Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er óbrennishólmi og hvernig myndast hann þegar hraun rennur?

Birna Lárusdóttir

Upprunalegu spurningarnar voru:

Góðan dag. Hvað er óbrynnishólmi? Er ekki til skilgreining á því? Hvað er átt við að í eldgosi geti myndast „óbrynnishólmi“? Hvað er óbrynnishólmi eða óbrennishólmi. Fyrirfram takk :)

Í fréttum kom nýlega fram að myndast gæti óbrynnis- eða óbrennishólmi milli hraunfarvega í gosinu í Geldingadölum. Með því er átt við að þar verði eftir svæði sem hraun rennur ekki yfir, eða með öðrum orðum sem ekki brennur. Til þess vísar óbrennis- eða óbrinnis- (stundum óbrynnis-), sem ætti raunar að rita með einföldu -i, enda er það dregið af hinni fornu sögn brinna (= brenna). Alþjóðlega orðið yfir þetta er kipuka sem kemur úr máli frumbyggja á eldfjallaeyjaklasanum Hawaaii.

Óbrennishólmi eða óbrinnishólmi er svæði sem hraun hefur ekki runnið yfir þó það sé allt um kring. Alþjóðlega orðið yfir þetta er kipuka sem kemur úr máli frumbyggja á eldfjallaeyjaklasanum Hawaaii. Óbrennishólminn á myndinni er á Hawaii.

Nokkrir staðir eru þekktir sem bera Óbrinnisnöfn (eða Óbrennis- / Óbrynnis-), til dæmis Óbrinnishólar í landi Hvaleyrar og Óbrinnisdalur á Núpafjalli í Ölfusi. Eðli málsins samkvæmt rísa svæði sem verða eftir óbrunnin inni í hrauni oft hærra en nánasta umhverfi og því er algengt að nafnberarnir séu hólar eða hólmar, en hið síðarnefnda vísar líka til þess að þeir eru umflotnir.

Margir óbrennishólmar bera sérstök nöfn af öðru tagi, til dæmis er hæð sem sögð er óbrunnin í landi Skaftárdals á Síðu nefnd Heljarkambur og Stakur heitir óbrunninn hóll skammt vestan við Gvendarselshæð í námunda við Kaldársel utan við Hafnarfjörð. Einn áhugaverðasti óbrennishólmi hér á landi er vafalítið í Ögmundarhrauni austan Grindavíkur, sem talið er hafa runnið árið 1151. Þetta er Húshólmi, en þar hefur hraun runnið yfir tún fornbýlis og upp að nokkrum rústum og túngarði sem hefur verið reistur áður en landnámslagið féll árið 871 eða þar um bil. Þessi stórmerkilegi staður er áþreifanlegur vitnisburður um þau áhrif sem eldsumbrot hafa haft á byggð hér á landi.

Í Ögmundarhrauni eru tveir óbrennishólmar. Annar kallast Húshólmi og sést hér að hluta á myndinni, hinn heitir einfaldlega Óbrennishólmi.

Í Ögmundarhrauni er einnig annar flekkur sem hraunið rann ekki yfir. Sá heitir einfaldlega Óbrennishólmi og er í norðvestur af Húshólma. Í honum er hringlaga fjárborg og leifar af túngarði, hvort tveggja eldra en hraunið.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Birna Lárusdóttir

fornleifafræðingur og sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

8.4.2021

Spyrjandi

Björn Jakob Tryggvason, Jóhanna Björg, Guðlaugur Sæmundsson

Tilvísun

Birna Lárusdóttir. „Hvað er óbrennishólmi og hvernig myndast hann þegar hraun rennur?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2021. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81544.

Birna Lárusdóttir. (2021, 8. apríl). Hvað er óbrennishólmi og hvernig myndast hann þegar hraun rennur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81544

Birna Lárusdóttir. „Hvað er óbrennishólmi og hvernig myndast hann þegar hraun rennur?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2021. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81544>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er óbrennishólmi og hvernig myndast hann þegar hraun rennur?
Upprunalegu spurningarnar voru:

Góðan dag. Hvað er óbrynnishólmi? Er ekki til skilgreining á því? Hvað er átt við að í eldgosi geti myndast „óbrynnishólmi“? Hvað er óbrynnishólmi eða óbrennishólmi. Fyrirfram takk :)

Í fréttum kom nýlega fram að myndast gæti óbrynnis- eða óbrennishólmi milli hraunfarvega í gosinu í Geldingadölum. Með því er átt við að þar verði eftir svæði sem hraun rennur ekki yfir, eða með öðrum orðum sem ekki brennur. Til þess vísar óbrennis- eða óbrinnis- (stundum óbrynnis-), sem ætti raunar að rita með einföldu -i, enda er það dregið af hinni fornu sögn brinna (= brenna). Alþjóðlega orðið yfir þetta er kipuka sem kemur úr máli frumbyggja á eldfjallaeyjaklasanum Hawaaii.

Óbrennishólmi eða óbrinnishólmi er svæði sem hraun hefur ekki runnið yfir þó það sé allt um kring. Alþjóðlega orðið yfir þetta er kipuka sem kemur úr máli frumbyggja á eldfjallaeyjaklasanum Hawaaii. Óbrennishólminn á myndinni er á Hawaii.

Nokkrir staðir eru þekktir sem bera Óbrinnisnöfn (eða Óbrennis- / Óbrynnis-), til dæmis Óbrinnishólar í landi Hvaleyrar og Óbrinnisdalur á Núpafjalli í Ölfusi. Eðli málsins samkvæmt rísa svæði sem verða eftir óbrunnin inni í hrauni oft hærra en nánasta umhverfi og því er algengt að nafnberarnir séu hólar eða hólmar, en hið síðarnefnda vísar líka til þess að þeir eru umflotnir.

Margir óbrennishólmar bera sérstök nöfn af öðru tagi, til dæmis er hæð sem sögð er óbrunnin í landi Skaftárdals á Síðu nefnd Heljarkambur og Stakur heitir óbrunninn hóll skammt vestan við Gvendarselshæð í námunda við Kaldársel utan við Hafnarfjörð. Einn áhugaverðasti óbrennishólmi hér á landi er vafalítið í Ögmundarhrauni austan Grindavíkur, sem talið er hafa runnið árið 1151. Þetta er Húshólmi, en þar hefur hraun runnið yfir tún fornbýlis og upp að nokkrum rústum og túngarði sem hefur verið reistur áður en landnámslagið féll árið 871 eða þar um bil. Þessi stórmerkilegi staður er áþreifanlegur vitnisburður um þau áhrif sem eldsumbrot hafa haft á byggð hér á landi.

Í Ögmundarhrauni eru tveir óbrennishólmar. Annar kallast Húshólmi og sést hér að hluta á myndinni, hinn heitir einfaldlega Óbrennishólmi.

Í Ögmundarhrauni er einnig annar flekkur sem hraunið rann ekki yfir. Sá heitir einfaldlega Óbrennishólmi og er í norðvestur af Húshólma. Í honum er hringlaga fjárborg og leifar af túngarði, hvort tveggja eldra en hraunið.

Heimildir:

Myndir:

...