Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Er hægt að særa djöfulinn úr andsetnu fólki?

Atli Jósefsson

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:
Eru þekkt dæmi um það að djöfullinn sé til í fólki og hægt sé að særa hann út? (5. R í MR). Eru andsæringar til í alvörunni? Er hægt að sanna það að fólk hafi verið andsett. (Jenný Björk Ragnarsdóttir)

Andsetning (e. possession) kallast það fyrirbæri þegar einstaklingur er talinn (annað hvort af honum sjálfum eða öðrum) vera heltekinn af yfirnáttúrulegum anda sem hefur áhrif á hugsun hans, hegðun og skapferli. Stundum talar hinn andsetni tungum, fær flog og andlitsfall hans breytist. Þessi „yfirtökuandi“ getur annað hvort haft góða eiginleika, svo sem heilagur andi, eða illa, svo sem púki eða djöfullinn sjálfur (e. demonic possessions). Hið síðarnefnda virðist vera algengara í þjóðtrú og trúarbrögðum og er til umfjöllunar hér.

Trúin á andsetningar kemur fram í mörgum fornum heimildum um menningu mannkynsins og í langflestum trúarbrögðum er að finna minni sem lýsa andsetningum. Til að mynda eru margar frásagnir af andsetningum í Biblíunni og Jesús Kristur tekur að sér hlutverk særingamanns í nokkrum sögnum Nýja testamentisins. Hippókrates (400 f.Kr.), sem nefndur hefur verið faðir nútíma læknisfræði, var einnig sagður vera lærður særingamaður.

Særingar (e. exorcism) kallast sú athöfn að reka illa anda eða djöfulinn sjálfan út úr andsetinni manneskju. Þetta geta verið einfaldar athafnir, eins og að fara með þulu eða bæn eða hreinlega skipa andanum að hypja sig í nafni einhvers æðri yfirboðara, eða flóknar athafnir sem fela í sér muni á borð við trúartákn, vígt vatn og fleira.

Heilagur Francis Borgia framkvæmir særingu. Málverk eftir Francisco Goya.

Hugmyndir um andsetningar falla engan veginn að heimsmynd vísindanna en vísindin hafna tilvist yfirnáttúrulegra anda af nokkru tagi sem hluta af hinum náttúrulega veruleika eða raunheimi. Aldrei hafa komið fram raunverulegar vísbendingar sem túlka mætti sem staðfestingu á tilvist anda eða að fólk geti verið andsetið í orðsins fyllstu merkingu. Kæmu fram slíkar vísbendingar kallaði það á gagngera endurskoðun á þekkingu manna á náttúrulögmálunum. Sá sem fer á veraldarvefinn til að finna vísindatilraunina sem afsannar tilvist andsetninga mun þó líklega verða fyrir vonbrigðum. Þegar kemur að því að mæla eitthvað sem ekki hluti af raunheiminum endar lögsaga vísindanna og þjóðtrú og trúarbrögð taka við.

Trú á andsetningar og særingar lifir þó enn góðu lífi í nútímanum á svæðum þar sem andatrú á sér djúpar rætur, svo sem í Afríku og Suður-Asíu. Einnig er hún enn útbreidd í einhverri mynd innan vissra trúarbragða í hinum vestræna heimi þótt verulega hafi dregið úr henni eftir tíma upplýsingaaldar. Í dag starfa allnokkrir særingamenn innan kaþólsku kirkjunnar á Vesturlöndum en færri innan lúterskra kirkjudeilda.

Þekkt er að tíðni meintra andsetninga getur sveiflast eftir tískustraumum. Nokkur uppgangur varð í trú á andsetningar með vinsældum spíritismans á 19. öld og merkjanleg aukning varð í særingarathöfnum á seinni hluta 20. aldar og er það meðal annars rakið til vinsælla bíómynda á borð við The Exorcist frá árinu 1973.

En hvers vegna hafa andsetningar loðað svo lengi við mannkynið ef enginn fótur er fyrir þeim í raunveruleikanum?

Fyrir því kunna að vera margar ástæður. Í fyrsta lagi hefur fólk gripið til slíkra útskýringa þegar það stóð frammi fyrir náttúrulegum fyrirbærum fyrr á tímum. Ýmsir sjúkdómar og sálfræðileg mein sem hafa áhrif á hugsun, hegðun, hreyfingar og skapferli til skemmri eða lengri tíma eru líkleg til að hafa verið útskýrð á þennan hátt. Það getur átt við um flogaveiki, hundaæði, Tourette-heilkennið, svefnrofalömun, persónuleikabreytingar af völdum heilaáfalla og geðrof (til dæmis geðhvörf og geðklofa) svo eitthvað sé nefnt. Enn í dag trúir hluti bandarískra foreldra flogaveikra barna því að barn þeirra sé andsetið í fyrsta skiptið sem það fær flog. Einnig er vel þekkt að fólk sem sýnir einkenni rofins persónuleika (e. dissociative identity disorder) finnist það vera andsetið.

Ýmsir sjúkdómar sem hafa áhrif á hugsun, hegðun, hreyfingar og skapferli gætu hafa verið talin merki um andsetningu. Á myndinni sést sjúklingur smitaður af hundaæði.

Einnig má velta því fyrir sér hvort andsetningar hafi í tímans rás virkað sem ákveðið skálkaskjól þegar kom að því að réttlæta hegðun sem þótti ekki samfélagslega æskileg, svo sem kynhegðun, neyslu áfengis eða ofbeldisverk.

En hvernig skýra þá vísindamenn sögurnar og jafnvel myndböndin af særingum þar sem andsetnir einstaklingar hljóta skjóta úrlausn mála sinna eftir vel heppnaða særingarathöfn? Eru allir sem að þessu koma vísvitandi að blekkja og ljúga? Það þarf ekki að vera í öllum tilfellum þó að vísast séu mörg dæmi komin til vegna hreinna blekkinga. Mannshugurinn er magnað fyrirbæri og margar sálfræðilegar rannsóknir hafa sýnt hvernig trú á andleg fyrirbæri geta haft líkamleg áhrif. Þekkt dæmi um þetta eru svokölluð lyfleysuáhrif (placebo-áhrif) sem úskýra af hverju töflur sem innihalda líffræðilega óvirk efni geta valdið líffræðilegum breytingum á fólki ef það trúir á virkni þeirra. Svipað er að segja um hin svokölluðu „nocebo-áhrif“ þar sem skaðlaus efni geta framkallað veruleg óþægindi ef menn trúa á skaðsemi þeirra. Það er því alls ekkert útilokað að þeir sem telja sig andsetna finni fyrir ákveðnum líkamlegum bata eftir slíkar hreinsandi athafnir, hafi þeir á annað borð trú á þær. Einnig má færa rök fyrir því að særingarathafnir fyrri tíma hafi verið eins konar undanfarar sálfræðimeðferða okkar tíma. Rannsóknir hafa sýnt að bara það eitt að fara í viðtal hjá sálfræðingi eða lækni getur haft jákvæð áhrif á heilsu og líðan burtséð frá meðferðinni. Það að einhver sinni manni og veiti athygli getur verið meðferð í sjálfu sér.

Særingarathafnir eiga hins vegar ekkert erindi inn í 21. öldina nema í skáldsögum og bíómyndum. Það er sorglegt af því að vita að það sem af er þessari öld hafa komið upp mörg staðfest tilfelli á Vesturlöndum þar sem fólk hefur skaðast og jafnvel beðið bana vegna aðfara svokallaðra særingamanna. Ekki liggja fyrir tölur um árleg dauðsföll á heimsvísu.

Þess ber að lokum að geta að þótt andsetningar séu ekki fyrirbæri sem rúmast í efnisheiminum þá er vitaskuld mögulegt að illar hugsanir heltaki fólk en fyrir því þarf ekki að leita yfirnáttúrulegra skýringa.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Atli Jósefsson

aðjunkt í lífeðlisfræði

Útgáfudagur

7.2.2014

Spyrjandi

Jenný Björk Ragnarsdóttir, 5. bekkur R í MR

Tilvísun

Atli Jósefsson. „Er hægt að særa djöfulinn úr andsetnu fólki? “ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2014. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66688.

Atli Jósefsson. (2014, 7. febrúar). Er hægt að særa djöfulinn úr andsetnu fólki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66688

Atli Jósefsson. „Er hægt að særa djöfulinn úr andsetnu fólki? “ Vísindavefurinn. 7. feb. 2014. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66688>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að særa djöfulinn úr andsetnu fólki?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:

Eru þekkt dæmi um það að djöfullinn sé til í fólki og hægt sé að særa hann út? (5. R í MR). Eru andsæringar til í alvörunni? Er hægt að sanna það að fólk hafi verið andsett. (Jenný Björk Ragnarsdóttir)

Andsetning (e. possession) kallast það fyrirbæri þegar einstaklingur er talinn (annað hvort af honum sjálfum eða öðrum) vera heltekinn af yfirnáttúrulegum anda sem hefur áhrif á hugsun hans, hegðun og skapferli. Stundum talar hinn andsetni tungum, fær flog og andlitsfall hans breytist. Þessi „yfirtökuandi“ getur annað hvort haft góða eiginleika, svo sem heilagur andi, eða illa, svo sem púki eða djöfullinn sjálfur (e. demonic possessions). Hið síðarnefnda virðist vera algengara í þjóðtrú og trúarbrögðum og er til umfjöllunar hér.

Trúin á andsetningar kemur fram í mörgum fornum heimildum um menningu mannkynsins og í langflestum trúarbrögðum er að finna minni sem lýsa andsetningum. Til að mynda eru margar frásagnir af andsetningum í Biblíunni og Jesús Kristur tekur að sér hlutverk særingamanns í nokkrum sögnum Nýja testamentisins. Hippókrates (400 f.Kr.), sem nefndur hefur verið faðir nútíma læknisfræði, var einnig sagður vera lærður særingamaður.

Særingar (e. exorcism) kallast sú athöfn að reka illa anda eða djöfulinn sjálfan út úr andsetinni manneskju. Þetta geta verið einfaldar athafnir, eins og að fara með þulu eða bæn eða hreinlega skipa andanum að hypja sig í nafni einhvers æðri yfirboðara, eða flóknar athafnir sem fela í sér muni á borð við trúartákn, vígt vatn og fleira.

Heilagur Francis Borgia framkvæmir særingu. Málverk eftir Francisco Goya.

Hugmyndir um andsetningar falla engan veginn að heimsmynd vísindanna en vísindin hafna tilvist yfirnáttúrulegra anda af nokkru tagi sem hluta af hinum náttúrulega veruleika eða raunheimi. Aldrei hafa komið fram raunverulegar vísbendingar sem túlka mætti sem staðfestingu á tilvist anda eða að fólk geti verið andsetið í orðsins fyllstu merkingu. Kæmu fram slíkar vísbendingar kallaði það á gagngera endurskoðun á þekkingu manna á náttúrulögmálunum. Sá sem fer á veraldarvefinn til að finna vísindatilraunina sem afsannar tilvist andsetninga mun þó líklega verða fyrir vonbrigðum. Þegar kemur að því að mæla eitthvað sem ekki hluti af raunheiminum endar lögsaga vísindanna og þjóðtrú og trúarbrögð taka við.

Trú á andsetningar og særingar lifir þó enn góðu lífi í nútímanum á svæðum þar sem andatrú á sér djúpar rætur, svo sem í Afríku og Suður-Asíu. Einnig er hún enn útbreidd í einhverri mynd innan vissra trúarbragða í hinum vestræna heimi þótt verulega hafi dregið úr henni eftir tíma upplýsingaaldar. Í dag starfa allnokkrir særingamenn innan kaþólsku kirkjunnar á Vesturlöndum en færri innan lúterskra kirkjudeilda.

Þekkt er að tíðni meintra andsetninga getur sveiflast eftir tískustraumum. Nokkur uppgangur varð í trú á andsetningar með vinsældum spíritismans á 19. öld og merkjanleg aukning varð í særingarathöfnum á seinni hluta 20. aldar og er það meðal annars rakið til vinsælla bíómynda á borð við The Exorcist frá árinu 1973.

En hvers vegna hafa andsetningar loðað svo lengi við mannkynið ef enginn fótur er fyrir þeim í raunveruleikanum?

Fyrir því kunna að vera margar ástæður. Í fyrsta lagi hefur fólk gripið til slíkra útskýringa þegar það stóð frammi fyrir náttúrulegum fyrirbærum fyrr á tímum. Ýmsir sjúkdómar og sálfræðileg mein sem hafa áhrif á hugsun, hegðun, hreyfingar og skapferli til skemmri eða lengri tíma eru líkleg til að hafa verið útskýrð á þennan hátt. Það getur átt við um flogaveiki, hundaæði, Tourette-heilkennið, svefnrofalömun, persónuleikabreytingar af völdum heilaáfalla og geðrof (til dæmis geðhvörf og geðklofa) svo eitthvað sé nefnt. Enn í dag trúir hluti bandarískra foreldra flogaveikra barna því að barn þeirra sé andsetið í fyrsta skiptið sem það fær flog. Einnig er vel þekkt að fólk sem sýnir einkenni rofins persónuleika (e. dissociative identity disorder) finnist það vera andsetið.

Ýmsir sjúkdómar sem hafa áhrif á hugsun, hegðun, hreyfingar og skapferli gætu hafa verið talin merki um andsetningu. Á myndinni sést sjúklingur smitaður af hundaæði.

Einnig má velta því fyrir sér hvort andsetningar hafi í tímans rás virkað sem ákveðið skálkaskjól þegar kom að því að réttlæta hegðun sem þótti ekki samfélagslega æskileg, svo sem kynhegðun, neyslu áfengis eða ofbeldisverk.

En hvernig skýra þá vísindamenn sögurnar og jafnvel myndböndin af særingum þar sem andsetnir einstaklingar hljóta skjóta úrlausn mála sinna eftir vel heppnaða særingarathöfn? Eru allir sem að þessu koma vísvitandi að blekkja og ljúga? Það þarf ekki að vera í öllum tilfellum þó að vísast séu mörg dæmi komin til vegna hreinna blekkinga. Mannshugurinn er magnað fyrirbæri og margar sálfræðilegar rannsóknir hafa sýnt hvernig trú á andleg fyrirbæri geta haft líkamleg áhrif. Þekkt dæmi um þetta eru svokölluð lyfleysuáhrif (placebo-áhrif) sem úskýra af hverju töflur sem innihalda líffræðilega óvirk efni geta valdið líffræðilegum breytingum á fólki ef það trúir á virkni þeirra. Svipað er að segja um hin svokölluðu „nocebo-áhrif“ þar sem skaðlaus efni geta framkallað veruleg óþægindi ef menn trúa á skaðsemi þeirra. Það er því alls ekkert útilokað að þeir sem telja sig andsetna finni fyrir ákveðnum líkamlegum bata eftir slíkar hreinsandi athafnir, hafi þeir á annað borð trú á þær. Einnig má færa rök fyrir því að særingarathafnir fyrri tíma hafi verið eins konar undanfarar sálfræðimeðferða okkar tíma. Rannsóknir hafa sýnt að bara það eitt að fara í viðtal hjá sálfræðingi eða lækni getur haft jákvæð áhrif á heilsu og líðan burtséð frá meðferðinni. Það að einhver sinni manni og veiti athygli getur verið meðferð í sjálfu sér.

Særingarathafnir eiga hins vegar ekkert erindi inn í 21. öldina nema í skáldsögum og bíómyndum. Það er sorglegt af því að vita að það sem af er þessari öld hafa komið upp mörg staðfest tilfelli á Vesturlöndum þar sem fólk hefur skaðast og jafnvel beðið bana vegna aðfara svokallaðra særingamanna. Ekki liggja fyrir tölur um árleg dauðsföll á heimsvísu.

Þess ber að lokum að geta að þótt andsetningar séu ekki fyrirbæri sem rúmast í efnisheiminum þá er vitaskuld mögulegt að illar hugsanir heltaki fólk en fyrir því þarf ekki að leita yfirnáttúrulegra skýringa.

Heimildir:

Myndir:

...