Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvaða sterka ljós er þetta á himninum í vestri, gæti það verið gervihnöttur?

Sævar Helgi Bragason

Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég er í Grindavík og sé alltaf frekar sterkt ljós sem virðist vera nánast stöðugt yfir Reykjanesinu. Séð frá mér er þetta nánast í vestur og virðist ekki vera mjög hátt. Hvað er þetta og hver er tilgangurinn? Ég geri ráð fyrir að þetta sé gervihnöttur af einhverjum toga og væri gaman að vita hvað hann er að gera.

Fyrirbærið sem spyrjandi vísar til er ekki gervihnöttur heldur einfaldlega plánetan Venus. Hún hefur skinið skærast á kvöldhimninum í vestri það sem af er árs 2020. Venus var hæst á lofti í marsmánuði en fer lækkandi, þegar þetta er skrifað, með hverju kvöldinu sem líður og hverfur smám saman í sumarbirtuna.

Tunglið, Venus og Sjöstirnið í apríl 2020.

Hinn 3. júní 2020 verður Venus milli Jarðar og sólar. Venus gengur ekki fyrir sólina að þessu sinni, næst gerist það árið 2117, en eftir það verður hún morgunstjarna.[1] Frá Íslandi verður hægt að koma auga á Venusi á morgunhimninum í júlí. Næsta haust verður hún afar skær á morgnana í austri og boðar komu sólar. Í desember hverfur Venus af morgunhimninum þegar hún fer á bak við sólina frá Jörðu séð.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá nánar um það hér: Þverganga Venusar - Stjörnufræðivefurinn. (Sótt 1.05.2020).

Mynd:
  • Sævar Helgi Bragason.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

1.5.2020

Spyrjandi

Jóhann Þröstur Þórisson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvaða sterka ljós er þetta á himninum í vestri, gæti það verið gervihnöttur?“ Vísindavefurinn, 1. maí 2020. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79335.

Sævar Helgi Bragason. (2020, 1. maí). Hvaða sterka ljós er þetta á himninum í vestri, gæti það verið gervihnöttur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79335

Sævar Helgi Bragason. „Hvaða sterka ljós er þetta á himninum í vestri, gæti það verið gervihnöttur?“ Vísindavefurinn. 1. maí. 2020. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79335>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða sterka ljós er þetta á himninum í vestri, gæti það verið gervihnöttur?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég er í Grindavík og sé alltaf frekar sterkt ljós sem virðist vera nánast stöðugt yfir Reykjanesinu. Séð frá mér er þetta nánast í vestur og virðist ekki vera mjög hátt. Hvað er þetta og hver er tilgangurinn? Ég geri ráð fyrir að þetta sé gervihnöttur af einhverjum toga og væri gaman að vita hvað hann er að gera.

Fyrirbærið sem spyrjandi vísar til er ekki gervihnöttur heldur einfaldlega plánetan Venus. Hún hefur skinið skærast á kvöldhimninum í vestri það sem af er árs 2020. Venus var hæst á lofti í marsmánuði en fer lækkandi, þegar þetta er skrifað, með hverju kvöldinu sem líður og hverfur smám saman í sumarbirtuna.

Tunglið, Venus og Sjöstirnið í apríl 2020.

Hinn 3. júní 2020 verður Venus milli Jarðar og sólar. Venus gengur ekki fyrir sólina að þessu sinni, næst gerist það árið 2117, en eftir það verður hún morgunstjarna.[1] Frá Íslandi verður hægt að koma auga á Venusi á morgunhimninum í júlí. Næsta haust verður hún afar skær á morgnana í austri og boðar komu sólar. Í desember hverfur Venus af morgunhimninum þegar hún fer á bak við sólina frá Jörðu séð.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá nánar um það hér: Þverganga Venusar - Stjörnufræðivefurinn. (Sótt 1.05.2020).

Mynd:
  • Sævar Helgi Bragason.
...