Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð?

Ari Páll Kristinsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Sverige er íslenskað Svíþjóð. Hvernig kemur „þjóð“ inn í þetta - og hvenær? Eru til eldri þýðingar?

Orðið þjóð er allajafna haft um tiltekinn hóp fólks sem síðan má afmarka nánar eftir atvikum. Það er því sannarlega sérstakt að orðið Svíþjóð sé haft um sjálft landsvæðið þar sem Svíarnir eiga heima.

Raunar verður að hafa í huga að Svíþjóð merkir ekki aðeins landið, í hinum áþreifanlega skilningi, svæðið sem er innan hinna skilgreindu landamæra, heldur getur orðið einnig táknað ríkisheildina, Konungsríkið Svíþjóð, það er tiltekið samfélag fólks sem er skipulagt á ákveðinn hátt.

Það er sannarlega sérstakt að orðið Svíþjóð sé haft um sjálft landsvæðið þar sem Svíarnir eiga heima. Myndin sýnir kort af Svíþjóð og Finnlandi úr frönsku riti frá 1784.

Ætla má að heitið Svíþjóð (Svitiod/Sveþiuþ, sjá hér á eftir) hafi upprunalega vísað til þjóðflokksins Svía, „Svía þjóðar“, en merkingin hafi víkkað og heitið farið að tákna einnig land þeirra eða ríki þeirra. Ekki verður fullyrt hve gömul sú merkingarbreyting er í vesturnorrænu eða elstu íslensku. Í fornmálsorðabókinni Ordbog over det norrøne prosasprog er elsta dæmi um landsheitið Svíþjóð, raunar ritað sviðþioð, úr handriti frá um 1225-1250 (DG 8, Ólafs saga helga) og samhengið tekur af öll tvímæli um að heitið vísar þar til tiltekins landsvæðis fremur en fólksins sem þar býr: „konungurinn fer nú austur um Eiðaskóg og allt í Svíþjóð austur“.

Í Heimskringlu (f.hl. 13. aldar) notar Snorri Sturluson heitin Svíþjóð, Svíaríki og Svíaveldi jöfnum höndum. Til glöggvunar má sýna hér tvær glefsur þar sem þessi þrjú nöfn koma öll fyrir á sömu síðu í nýlegri Heimskringluútgáfu:

Yngvar hét sonur Eysteins konungs er þá var konungur yfir Svíaveldi. Hann var hermaður mikill og var oft á herskipum því að þá var áður Svíaríki mjög herskátt, bæði af Dönum og Austurvegsmönnum. [...] Önundur hét sonur Yngvars er þar næst tók konungdóm í Svíþjóð.

Til er rúnaáletrun með heitinu Sveþiuþ (=Svíþjóð) sem sögð er frá 11. öld. Hellquist getur þess í sænskri orðsifjabók sinni að dæmi séu úr sænsku skáldlegu málfari og í fornlegu málsniði um nafnmyndina Svitiod og telur hann hana myndaða eftir íslenska heitinu Svíþjóð. Hvernig sem því er háttað virðist heitið Svíþjóð / Svitiod / Sveþiuþ eiga fornar rætur, frá því fyrir Íslands byggð; taldar eru líkur til þess að nafnliðurinn þiuþ (=þjóð), eða einhver áþekk orðmynd sömu merkingar, birtist sem tidi í nafnmyndinni Svetidi sem haft er um þjóðflokkinn Svía í latneskum texta gotneska sagnaritarans Jordanesar, frá miðri 6. öld.

Ætla má að heitið Svíþjóð hafi upprunalega vísað til þjóðflokksins Svía, „Svía þjóðar“, en merkingin hafi víkkað og heitið farið að tákna einnig land þeirra eða ríki þeirra.

Sú merkingarbreyting að -þjóð tákni ekki aðeins fólk heldur að auki svæðið sem það byggir, virðist ekki vera einsdæmi í tilviki Svíþjóðarheitisins. Ákveðna hliðstæðu má sjá í nafninu Thy sem er landsvæði á norðvestanverðu Jótlandi en nafnið er talið eiga uppruna sinn í forndanska orðinu thiuth (=þjóð). Í jarðabók Valdimars konungs koma fyrir heitin Thiud og Thiuthæ sysæl (þ.e. Thysyssel). Nafnið hefur enn fremur verið tengt því að á þessu landsvæði mun hafa búið þjóðflokkurinn Tevtónar (lat. Teutonī; rót orðsins, teut-, á raunar sama indóevrópska uppruna og orðið þjóð).

Nafnið Svíaríki samsvarar á fornsænsku Svīa rike sem verður Sverike og loks Sverige. Í fornensku kom heitið fyrir sem Sviorice (í Bjólfskviðu sem var skráð um 1000 þótt hún eigi eflaust mun eldri rætur). Merkingu heitisins má auðveldlega ráða af orðhlutunum; „ríki Svía“. Þess má geta að fornvesturnorræna eða íslenska orðið Svíar, sbr. í fornsænsku svīar, var lengi haft um þjóðina eða þjóðflokkinn í Mið-Svíþjóð, á svæði kringum Mälaren, en þjóðflokkurinn Gautar bjó vestar, í Gautlandi, í grennd við fljótið Gautelfi.

Loks má nefna að í litlu alfræðiriti á íslensku, frá 1387 (AM 194 8vo), kemur fyrir Svíþjóðarríki (ritað Svi-þiodar riki í útgáfu handritsins). Dæmið bendir til þess að átt sé við veldi eða ríki Svía fremur en landsvæðið sem slíkt: „Á hans dögum hófst Svíþjóðarríki“.

Heimildir m.a.:
  • Andersson, Thorsten: Altgermanische Ethnika. Namn och bygd, 2009.
  • Ásgeir Bl. Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Málið.is. (Sótt 12.10.2020).
  • Hellquist, Elof: Svensk etymologisk ordbok. 3. útg., 1939.
  • Thy - Wikipedia, den frie encyklopædi. (Sótt 12.10.2020).
  • Ordbog over det norrøne prosasprog. ONP: Dictionary of Old Norse Prose. (Sótt 12.10.2020).
  • Snorri Sturluson: Heimskringla. Mál og menning, 1991.

Myndir:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

13.10.2020

Spyrjandi

Ólafur Þ. Harðarson

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð?“ Vísindavefurinn, 13. október 2020, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80139.

Ari Páll Kristinsson. (2020, 13. október). Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80139

Ari Páll Kristinsson. „Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2020. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80139>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Sverige er íslenskað Svíþjóð. Hvernig kemur „þjóð“ inn í þetta - og hvenær? Eru til eldri þýðingar?

Orðið þjóð er allajafna haft um tiltekinn hóp fólks sem síðan má afmarka nánar eftir atvikum. Það er því sannarlega sérstakt að orðið Svíþjóð sé haft um sjálft landsvæðið þar sem Svíarnir eiga heima.

Raunar verður að hafa í huga að Svíþjóð merkir ekki aðeins landið, í hinum áþreifanlega skilningi, svæðið sem er innan hinna skilgreindu landamæra, heldur getur orðið einnig táknað ríkisheildina, Konungsríkið Svíþjóð, það er tiltekið samfélag fólks sem er skipulagt á ákveðinn hátt.

Það er sannarlega sérstakt að orðið Svíþjóð sé haft um sjálft landsvæðið þar sem Svíarnir eiga heima. Myndin sýnir kort af Svíþjóð og Finnlandi úr frönsku riti frá 1784.

Ætla má að heitið Svíþjóð (Svitiod/Sveþiuþ, sjá hér á eftir) hafi upprunalega vísað til þjóðflokksins Svía, „Svía þjóðar“, en merkingin hafi víkkað og heitið farið að tákna einnig land þeirra eða ríki þeirra. Ekki verður fullyrt hve gömul sú merkingarbreyting er í vesturnorrænu eða elstu íslensku. Í fornmálsorðabókinni Ordbog over det norrøne prosasprog er elsta dæmi um landsheitið Svíþjóð, raunar ritað sviðþioð, úr handriti frá um 1225-1250 (DG 8, Ólafs saga helga) og samhengið tekur af öll tvímæli um að heitið vísar þar til tiltekins landsvæðis fremur en fólksins sem þar býr: „konungurinn fer nú austur um Eiðaskóg og allt í Svíþjóð austur“.

Í Heimskringlu (f.hl. 13. aldar) notar Snorri Sturluson heitin Svíþjóð, Svíaríki og Svíaveldi jöfnum höndum. Til glöggvunar má sýna hér tvær glefsur þar sem þessi þrjú nöfn koma öll fyrir á sömu síðu í nýlegri Heimskringluútgáfu:

Yngvar hét sonur Eysteins konungs er þá var konungur yfir Svíaveldi. Hann var hermaður mikill og var oft á herskipum því að þá var áður Svíaríki mjög herskátt, bæði af Dönum og Austurvegsmönnum. [...] Önundur hét sonur Yngvars er þar næst tók konungdóm í Svíþjóð.

Til er rúnaáletrun með heitinu Sveþiuþ (=Svíþjóð) sem sögð er frá 11. öld. Hellquist getur þess í sænskri orðsifjabók sinni að dæmi séu úr sænsku skáldlegu málfari og í fornlegu málsniði um nafnmyndina Svitiod og telur hann hana myndaða eftir íslenska heitinu Svíþjóð. Hvernig sem því er háttað virðist heitið Svíþjóð / Svitiod / Sveþiuþ eiga fornar rætur, frá því fyrir Íslands byggð; taldar eru líkur til þess að nafnliðurinn þiuþ (=þjóð), eða einhver áþekk orðmynd sömu merkingar, birtist sem tidi í nafnmyndinni Svetidi sem haft er um þjóðflokkinn Svía í latneskum texta gotneska sagnaritarans Jordanesar, frá miðri 6. öld.

Ætla má að heitið Svíþjóð hafi upprunalega vísað til þjóðflokksins Svía, „Svía þjóðar“, en merkingin hafi víkkað og heitið farið að tákna einnig land þeirra eða ríki þeirra.

Sú merkingarbreyting að -þjóð tákni ekki aðeins fólk heldur að auki svæðið sem það byggir, virðist ekki vera einsdæmi í tilviki Svíþjóðarheitisins. Ákveðna hliðstæðu má sjá í nafninu Thy sem er landsvæði á norðvestanverðu Jótlandi en nafnið er talið eiga uppruna sinn í forndanska orðinu thiuth (=þjóð). Í jarðabók Valdimars konungs koma fyrir heitin Thiud og Thiuthæ sysæl (þ.e. Thysyssel). Nafnið hefur enn fremur verið tengt því að á þessu landsvæði mun hafa búið þjóðflokkurinn Tevtónar (lat. Teutonī; rót orðsins, teut-, á raunar sama indóevrópska uppruna og orðið þjóð).

Nafnið Svíaríki samsvarar á fornsænsku Svīa rike sem verður Sverike og loks Sverige. Í fornensku kom heitið fyrir sem Sviorice (í Bjólfskviðu sem var skráð um 1000 þótt hún eigi eflaust mun eldri rætur). Merkingu heitisins má auðveldlega ráða af orðhlutunum; „ríki Svía“. Þess má geta að fornvesturnorræna eða íslenska orðið Svíar, sbr. í fornsænsku svīar, var lengi haft um þjóðina eða þjóðflokkinn í Mið-Svíþjóð, á svæði kringum Mälaren, en þjóðflokkurinn Gautar bjó vestar, í Gautlandi, í grennd við fljótið Gautelfi.

Loks má nefna að í litlu alfræðiriti á íslensku, frá 1387 (AM 194 8vo), kemur fyrir Svíþjóðarríki (ritað Svi-þiodar riki í útgáfu handritsins). Dæmið bendir til þess að átt sé við veldi eða ríki Svía fremur en landsvæðið sem slíkt: „Á hans dögum hófst Svíþjóðarríki“.

Heimildir m.a.:
  • Andersson, Thorsten: Altgermanische Ethnika. Namn och bygd, 2009.
  • Ásgeir Bl. Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Málið.is. (Sótt 12.10.2020).
  • Hellquist, Elof: Svensk etymologisk ordbok. 3. útg., 1939.
  • Thy - Wikipedia, den frie encyklopædi. (Sótt 12.10.2020).
  • Ordbog over det norrøne prosasprog. ONP: Dictionary of Old Norse Prose. (Sótt 12.10.2020).
  • Snorri Sturluson: Heimskringla. Mál og menning, 1991.

Myndir:...