Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi?

Inga Lára Baldvinsdóttir

Þörfin á að ná að fanga ljósmyndir í lit er í raun jafngömul sjálfri ljósmyndatækninni. Það tók hins vegar tíma að finna aðferð til að ná myndum í lit.

Elsta þekkta litljósmyndin sem hefur varðveist frá Íslandi og við vitum um, er gerð með svonefndri autochrome-aðferð. Staðsetning og tímasetning myndarinnar er rispuð efst á glerplötuna: Reykjavik July 9, 1912. Myndin kom nýlega fram í einkasafni Bandaríkjamannsins Mark Jacobs, sem sérhæfði sig í söfnun litljósmynda. Á henni sjást tvær ungar konur með fléttur og hvítar svuntur standa við grindurnar yfir hvernum í Þvottalaugunum í Laugardal. Þvottur liggur á grindunum og við fætur þeirra. Stelpurnar sveifla þvottaklöppum í hendi til að berja þvottinn með. Þær eru báðar bláklæddar undir svuntunum og sú þeirra sem nær stendur er í skinnskóm. Þvottalaugarnar voru einn þeirra staða í Reykjavík sem sýndir voru erlendum ferðamönnum. Myndin er tekin af einum þeirra og ritun mánaðarnafnsins gefur vísbendingu um að ljósmyndarinn hafi verið frá enskumælandi landi.

Elsta þekkta litljósmynd sem varðveist hefur frá Íslandi.

Autochrome-aðferðin var fundin upp í Frakklandi af bræðrunum Louis og Auguste Lumière og átti sitt blómaskeið á tímabilinu 1907-1925. Myndir voru teknar á glerplötur og aðferðin þótti einföld í notkun. Myndin var samt ekki fullgerð þegar mynd hafði verið tekin því þá tók við eftirvinnsla í fjórum skrefum; framköllun, skolun, bleiking og fixering. Ekki var hægt að fjölfalda myndir á pappír eftir glerplötunni. Hver mynd var því einstök. Galli þessarar myndgerðar var sá að myndin var á glerplötu og því ekki hægt að skoða hana nema bera hana upp að ljósi. Sumir hengdu slíkar myndaplötur í glugga til að hafa þær sýnilegar. Glerplöturnar voru ekki af stöðluðum stærðum þannig að þær pössuðu ekki allar í þær sýningarvélar sem þá voru á markaði.

Ferðamaðurinn í Þvottalaugunum var samt ekki sá fyrsti sem við vitum að tók ljósmyndir í lit á Íslandi. Sumarið 1901 dvaldi Karl Grossmann, augnlæknir frá Liverpool, við rannsóknir á sjúklingum í Laugarnesspítala, holdsveikraspítala á jaðri Reykjavíkur. Í grein um rannsóknina segir hann frá því að hann hafi tekið ljósmyndir sem hluta af rannsókninni en þær ekki heppnast sem skyldi. Fram kemur að hann tók myndirnar með þriggja lita aðferð. Nokkrir höfðu fundið upp ljósmyndaaðferðir sem byggðu á því að taka ljósmyndir í þremur litum: rauðum, grænum og bláum í gegnum síur. Aðferðin og tækin sem Grossmann notaði voru bresk frá Singer Shepard og byggðu á þessari þriggja lita aðferð. Framleiðsla á vélum þeirra hafði hafist skömmu áður. Tilgangur Singer Shepard-aðferðarinnar var að sinna ákveðnum markaði og gera skyggnur til að sýna í sýningarvélum. Grossmann kennir myndavélinni, andrúmsloftinu og tökutíma í gegnum rauðu síuna um að myndatökurnar mistókust, tökutíminn hafi verið of langur og fólk ekki getað verið kyrrt svo lengi.

Blaðsíða úr tímaritinu British Medical Journal í ársbyrjun 1906 með ljósmyndum Karls Grossmanns af sjúklingum Laugarnesspítala frá 1905.

Fjórum árum seinna var Grossmann aftur á ferð við rannsóknir í Laugarnesi og tók öðru sinni myndir á holdsveikraspítalanum. Það var ávinningur að hafa ljósmyndir sem rannsóknargögn til frekari greiningar og til að útlista áhrif holdsveikinnar á sjúklingana, en líka til að geta notað myndefnið í fyrirlestrum um árangur rannsóknanna. Aukin færni með myndavélina og aðstoð frá samstarfsmanni Grossmanns við að halda höfðum fólks kyrrum meðan á myndatökunni stóð leiddu til þess að það tókst að taka nokkra tugi ljósmynda af sjúklingum spítalans. Ekki er vitað hvort þessar ljósmyndir hafi varðveist þrátt fyrir nokkra leit. Við þekkjum hins vegar sex myndanna úr læknatímaritum þar sem þær voru birtar. Þrjár af konum og þrjár af körlum. Myndirnar eru allar andlitsmyndir og flestar teknar beint framan á andlit sjúklinganna. Þær vitna um skelfilegar afleiðingar holdsveiki á fólk.

Fleiri útlendingar hafa vísast tekið litmyndir á Íslandi í byrjun 20. aldar þó að við þekkjum ekki til þeirra. André Courmont, konsúll Frakka, tók litmyndir með aðferð autochrome á árunum 1920-22. Sex mynda hans hafa varðveist. Þær sýna hús franska sendiráðsins, blóm og unga stúlku.

Ljósmynd Sigurðar Tómassonar frá árinu 1924.

Þess var þá skammt að bíða að Íslendingar færu að þreifa sig áfram við ljósmyndun í lit. Þar fór fremstur Sigurður Tómasson úrsmiður, uppfinningamaður og áhugaljósmyndari. Elsta tímasetta ljósmynd hans er tekin árið 1924. Á glerplötuna sem myndin er á hefur verið límdur lítill miði sem á stendur: 13.7.1924. kl. 2 létt skýjað F: 4,5 exp: 3 sek. Það er dagsetning myndarinnar, tími myndatöku, verðurlýsing, ljósopið á linsunni og tökutími myndarinnar, 3 sekúndur. Sigurður hefur tekið þessa mynd með autochrome-aðferðinni. Myndin sýnir hús K.F.U.M. við Amtmannsstíg í Reykjavík og nærliggjandi hús. Sigurður átti eftir að verða mikilvirkur litljósmyndari og þökk sé honum eru til litljósmyndir frá bæði Alþingishátíðinni 1930 og Lýðveldishátíðinni 1944.

Myndir:
  • Ljósmyndari óþekktur, Reykjavik July 9, 1912, Autochrome, 10x12.6 cm, Einkasafn Mark Jacobs, Madison, WI (USA).
  • Grossmann, K. (1906). A clinical study of lepra ophthalmica, with a descrition of cases examined at the Leper hospital in Laugarnes, Iceland, in 1902 and 1904. BMJ, 1(2349), 11–18. https://doi.org/10.1136/bmj.1.2349.11
  • Ljósmynd Sigurðar Tómassonar. Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni.

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

Hver er elsta varðveitta litljósmyndin frá Íslandi? Er vitað hvenær fyrsta litljósmyndin var tekin á Íslandi?

Höfundur

Útgáfudagur

21.3.2022

Spyrjandi

Hulda Björg, Írís, Karl, ritstjórn

Tilvísun

Inga Lára Baldvinsdóttir. „Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2022, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83421.

Inga Lára Baldvinsdóttir. (2022, 21. mars). Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83421

Inga Lára Baldvinsdóttir. „Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2022. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83421>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi?
Þörfin á að ná að fanga ljósmyndir í lit er í raun jafngömul sjálfri ljósmyndatækninni. Það tók hins vegar tíma að finna aðferð til að ná myndum í lit.

Elsta þekkta litljósmyndin sem hefur varðveist frá Íslandi og við vitum um, er gerð með svonefndri autochrome-aðferð. Staðsetning og tímasetning myndarinnar er rispuð efst á glerplötuna: Reykjavik July 9, 1912. Myndin kom nýlega fram í einkasafni Bandaríkjamannsins Mark Jacobs, sem sérhæfði sig í söfnun litljósmynda. Á henni sjást tvær ungar konur með fléttur og hvítar svuntur standa við grindurnar yfir hvernum í Þvottalaugunum í Laugardal. Þvottur liggur á grindunum og við fætur þeirra. Stelpurnar sveifla þvottaklöppum í hendi til að berja þvottinn með. Þær eru báðar bláklæddar undir svuntunum og sú þeirra sem nær stendur er í skinnskóm. Þvottalaugarnar voru einn þeirra staða í Reykjavík sem sýndir voru erlendum ferðamönnum. Myndin er tekin af einum þeirra og ritun mánaðarnafnsins gefur vísbendingu um að ljósmyndarinn hafi verið frá enskumælandi landi.

Elsta þekkta litljósmynd sem varðveist hefur frá Íslandi.

Autochrome-aðferðin var fundin upp í Frakklandi af bræðrunum Louis og Auguste Lumière og átti sitt blómaskeið á tímabilinu 1907-1925. Myndir voru teknar á glerplötur og aðferðin þótti einföld í notkun. Myndin var samt ekki fullgerð þegar mynd hafði verið tekin því þá tók við eftirvinnsla í fjórum skrefum; framköllun, skolun, bleiking og fixering. Ekki var hægt að fjölfalda myndir á pappír eftir glerplötunni. Hver mynd var því einstök. Galli þessarar myndgerðar var sá að myndin var á glerplötu og því ekki hægt að skoða hana nema bera hana upp að ljósi. Sumir hengdu slíkar myndaplötur í glugga til að hafa þær sýnilegar. Glerplöturnar voru ekki af stöðluðum stærðum þannig að þær pössuðu ekki allar í þær sýningarvélar sem þá voru á markaði.

Ferðamaðurinn í Þvottalaugunum var samt ekki sá fyrsti sem við vitum að tók ljósmyndir í lit á Íslandi. Sumarið 1901 dvaldi Karl Grossmann, augnlæknir frá Liverpool, við rannsóknir á sjúklingum í Laugarnesspítala, holdsveikraspítala á jaðri Reykjavíkur. Í grein um rannsóknina segir hann frá því að hann hafi tekið ljósmyndir sem hluta af rannsókninni en þær ekki heppnast sem skyldi. Fram kemur að hann tók myndirnar með þriggja lita aðferð. Nokkrir höfðu fundið upp ljósmyndaaðferðir sem byggðu á því að taka ljósmyndir í þremur litum: rauðum, grænum og bláum í gegnum síur. Aðferðin og tækin sem Grossmann notaði voru bresk frá Singer Shepard og byggðu á þessari þriggja lita aðferð. Framleiðsla á vélum þeirra hafði hafist skömmu áður. Tilgangur Singer Shepard-aðferðarinnar var að sinna ákveðnum markaði og gera skyggnur til að sýna í sýningarvélum. Grossmann kennir myndavélinni, andrúmsloftinu og tökutíma í gegnum rauðu síuna um að myndatökurnar mistókust, tökutíminn hafi verið of langur og fólk ekki getað verið kyrrt svo lengi.

Blaðsíða úr tímaritinu British Medical Journal í ársbyrjun 1906 með ljósmyndum Karls Grossmanns af sjúklingum Laugarnesspítala frá 1905.

Fjórum árum seinna var Grossmann aftur á ferð við rannsóknir í Laugarnesi og tók öðru sinni myndir á holdsveikraspítalanum. Það var ávinningur að hafa ljósmyndir sem rannsóknargögn til frekari greiningar og til að útlista áhrif holdsveikinnar á sjúklingana, en líka til að geta notað myndefnið í fyrirlestrum um árangur rannsóknanna. Aukin færni með myndavélina og aðstoð frá samstarfsmanni Grossmanns við að halda höfðum fólks kyrrum meðan á myndatökunni stóð leiddu til þess að það tókst að taka nokkra tugi ljósmynda af sjúklingum spítalans. Ekki er vitað hvort þessar ljósmyndir hafi varðveist þrátt fyrir nokkra leit. Við þekkjum hins vegar sex myndanna úr læknatímaritum þar sem þær voru birtar. Þrjár af konum og þrjár af körlum. Myndirnar eru allar andlitsmyndir og flestar teknar beint framan á andlit sjúklinganna. Þær vitna um skelfilegar afleiðingar holdsveiki á fólk.

Fleiri útlendingar hafa vísast tekið litmyndir á Íslandi í byrjun 20. aldar þó að við þekkjum ekki til þeirra. André Courmont, konsúll Frakka, tók litmyndir með aðferð autochrome á árunum 1920-22. Sex mynda hans hafa varðveist. Þær sýna hús franska sendiráðsins, blóm og unga stúlku.

Ljósmynd Sigurðar Tómassonar frá árinu 1924.

Þess var þá skammt að bíða að Íslendingar færu að þreifa sig áfram við ljósmyndun í lit. Þar fór fremstur Sigurður Tómasson úrsmiður, uppfinningamaður og áhugaljósmyndari. Elsta tímasetta ljósmynd hans er tekin árið 1924. Á glerplötuna sem myndin er á hefur verið límdur lítill miði sem á stendur: 13.7.1924. kl. 2 létt skýjað F: 4,5 exp: 3 sek. Það er dagsetning myndarinnar, tími myndatöku, verðurlýsing, ljósopið á linsunni og tökutími myndarinnar, 3 sekúndur. Sigurður hefur tekið þessa mynd með autochrome-aðferðinni. Myndin sýnir hús K.F.U.M. við Amtmannsstíg í Reykjavík og nærliggjandi hús. Sigurður átti eftir að verða mikilvirkur litljósmyndari og þökk sé honum eru til litljósmyndir frá bæði Alþingishátíðinni 1930 og Lýðveldishátíðinni 1944.

Myndir:
  • Ljósmyndari óþekktur, Reykjavik July 9, 1912, Autochrome, 10x12.6 cm, Einkasafn Mark Jacobs, Madison, WI (USA).
  • Grossmann, K. (1906). A clinical study of lepra ophthalmica, with a descrition of cases examined at the Leper hospital in Laugarnes, Iceland, in 1902 and 1904. BMJ, 1(2349), 11–18. https://doi.org/10.1136/bmj.1.2349.11
  • Ljósmynd Sigurðar Tómassonar. Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni.

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

Hver er elsta varðveitta litljósmyndin frá Íslandi? Er vitað hvenær fyrsta litljósmyndin var tekin á Íslandi?
...