Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er 666 tala djöfulsins?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Síðasta rit Biblíunnar kallast Opinberunarbókin. Hún tilheyrir bókmenntagrein sem nefnist heimsslitafræði (e. eschatology) en það hugtak er haft um texta sem boða endalok heimsins eins og hann er. Stundum er einnig sagt frá uppkomu nýs heims í slíkum textum.

Í Opinberunarbókinni er mikið af talnaspeki (e. numerology) en hún byggir á því að tölur feli í sér tengsl við eitthvað í veruleikanum eða jafnvel spásagnir um ókomna atburði. Í 13. kafla Opinberunarbókarinnar er fjallað um tvö dýr og þar kemur talan 666 fyrir. Kaflinn endar á þessum orðum:

Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex.

Þegar Opinberunarbókin var skrifuð var hefð fyrir því að láta hvern staf í stafrófinu standa fyrir tiltekna tölu. Þetta átti bæði við um hebreska og gríska stafrófið. Aðferðin kallast á erlendum málum gematria og hana er meðal annars hægt að nota til að koma skilaboðum áleiðis á dulmáli.

Talan 666 kemur fyrir í Opinberunarbókinni og var þar eins konar dulmál yfir Neró Rómarkeisara sem var afar óvinveittur kristnum mönnum.

Í dag eru flestir fræðimenn sammála um að talan 666 í Opinberunarbókinni vísi til Nerós Rómarkeisara. Sé grísk mynd nafns hans (Neron Kaisar, hér skrifuð með latínuletri) umrituð á hebresku (NRON QSR, hér skrifuð með latínuletri) og tölunum gefið það gildi sem gematria þess tíma sagði til um, fást tölurnar: 50, 200, 6, 50, 100, 60, 200. Þegar þær eru lagðar saman verður útkoman 666.

Líklegt þykir að margir upphaflegir lesendur verksins eða áheyrendur þess hafi áttað sig á tengslum milli tölunnar 666 og keisarans Nerós sem var þekktur fyrir að hafa verið afar óvinveittur kristnum mönnum.

Tengsl tölunnar 666 við Neró Rómarkeisara eru hins vegar alls ekki öllum ljós í dag og því hefur talan hefur einnig verið tengd ýmsum öðrum fyrirbærum og persónum. Einna algengast er að tengja töluna við djöfulinn en einnig við Adolf Hitler, Jósef Stalín, Saddam Hussein, Evrópusambandið og kaþólska páfadæmið, svo nokkur dæmis séu nefnd. Í sjálfu sér eru engin sérstök takmörk á því við hvaða fyrirbæri hægt er að tengja töluna 666. Það fer aðallega eftir því hvaða gildi menn ákveða að gefa bókstöfunum.

Rétt er að taka fram að tengst talna við veruleikann eru aðeins tilfallandi. Það er ekki eðlislægt að tiltekin tala vísi til einhvers hlutar, fyrirbæris eða persónu. Tengslin eru eingöngu mannanna verk. Þó má segja að vegna Opinberunarbókarinnar sé löng söguleg hefð fyrir því að tengja töluna 666 við óvini og illvætti. Tengslin hafa hins vegar ekkert með töluna 666 sem slíka að gera.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

Þær fjölmörgu spurningar sem hafa borist Vísindavefnum um töluna 666 eru flestar nokkuð samhljóða og snúast um af hverju 666 tákni hið illa eða djöfulinn, hvort eitthvað sé til í því að svo sé og einnig af hverju þetta samband sé til og af hvaða rót það er runnið.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.3.2021

Spyrjandi

Arnar Elvarsson, Ólafur Róbertsson, Jóhann Sigurbjarnarson, Reynir Hauksson, Björn Viðar Aðalbjörnsson, Arnar Jónsson, Pétur Gautur; Árni Barkarson, Gyrðir Viktorsson, Gunnlaugur Hólm, Bjarni Barkarson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er 666 tala djöfulsins?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2021, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81197.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 2. mars). Er 666 tala djöfulsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81197

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er 666 tala djöfulsins?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2021. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81197>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er 666 tala djöfulsins?
Síðasta rit Biblíunnar kallast Opinberunarbókin. Hún tilheyrir bókmenntagrein sem nefnist heimsslitafræði (e. eschatology) en það hugtak er haft um texta sem boða endalok heimsins eins og hann er. Stundum er einnig sagt frá uppkomu nýs heims í slíkum textum.

Í Opinberunarbókinni er mikið af talnaspeki (e. numerology) en hún byggir á því að tölur feli í sér tengsl við eitthvað í veruleikanum eða jafnvel spásagnir um ókomna atburði. Í 13. kafla Opinberunarbókarinnar er fjallað um tvö dýr og þar kemur talan 666 fyrir. Kaflinn endar á þessum orðum:

Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex.

Þegar Opinberunarbókin var skrifuð var hefð fyrir því að láta hvern staf í stafrófinu standa fyrir tiltekna tölu. Þetta átti bæði við um hebreska og gríska stafrófið. Aðferðin kallast á erlendum málum gematria og hana er meðal annars hægt að nota til að koma skilaboðum áleiðis á dulmáli.

Talan 666 kemur fyrir í Opinberunarbókinni og var þar eins konar dulmál yfir Neró Rómarkeisara sem var afar óvinveittur kristnum mönnum.

Í dag eru flestir fræðimenn sammála um að talan 666 í Opinberunarbókinni vísi til Nerós Rómarkeisara. Sé grísk mynd nafns hans (Neron Kaisar, hér skrifuð með latínuletri) umrituð á hebresku (NRON QSR, hér skrifuð með latínuletri) og tölunum gefið það gildi sem gematria þess tíma sagði til um, fást tölurnar: 50, 200, 6, 50, 100, 60, 200. Þegar þær eru lagðar saman verður útkoman 666.

Líklegt þykir að margir upphaflegir lesendur verksins eða áheyrendur þess hafi áttað sig á tengslum milli tölunnar 666 og keisarans Nerós sem var þekktur fyrir að hafa verið afar óvinveittur kristnum mönnum.

Tengsl tölunnar 666 við Neró Rómarkeisara eru hins vegar alls ekki öllum ljós í dag og því hefur talan hefur einnig verið tengd ýmsum öðrum fyrirbærum og persónum. Einna algengast er að tengja töluna við djöfulinn en einnig við Adolf Hitler, Jósef Stalín, Saddam Hussein, Evrópusambandið og kaþólska páfadæmið, svo nokkur dæmis séu nefnd. Í sjálfu sér eru engin sérstök takmörk á því við hvaða fyrirbæri hægt er að tengja töluna 666. Það fer aðallega eftir því hvaða gildi menn ákveða að gefa bókstöfunum.

Rétt er að taka fram að tengst talna við veruleikann eru aðeins tilfallandi. Það er ekki eðlislægt að tiltekin tala vísi til einhvers hlutar, fyrirbæris eða persónu. Tengslin eru eingöngu mannanna verk. Þó má segja að vegna Opinberunarbókarinnar sé löng söguleg hefð fyrir því að tengja töluna 666 við óvini og illvætti. Tengslin hafa hins vegar ekkert með töluna 666 sem slíka að gera.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

Þær fjölmörgu spurningar sem hafa borist Vísindavefnum um töluna 666 eru flestar nokkuð samhljóða og snúast um af hverju 666 tákni hið illa eða djöfulinn, hvort eitthvað sé til í því að svo sé og einnig af hverju þetta samband sé til og af hvaða rót það er runnið....