Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2021

Ritstjórn Vísindavefsins

Samkvæmt vefmælingu Matomo heimsóttu 3 milljónir og 69 þúsund gestir Vísindavefinn árið 2021[1] og hafa notendur aldrei verið fleiri. Árið áður voru heimsóknir 2,9 milljónir og aukningin milli ára er því um 4,5%. Flettingar jukust um 5,3% milli ára. Þær voru rétt um 4,3 milljónir árið 2021 en 4 milljónir árið 2020.

Línurit sem sýnir heimsóknir og síðuflettingar á Vísindavef HÍ árin 2017-2021.

Flestir notendur heimsóttu Vísindavefinn í marsmánuði árið 2021. Þá komu um 330 þúsund gestir inn á vefinn og skoðuðu um 480 þúsund síður. Aldrei hafa jafn margir notendur heimsótt Vísindavefinn í einum mánuði. Aðsóknarmesti mánuðurinn þar á undan var nóvember árið 2020. Þá komu um 310 þúsund inn á Vísindavefinn.

Fjöldi gesta Vísindavefsins eftir dögum, tímabilið 9.2.2021 til 8.2.2022. Flestir gestir komu inn á Vísindavefinn 3. mars 2021, rétt tæplega 15 þúsund.

Jarðskjálftar á Reykjanesskaga og eldgos sem hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli 19. mars 2021 var meðal þess sem fjölmargir lesendur höfðu áhuga á að lesa um árið 2021, auk svara um ný bóluefni og ný afbrigði kórunuveirunnar. Hér er listi yfir mest lesnu nýju svör ársins 2021:

Af eldri svörum vefsins sem margir skoðuðu árið 2021 má meðal annars nefna þessi hér:

Vísindavefurinn þakkar spyrjendum, lesendum og höfundum sínum fyrir einstaklega góðar móttökur árið 2021.

Myndir:
  • Matomo.
  • Vísindavefur HÍ.

Tilvísanir:
  1. ^ Tölurnar frá Matomo eru ekki fyllilega sambærilegar við tölur sem Vísindavefurinn studdist áður við. Þær komu frá vefmælingu Modernus en hún lokaði á seinasta ári. Aðferðir Modernus til talninga gerðu m.a. ráð fyrir því að hver notandi væri ekki talinn aftur fyrr en eftir tiltekinn tíma.
  2. ^ Svarið birtist reyndar 31.12.2020 en fær að fylgja með öðrum svörum ársins 2021 þar sem ætla má að lesendur hafi flestir séð það á því ári.

Útgáfudagur

9.2.2022

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2021.“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2022. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83229.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2022, 9. febrúar). Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2021. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83229

Ritstjórn Vísindavefsins. „Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2021.“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2022. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83229>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2021
Samkvæmt vefmælingu Matomo heimsóttu 3 milljónir og 69 þúsund gestir Vísindavefinn árið 2021[1] og hafa notendur aldrei verið fleiri. Árið áður voru heimsóknir 2,9 milljónir og aukningin milli ára er því um 4,5%. Flettingar jukust um 5,3% milli ára. Þær voru rétt um 4,3 milljónir árið 2021 en 4 milljónir árið 2020.

Línurit sem sýnir heimsóknir og síðuflettingar á Vísindavef HÍ árin 2017-2021.

Flestir notendur heimsóttu Vísindavefinn í marsmánuði árið 2021. Þá komu um 330 þúsund gestir inn á vefinn og skoðuðu um 480 þúsund síður. Aldrei hafa jafn margir notendur heimsótt Vísindavefinn í einum mánuði. Aðsóknarmesti mánuðurinn þar á undan var nóvember árið 2020. Þá komu um 310 þúsund inn á Vísindavefinn.

Fjöldi gesta Vísindavefsins eftir dögum, tímabilið 9.2.2021 til 8.2.2022. Flestir gestir komu inn á Vísindavefinn 3. mars 2021, rétt tæplega 15 þúsund.

Jarðskjálftar á Reykjanesskaga og eldgos sem hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli 19. mars 2021 var meðal þess sem fjölmargir lesendur höfðu áhuga á að lesa um árið 2021, auk svara um ný bóluefni og ný afbrigði kórunuveirunnar. Hér er listi yfir mest lesnu nýju svör ársins 2021:

Af eldri svörum vefsins sem margir skoðuðu árið 2021 má meðal annars nefna þessi hér:

Vísindavefurinn þakkar spyrjendum, lesendum og höfundum sínum fyrir einstaklega góðar móttökur árið 2021.

Myndir:
  • Matomo.
  • Vísindavefur HÍ.

Tilvísanir:
  1. ^ Tölurnar frá Matomo eru ekki fyllilega sambærilegar við tölur sem Vísindavefurinn studdist áður við. Þær komu frá vefmælingu Modernus en hún lokaði á seinasta ári. Aðferðir Modernus til talninga gerðu m.a. ráð fyrir því að hver notandi væri ekki talinn aftur fyrr en eftir tiltekinn tíma.
  2. ^ Svarið birtist reyndar 31.12.2020 en fær að fylgja með öðrum svörum ársins 2021 þar sem ætla má að lesendur hafi flestir séð það á því ári.
...