Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Dagurinn sem á ensku hefur verið kallaður „Earth Overshoot Day“ er oftast nefndur yfirdráttardagur jarðar á íslensku en einnig hefur verið vísað til hans sem yfirskotsdags eða dags þolmarka jarðarinnar. Yfirdráttardagurinn er sá dagur þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar, mannkynið er búið að nota jafn mikið af auðlindum og jörðin getur framleitt árlega og ekki um annað að ræða en að ganga á birgðir á ósjálfbæran hátt. Sem dæmi þá eykst koltvísýringur meira í andrúmsloftinu en jörðin getur bundið, skógar hverfa, dýrategundir deyja út eða dýrastofnar eru ofnýttir.

Samtökin Global Footprint Network hafa þróað aðferð til að reikna vistfræðilegt fótspor þjóða, eða vistspor eins og það er venjulega kallað. Út frá sömu forsendum tímasetja samtökin „yfirdráttardaginn“. Að sjálfsögðu er ekki til nein ein rétt aðferð til að tímasetja yfirdráttardaginn og þar af leiðandi er enginn einn réttur yfirdráttardagur. Aðferðafræðin er hins vegar alltaf að batna og niðurstaðan nálgast því alltaf betur það sem kalla mætti rétta mynd af ástandinu.

Dagsetning yfirdráttardagsins hefur verið reiknuð út allt frá byrjun 8. áratugarins en árið 1970 var hún 29. desember. Það þýðir að þá gekk mannkynið tiltölulega lítið á þær auðlindir sem jörðin gat framleitt á einu ári. Í dag er staðan hins vegar allt önnur. Yfirleitt hefur dagsetningin færst fram um nokkra daga á ári, en stundum verða meiri sveiflur þegar unnið er að lagfæringum á aðferðafræðinni. Árið 1979 bar yfirdráttardaginn upp á 29. október, tíu árum síðar, það er að segja 1989 var hann 11. október, 1999 var dagurinn 29. september, 2009 var hann 18. ágúst og 2019 var yfirdráttardagurinn 29. júlí.

Undanfarna áratugi hefur yfirdráttardagur jarðar, sá dagur þegar mannkynið er búið að nýta auðlindir ársins, færst æ framar á árið. Árið 2020 er hins vegar stökk til baka vegna afleiðinga af COVID-19.

Þróunin hafði sem sagt verið öll í sömu átt og flest benti til að hún yrði sú sama enn um sinn. En þá skall á heimsfaraldur COVID-19, efnahagslíf heimsins hægði á sér og hegðun einstaklinga breyttist – um stund að minnsta kosti. Þetta hefur haft þau áhrif að yfirdráttardagur jarðar árið 2020 er 22. ágúst, rúmum þremur vikum seinna en árið á undan. Það sem mestu skiptir hér er að kolefnislosun minnkaði töluvert á meðan heimurinn var í hægagangi og eins dróg úr skógarhöggi. Hins vegar er ekki ljóst hver langtímaáhrif faraldursins verða á nýtingu auðlinda í vistkerfi jarðar og þess viðbúið að dagsetningin taki stórt stökk fram á við aftur.

Við gerð þessa svars var meðal annars stuðst við pistilinn Að nýliðnum yfirdráttardegi eftir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing, með góðfúslegu leyfi hans.

Aðrar heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.6.2020

Spyrjandi

Íris Thorlacius Hauksdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2020, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78541.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2020, 25. júní). Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78541

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2020. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78541>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?
Dagurinn sem á ensku hefur verið kallaður „Earth Overshoot Day“ er oftast nefndur yfirdráttardagur jarðar á íslensku en einnig hefur verið vísað til hans sem yfirskotsdags eða dags þolmarka jarðarinnar. Yfirdráttardagurinn er sá dagur þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar, mannkynið er búið að nota jafn mikið af auðlindum og jörðin getur framleitt árlega og ekki um annað að ræða en að ganga á birgðir á ósjálfbæran hátt. Sem dæmi þá eykst koltvísýringur meira í andrúmsloftinu en jörðin getur bundið, skógar hverfa, dýrategundir deyja út eða dýrastofnar eru ofnýttir.

Samtökin Global Footprint Network hafa þróað aðferð til að reikna vistfræðilegt fótspor þjóða, eða vistspor eins og það er venjulega kallað. Út frá sömu forsendum tímasetja samtökin „yfirdráttardaginn“. Að sjálfsögðu er ekki til nein ein rétt aðferð til að tímasetja yfirdráttardaginn og þar af leiðandi er enginn einn réttur yfirdráttardagur. Aðferðafræðin er hins vegar alltaf að batna og niðurstaðan nálgast því alltaf betur það sem kalla mætti rétta mynd af ástandinu.

Dagsetning yfirdráttardagsins hefur verið reiknuð út allt frá byrjun 8. áratugarins en árið 1970 var hún 29. desember. Það þýðir að þá gekk mannkynið tiltölulega lítið á þær auðlindir sem jörðin gat framleitt á einu ári. Í dag er staðan hins vegar allt önnur. Yfirleitt hefur dagsetningin færst fram um nokkra daga á ári, en stundum verða meiri sveiflur þegar unnið er að lagfæringum á aðferðafræðinni. Árið 1979 bar yfirdráttardaginn upp á 29. október, tíu árum síðar, það er að segja 1989 var hann 11. október, 1999 var dagurinn 29. september, 2009 var hann 18. ágúst og 2019 var yfirdráttardagurinn 29. júlí.

Undanfarna áratugi hefur yfirdráttardagur jarðar, sá dagur þegar mannkynið er búið að nýta auðlindir ársins, færst æ framar á árið. Árið 2020 er hins vegar stökk til baka vegna afleiðinga af COVID-19.

Þróunin hafði sem sagt verið öll í sömu átt og flest benti til að hún yrði sú sama enn um sinn. En þá skall á heimsfaraldur COVID-19, efnahagslíf heimsins hægði á sér og hegðun einstaklinga breyttist – um stund að minnsta kosti. Þetta hefur haft þau áhrif að yfirdráttardagur jarðar árið 2020 er 22. ágúst, rúmum þremur vikum seinna en árið á undan. Það sem mestu skiptir hér er að kolefnislosun minnkaði töluvert á meðan heimurinn var í hægagangi og eins dróg úr skógarhöggi. Hins vegar er ekki ljóst hver langtímaáhrif faraldursins verða á nýtingu auðlinda í vistkerfi jarðar og þess viðbúið að dagsetningin taki stórt stökk fram á við aftur.

Við gerð þessa svars var meðal annars stuðst við pistilinn Að nýliðnum yfirdráttardegi eftir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing, með góðfúslegu leyfi hans.

Aðrar heimildir:

...