Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er Selfoss til?

EDS

Hér er væntanlega ekki verið að spyrja um þéttbýliskjarnann Selfoss því varla efast nokkur um tilvist hans, heldur frekar hvort á landinu sé eitthvert vatnsfall sem ber þetta heiti.

Svarið við þeirri spurningu, og öðrum sem snúa að því hvort tiltekin örnefni eru til og hvar þau er þá að finna, má nálgast með því að nota örnefnasjána á vef Landmælinga Íslands. Örnefnasjáin er afrakstur margra ára vinnu við að skrá örnefni í stafrænan gagnagrunn hjá Landmælingum með hjálp staðkunnugra heimildamanna vítt og breitt um landið

Ef leitað er að orðinu Selfoss í örnefnasjánni koma upp 14 fossar með því nafni vítt og breytt um landið. Þar sem vinna við örnefnaskráningu er viðvarandi verkefni er mögulegt að þessi fjöldi breytist einhvern tíma ef enn leynist foss með þessu nafni sem ekki hefur verið skráður í grunninn.

Staðsetning vatnsfalla sem bera heitið Selfoss samkvæmt örnefnasjá. Athugið að í tveimur tilfellum eru tveir fossar það nálægt hvor öðrum að táknin fyrir þá falla nánast saman. Af þeim sökum virðast aðeins vera 12 Selfossar á kortinu. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í örnefnasjánni er hægt að þysja inn á kortið og þá sést að Selfossar eru 14.

Myndin hér fyrir ofan er skjáskot af niðurstöðunum en áhugasamir lesendur eru hvattir til að fara sjálfir inn á örnefnasjána og prófa sig áfram. Þar er hægt að þysja inn á kortið til þess að sjá nákvæmari staðsetningu og eins er hægt að skipta um kortagrunn og sjá niðurstöður með loftmynd sem grunn.

Heimildir og kort:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.4.2023

Spyrjandi

Leó Breki

Tilvísun

EDS. „Er Selfoss til?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2023. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83090.

EDS. (2023, 28. apríl). Er Selfoss til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83090

EDS. „Er Selfoss til?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2023. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83090>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Selfoss til?
Hér er væntanlega ekki verið að spyrja um þéttbýliskjarnann Selfoss því varla efast nokkur um tilvist hans, heldur frekar hvort á landinu sé eitthvert vatnsfall sem ber þetta heiti.

Svarið við þeirri spurningu, og öðrum sem snúa að því hvort tiltekin örnefni eru til og hvar þau er þá að finna, má nálgast með því að nota örnefnasjána á vef Landmælinga Íslands. Örnefnasjáin er afrakstur margra ára vinnu við að skrá örnefni í stafrænan gagnagrunn hjá Landmælingum með hjálp staðkunnugra heimildamanna vítt og breitt um landið

Ef leitað er að orðinu Selfoss í örnefnasjánni koma upp 14 fossar með því nafni vítt og breytt um landið. Þar sem vinna við örnefnaskráningu er viðvarandi verkefni er mögulegt að þessi fjöldi breytist einhvern tíma ef enn leynist foss með þessu nafni sem ekki hefur verið skráður í grunninn.

Staðsetning vatnsfalla sem bera heitið Selfoss samkvæmt örnefnasjá. Athugið að í tveimur tilfellum eru tveir fossar það nálægt hvor öðrum að táknin fyrir þá falla nánast saman. Af þeim sökum virðast aðeins vera 12 Selfossar á kortinu. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í örnefnasjánni er hægt að þysja inn á kortið og þá sést að Selfossar eru 14.

Myndin hér fyrir ofan er skjáskot af niðurstöðunum en áhugasamir lesendur eru hvattir til að fara sjálfir inn á örnefnasjána og prófa sig áfram. Þar er hægt að þysja inn á kortið til þess að sjá nákvæmari staðsetningu og eins er hægt að skipta um kortagrunn og sjá niðurstöður með loftmynd sem grunn.

Heimildir og kort:

...