst á 21. öldinni bætt við útreikninga Gísla Gunnarssonar má áætla að heildarfjöldi fæddra Íslendinga frá landnámi sé um 1.383.000. Á Hagstofuvefnum má einnig finna mannfjöldaspá. Standist sú spá nær heildarfjöldi Íslendinga (miðað við áætlun Gísla) frá landnámi hálfri annarri milljón árið 2044.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

21.6.2019

Spyrjandi

Tinna Kvaran

Tilvísun

FGJ. „Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2019. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77708.

FGJ. (2019, 21. júní). Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77708

FGJ. „Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2019. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77708>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi? Heildartala allra Íslendinga. Takk.

Í svari við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? áætlar Gísli Gunnarsson að um 1.300.000 einstaklingar hafi fæðst á Íslandi frá landnámi. Það svar er frá árinu 2000 og því við hæfi að uppfæra þá tölu.

Eins og tekið er fram í fyrrnefndu svari þarf að giska á ýmsar forsendur til að svara spurningunni enda liggja engin nákvæm gögn fyrir um fjölda Íslendinga frá landnámi. Forsendurnar sem þarf að gefa sér eru meðallífaldur hverrar kynslóðar og fjöldi einstaklinga í hverri kynslóð. Það eru margar breytur sem þarf að taka í reikninginn við mannfjöldaágiskanir, til að mynda nefnir Gísli þessa þætti:

Hve mikil áhrif til fólksfækkunar höfðu rýrnandi landgæði, hve mikil áhrif til fólksfjölgunar hafði efling fiskveiða og utanríkisverslunar um 1400 eða fyrr, hve langvinn voru áhrif alls kyns farsótta.

Landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson var að öllum líkindum fyrstur til þess að hefja hér á landi skipulega og varanlega búsetu. Áætla má að heildarfjöldi fæddra Íslendinga frá landnámi sé um 1.383.000. Málverk frá 1850 eftir Johan Peter Raadsig (1806-1882).

Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um fædda Íslendinga frá árinu 1853 til ársins 2018. Sé þeim einstaklingum sem hafa fæðst á 21. öldinni bætt við útreikninga Gísla Gunnarssonar má áætla að heildarfjöldi fæddra Íslendinga frá landnámi sé um 1.383.000. Á Hagstofuvefnum má einnig finna mannfjöldaspá. Standist sú spá nær heildarfjöldi Íslendinga (miðað við áætlun Gísla) frá landnámi hálfri annarri milljón árið 2044.

Heimild:

Mynd:

...