Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Hvað eru landsteinar og hvert fara þeir sem halda út fyrir landsteinana?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Til hvers er vísað með hugtakinu „landsteinar“? Sbr. út fyrir landsteinana. M.ö.o. Hvað eru/voru „landsteinar“?

Orðið landsteinar merkir ‘steinar í fjöruborði’ og er notað enn. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í þriðja árgangi Rita þess Islendska lærdóms-lista felags frá síðari hluta 18. aldar:
þá sitr madr í báti, sem liggr fyrir atkeri rett inni vid landsteina.

Landsteinar eru steinar í fjöruborði.

Þarna er átt við að báturinn sé rétt í fjöruborðinu. Heldur yngra eða frá fyrri hluta 19. aldar er dæmi úr ritinu Ármann á Alþingi:

sumir adrir sem hvørgi hafi farid útaf landsteinunum.

Þarna er verið að tala um þá sem aldrei hafa farið af landi brott, hafa aldrei farið utan.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.2.2022

Spyrjandi

Guðmundur H. Viðarsson, Elvar

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru landsteinar og hvert fara þeir sem halda út fyrir landsteinana?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2022. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82784.

Guðrún Kvaran. (2022, 7. febrúar). Hvað eru landsteinar og hvert fara þeir sem halda út fyrir landsteinana? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82784

Guðrún Kvaran. „Hvað eru landsteinar og hvert fara þeir sem halda út fyrir landsteinana?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2022. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82784>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru landsteinar og hvert fara þeir sem halda út fyrir landsteinana?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Til hvers er vísað með hugtakinu „landsteinar“? Sbr. út fyrir landsteinana. M.ö.o. Hvað eru/voru „landsteinar“?

Orðið landsteinar merkir ‘steinar í fjöruborði’ og er notað enn. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í þriðja árgangi Rita þess Islendska lærdóms-lista felags frá síðari hluta 18. aldar:
þá sitr madr í báti, sem liggr fyrir atkeri rett inni vid landsteina.

Landsteinar eru steinar í fjöruborði.

Þarna er átt við að báturinn sé rétt í fjöruborðinu. Heldur yngra eða frá fyrri hluta 19. aldar er dæmi úr ritinu Ármann á Alþingi:

sumir adrir sem hvørgi hafi farid útaf landsteinunum.

Þarna er verið að tala um þá sem aldrei hafa farið af landi brott, hafa aldrei farið utan.

Heimild og mynd:

...