Sólin Sólin Rís 04:53 • sest 22:11 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:29 • Sest 22:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:02 • Síðdegis: 13:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:20 • Síðdegis: 20:17 í Reykjavík

Er hægt að hafa bessadýr sem gæludýr?

Jón Már Halldórsson

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Já, það er vel hægt, til dæmis ef bessadýrið er haft í svonefndri petrískál sem annars er yfirleitt notuð til frumuræktunar.

Bessadýr (Tardigrade) eru smávaxin dýr, um 1 mm á stærð og því vel sýnileg í víðsjá. Þau finnast ýmist í salt- eða ferskvatni en einnig í annars konar röku umhverfi, svo sem í votlendi og mosaþembu. Þau finnast nánast í öllum vistkerfum jarðar, allt frá mosaþembu regnskóganna alla leið norður í Íshaf. Fjölmargar tegundir bessadýra þurfa að takast á við miklar öfgar í hita- og rakastigi og hafa sýnt fádæma aðlögunarhæfni.

Bessadýr er ekki hefðbundið gæludýr en það er vel hægt að fylgjast með þeim í víðsjá sé þeim komið fyrir í petrískál.

Vegna þess hversu harðgerð bessadýr eru er afar auðvelt að hafa þau sem einhvers konar gæludýr, það er að halda þau í búri, skál eða jafnvel í petrískál (e. Petri dish, þ.e. frumuræktunarskál) ef því er að skipta. Miðað við gullfiska eða önnur „flóknari“ dýr sem þurfa að lifa í röku og blautu umhverfi eru bessadýr ekki krefjandi gæludýr.

Alls hafa að minnsta kosti 20 tegundir bessadýra fundist hér á landi, einkum grunnt í jarðvegi, til dæmis í grassverði eða mosa þar sem þau festa sig oft við jurtir og sjúga safa úr þeim eða veiða smásæja þráðorma (nematoda) sem finnast í umhverfi þeirra.

Ef einhver vill ná sér í bessadýr og halda það á heimilinu er því vænlegast að nálgast grassvörð eða mosa þar sem bessadýr finnast. Þegar dýrið er fundið og komið í hús ætti að setja það í petrískál með vatni og þá er hægt að fylgjast með því í einföldustu víðsjá. Þannig má njóta þess að sjá þennan spennandi heim smávöxnustu fjölfruma dýra sem finnast í okkar nánasta umhverfi hvort sem það eru bessadýr eða þráðormar eða jafnvel frumdýr.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.2.2022

Spyrjandi

Hannibal Máni K. Guðmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að hafa bessadýr sem gæludýr?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2022. Sótt 7. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=82952.

Jón Már Halldórsson. (2022, 28. febrúar). Er hægt að hafa bessadýr sem gæludýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82952

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að hafa bessadýr sem gæludýr?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2022. Vefsíða. 7. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82952>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að hafa bessadýr sem gæludýr?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Já, það er vel hægt, til dæmis ef bessadýrið er haft í svonefndri petrískál sem annars er yfirleitt notuð til frumuræktunar.

Bessadýr (Tardigrade) eru smávaxin dýr, um 1 mm á stærð og því vel sýnileg í víðsjá. Þau finnast ýmist í salt- eða ferskvatni en einnig í annars konar röku umhverfi, svo sem í votlendi og mosaþembu. Þau finnast nánast í öllum vistkerfum jarðar, allt frá mosaþembu regnskóganna alla leið norður í Íshaf. Fjölmargar tegundir bessadýra þurfa að takast á við miklar öfgar í hita- og rakastigi og hafa sýnt fádæma aðlögunarhæfni.

Bessadýr er ekki hefðbundið gæludýr en það er vel hægt að fylgjast með þeim í víðsjá sé þeim komið fyrir í petrískál.

Vegna þess hversu harðgerð bessadýr eru er afar auðvelt að hafa þau sem einhvers konar gæludýr, það er að halda þau í búri, skál eða jafnvel í petrískál (e. Petri dish, þ.e. frumuræktunarskál) ef því er að skipta. Miðað við gullfiska eða önnur „flóknari“ dýr sem þurfa að lifa í röku og blautu umhverfi eru bessadýr ekki krefjandi gæludýr.

Alls hafa að minnsta kosti 20 tegundir bessadýra fundist hér á landi, einkum grunnt í jarðvegi, til dæmis í grassverði eða mosa þar sem þau festa sig oft við jurtir og sjúga safa úr þeim eða veiða smásæja þráðorma (nematoda) sem finnast í umhverfi þeirra.

Ef einhver vill ná sér í bessadýr og halda það á heimilinu er því vænlegast að nálgast grassvörð eða mosa þar sem bessadýr finnast. Þegar dýrið er fundið og komið í hús ætti að setja það í petrískál með vatni og þá er hægt að fylgjast með því í einföldustu víðsjá. Þannig má njóta þess að sjá þennan spennandi heim smávöxnustu fjölfruma dýra sem finnast í okkar nánasta umhverfi hvort sem það eru bessadýr eða þráðormar eða jafnvel frumdýr.

Mynd:...