Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Af hverju var fólk alltaf svo alvörugefið á gömlum ljósmyndum?

Sigurjón Baldur Hafsteinsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Af hverju sýna ljósmyndir fólk fyrir rúmlega einni öld það alltaf svo alvörugefið? Hef heyrt að það hafi verið vegna þess að ljósop myndavéla var lengi opið og gat því mynd verið óskýr ef ekki var hægt að vera með einn svip - og þá var auðveldast að brosa ekki. Aðrir segja að fólk hafi verið svo þvingað og undirokað, að það gat einfaldlega ekki brosað - auk þess að brosandi manneskja var merki um fávita á myndinni.

Þetta er mjög góð spurning sem margir hafa velt fyrir sér, ekki síst nú á tímum, þar sem ljósmyndir sýna mun fleiri svipbrigði fólks en áður. Spurningin kemur inn á tvær mjög algengar skýringar á þessu, annars vegar tæknilega skýringu og hins vegar félags- og menningarlega.

Ljósmyndavélar voru við upphaf tækninnar á fjórða og fimmta áratug 19. aldar þannig úr garði gerðar að það gat tekið nokkrar mínútur fyrir ljós að búa til myndina á efnasambandið sem var innan í vélunum. Myndin er af Arngrími Gíslasyni „málara“ og Þórunni Hjörleifsdóttur. Myndina tók Anna Schiöth, líklega um 1885.

Tæknilega skýringin er sú að ljósmyndavélar voru við upphaf tækninnar á fjórða og fimmta áratug 19. aldar þannig úr garði gerðar að það gat tekið nokkrar mínútur fyrir ljós að búa til myndina á efnasambandið sem var innan í vélunum. Ljósmyndun á hlutum sem voru ekki á hreyfingu var auðveld, en þegar kom að ljósmyndun á fólki, gat minnsta hreyfing valdið því að útlínur þeirra eða svipbrigði urðu óskýr. Stúdíóljósmyndun á 19. öld er kannski besta dæmið um þá tækni sem ljósmyndarar beittu til að fá fólk til að vera alveg kyrrt á meðan á myndatökunni stóð. En fólk var látið sitja í stól, með hendur á borði og aftan við hausinn á fólkinu var grind til að halda því stöðugu.

Rannsóknar- og þróunarvinna Eadweard Muybridge (1830-1904) með ljósmyndatækni er gott dæmi um hvernig tekist var sérstaklega á við vandamál ljósmyndunar við að fanga hreyfingu. Til er skemmtileg saga héðan frá Íslandi af dönskum ljósmyndara, Friis, sem kom hingað til lands og tók hann myndir í Reykjavík. Presturinn og rithöfundurinn Sabine Baring-Gould (1834-1924) segir svo frá í Íslandsferðasögu sinni frá myndatökum Friis:

Ekki vildi ég segja að hann [Friis] væri með nokkru móti góður listamaður. Ég sá ljósmynd sem hann tók 1861 af herrunum Shepard og Holland, ásamt fararstjórum þeirra; þar sem einn í hópnum hafði hreyft augun, þurfti að mála þau á myndina. Þetta var gert með smáræði af brúnni og hvítri málningu, alveg eins og vera ber. En það furðulega í málinu var að þegar komið var fram á mitt sumar 1862, voru allir hlutar myndarinnar horfnir nema þessi augu, sem höfðu ekki látið á sjá og störðu út úr hvítum fletinum.[1]

Þessi saga sýnir hvað ljósmyndarar gerðu til að bjarga sér fyrir horn ef myndirnar sýndu hreyfingu.

Tæknilegir annmarkar myndavéla breyttust mikið með tilkomu blautplötutækni Frederick Scott Archer (1813-1857) og ekki síst með Brownie-kassamyndavélinni frá Kodak árið 1900 en þá tók það skemmri tíma fyrir vélarnar að móta myndina á efnasambandið á glerplötunni eða filmunni í vélunum. Á sama tíma urðu ljósmyndavélar ódýrari og fleiri höfðu ráð á því að fjárfesta í myndavélum. Þrátt fyrir breytinguna virðist sem svo að stýring ljósmyndara á fólki sem þeir voru að mynda og hegðun fólks fyrir framan vélarnar breyttist ekki í sömu andrá og ný tækni kom til sögunnar.

Fræðimenn, eins og franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu (1930-2002), hafa bent á að ljósmyndarar og almenningur hafa mótaðar hugmyndir um það hvernig eigi að bera sig að við að taka ljósmyndir og hvernig á að hegða sér fyrir framan vélina. Þær hugmyndir mótast af félagslegum tengslum og menningu hvers samfélags og liggja til grundvallar þess hvernig ljósmyndatækni er notuð.[2] Stéttarleg staða fólks (sem er dæmi um félagsleg tengsl) var til að mynda ráðandi við upphaf ljósmyndunar um miðja 19. öld, það er hverjir það voru sem tóku myndir og hverjir það voru sem létu taka af sér myndir. Hinir efnameiri höfðu ráð á því að kaupa dýran ljósmyndabúnað og þeir sem létu mynda sig voru úr efri stéttum samfélagsins.

Málverk eftir Arngrím Gíslason „málara.“ Fræðimenn hafa fjallað um tengsl ljósmyndunar og hefða í myndlist. Þeir hafa bent á að hugmyndir manna um það hvernig ætti að mynda fólk og hvernig fólk ætti að hegða sér fyrir framan vélina hafi tekið mið af aldalangri hefð teiknara og málara, þar sem fyrirmyndirnar voru yfirleitt sýndar með samanhertan munninn og þar með „alvarleg“.

Spurningin um það hvort að bros fólks á ljósmyndum hafi áður verið talið vott um andlega skerðingu er áhugaverð, en á sama tíma erfitt að svara. Upplýsingar um viðhorf þeirra sem létu taka af sér ljósmyndir hér áður fyrr eru því miður af skornum skammti þegar kemur að orðum fólks sjálfs. Heimildirnar sem öllu jafnan er hægt er að moða úr til að svara spurningunni eru ljósmyndirnar sjálfar og notkun fólks á þeim.

Vitað er að fólk brosti almennt ekki á myndum en á sama tíma var einnig algengt að fólk sem var myndað væri alla jafnan uppáklætt í sparifötum. Þeir sem létu mynda sig voru úr efri lögum samfélagsins. Fólki var einnig stillt upp fyrir framan bakgrunn, sem oft var með myndum sem vísuðu til hugmynda um hástig í siðferðilegum og menningarlegum efnum eins og grískum súlum. Ljósmyndirnar voru einnig rammaðar inn á bak við gler og þeim stillt upp í híbýlum fólks á áberandi stöðum til sýnis öðrum. Slík greining hefur gefið fræðimönnum tilefni til að draga ályktanir eins og þær að það að fara til ljósmyndara var „alvarleg“ hegðun, en verið var að búa til minningu sem átti að endast og um leið gefa ákveðna og „góða“ mynd af viðkomandi.

Kennslustund um aðferðafræði Alphonse Bertillon í Frakklandi árið 1911.

Fræðimenn hafa bent á að fljótlega eftir að ljósmyndatæknin kom til sögunnar hafi bæði fræðimenn sem stunduðu kynþáttarannsóknir og lögregla tekið tæknina upp á sína arma og notað ljósmyndir sem sönnunargögn. Kynþáttarannsóknir á 19. öldinni gerðu því skóna að það væri samband á milli líkamslegs útlits fólks og andlegrar innrætingar. Lögregla bæði í Evrópu og Bandaríkjunum sá mjög fljótlega nytsemi tækninnar við að fást við lausn á sakamálum og að elta uppi glæpamenn.

Mathew Brady (1822-1896) ljósmyndaði fanga í Blackwell Island-fangelsinu í Bandaríkjunum árið 1846 og aðhylltist kenningar Marmaduke Sampson um beint samband milli líkamlegs útlits og persónuleika. Í Frakklandi þróaði Alphonse Bertillon (1853-1914) aðferðafræði við myndatökur á vettvangi glæpa og ljósmyndatökur af sakamönnum á áttunda áratug 19. aldar, og hafði sú vinna mikil áhrif við að staðla myndatökur lögreglu.[3] Fangamyndir Brady frá Blackwell Island-fangelsinu og sakamannamyndir Bertillon áttu að sýna einstaklinginn á „hlutlausan“ hátt, þar sem merki um hvers konar tilfinningar eins og bros voru talin óæskileg frávik.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Inga Lára Baldvinsdóttir. 2001. Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945. Reykjavík: JPV Útgáfa og Þjóðminjasafn Íslands. Bls. 20.
  2. ^ Bourdieu, Pierre. 1990. Photography: A Middle-brow Art. Cambridge: Polity Press.
  3. ^ Phillips, Sandra S., Haworth-Booth, Mark og Squiers, Carol. 1997. Police Pictures: The Photograph as Evidence. San Francisco: San Francisco Museum of Modern Art. Sjá einnig Sigurjón Baldur Hafsteinsson. 1996. „Ljósmyndun sakamanna.“ Samfélagstíðindi, 16: 123-137.
  4. ^ Marable, Darwin. 2013. „Photography and human behaviour in the nineteenth century.“ History of Photography, 9(2):141-147.

Myndir:

Höfundur

Sigurjón Baldur Hafsteinsson

prófessor í félags- og mannvísindadeild við HÍ

Útgáfudagur

21.9.2017

Spyrjandi

Helgi Sigfússon

Tilvísun

Sigurjón Baldur Hafsteinsson. „Af hverju var fólk alltaf svo alvörugefið á gömlum ljósmyndum?“ Vísindavefurinn, 21. september 2017. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74223.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson. (2017, 21. september). Af hverju var fólk alltaf svo alvörugefið á gömlum ljósmyndum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74223

Sigurjón Baldur Hafsteinsson. „Af hverju var fólk alltaf svo alvörugefið á gömlum ljósmyndum?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2017. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74223>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju var fólk alltaf svo alvörugefið á gömlum ljósmyndum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Af hverju sýna ljósmyndir fólk fyrir rúmlega einni öld það alltaf svo alvörugefið? Hef heyrt að það hafi verið vegna þess að ljósop myndavéla var lengi opið og gat því mynd verið óskýr ef ekki var hægt að vera með einn svip - og þá var auðveldast að brosa ekki. Aðrir segja að fólk hafi verið svo þvingað og undirokað, að það gat einfaldlega ekki brosað - auk þess að brosandi manneskja var merki um fávita á myndinni.

Þetta er mjög góð spurning sem margir hafa velt fyrir sér, ekki síst nú á tímum, þar sem ljósmyndir sýna mun fleiri svipbrigði fólks en áður. Spurningin kemur inn á tvær mjög algengar skýringar á þessu, annars vegar tæknilega skýringu og hins vegar félags- og menningarlega.

Ljósmyndavélar voru við upphaf tækninnar á fjórða og fimmta áratug 19. aldar þannig úr garði gerðar að það gat tekið nokkrar mínútur fyrir ljós að búa til myndina á efnasambandið sem var innan í vélunum. Myndin er af Arngrími Gíslasyni „málara“ og Þórunni Hjörleifsdóttur. Myndina tók Anna Schiöth, líklega um 1885.

Tæknilega skýringin er sú að ljósmyndavélar voru við upphaf tækninnar á fjórða og fimmta áratug 19. aldar þannig úr garði gerðar að það gat tekið nokkrar mínútur fyrir ljós að búa til myndina á efnasambandið sem var innan í vélunum. Ljósmyndun á hlutum sem voru ekki á hreyfingu var auðveld, en þegar kom að ljósmyndun á fólki, gat minnsta hreyfing valdið því að útlínur þeirra eða svipbrigði urðu óskýr. Stúdíóljósmyndun á 19. öld er kannski besta dæmið um þá tækni sem ljósmyndarar beittu til að fá fólk til að vera alveg kyrrt á meðan á myndatökunni stóð. En fólk var látið sitja í stól, með hendur á borði og aftan við hausinn á fólkinu var grind til að halda því stöðugu.

Rannsóknar- og þróunarvinna Eadweard Muybridge (1830-1904) með ljósmyndatækni er gott dæmi um hvernig tekist var sérstaklega á við vandamál ljósmyndunar við að fanga hreyfingu. Til er skemmtileg saga héðan frá Íslandi af dönskum ljósmyndara, Friis, sem kom hingað til lands og tók hann myndir í Reykjavík. Presturinn og rithöfundurinn Sabine Baring-Gould (1834-1924) segir svo frá í Íslandsferðasögu sinni frá myndatökum Friis:

Ekki vildi ég segja að hann [Friis] væri með nokkru móti góður listamaður. Ég sá ljósmynd sem hann tók 1861 af herrunum Shepard og Holland, ásamt fararstjórum þeirra; þar sem einn í hópnum hafði hreyft augun, þurfti að mála þau á myndina. Þetta var gert með smáræði af brúnni og hvítri málningu, alveg eins og vera ber. En það furðulega í málinu var að þegar komið var fram á mitt sumar 1862, voru allir hlutar myndarinnar horfnir nema þessi augu, sem höfðu ekki látið á sjá og störðu út úr hvítum fletinum.[1]

Þessi saga sýnir hvað ljósmyndarar gerðu til að bjarga sér fyrir horn ef myndirnar sýndu hreyfingu.

Tæknilegir annmarkar myndavéla breyttust mikið með tilkomu blautplötutækni Frederick Scott Archer (1813-1857) og ekki síst með Brownie-kassamyndavélinni frá Kodak árið 1900 en þá tók það skemmri tíma fyrir vélarnar að móta myndina á efnasambandið á glerplötunni eða filmunni í vélunum. Á sama tíma urðu ljósmyndavélar ódýrari og fleiri höfðu ráð á því að fjárfesta í myndavélum. Þrátt fyrir breytinguna virðist sem svo að stýring ljósmyndara á fólki sem þeir voru að mynda og hegðun fólks fyrir framan vélarnar breyttist ekki í sömu andrá og ný tækni kom til sögunnar.

Fræðimenn, eins og franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu (1930-2002), hafa bent á að ljósmyndarar og almenningur hafa mótaðar hugmyndir um það hvernig eigi að bera sig að við að taka ljósmyndir og hvernig á að hegða sér fyrir framan vélina. Þær hugmyndir mótast af félagslegum tengslum og menningu hvers samfélags og liggja til grundvallar þess hvernig ljósmyndatækni er notuð.[2] Stéttarleg staða fólks (sem er dæmi um félagsleg tengsl) var til að mynda ráðandi við upphaf ljósmyndunar um miðja 19. öld, það er hverjir það voru sem tóku myndir og hverjir það voru sem létu taka af sér myndir. Hinir efnameiri höfðu ráð á því að kaupa dýran ljósmyndabúnað og þeir sem létu mynda sig voru úr efri stéttum samfélagsins.

Málverk eftir Arngrím Gíslason „málara.“ Fræðimenn hafa fjallað um tengsl ljósmyndunar og hefða í myndlist. Þeir hafa bent á að hugmyndir manna um það hvernig ætti að mynda fólk og hvernig fólk ætti að hegða sér fyrir framan vélina hafi tekið mið af aldalangri hefð teiknara og málara, þar sem fyrirmyndirnar voru yfirleitt sýndar með samanhertan munninn og þar með „alvarleg“.

Spurningin um það hvort að bros fólks á ljósmyndum hafi áður verið talið vott um andlega skerðingu er áhugaverð, en á sama tíma erfitt að svara. Upplýsingar um viðhorf þeirra sem létu taka af sér ljósmyndir hér áður fyrr eru því miður af skornum skammti þegar kemur að orðum fólks sjálfs. Heimildirnar sem öllu jafnan er hægt er að moða úr til að svara spurningunni eru ljósmyndirnar sjálfar og notkun fólks á þeim.

Vitað er að fólk brosti almennt ekki á myndum en á sama tíma var einnig algengt að fólk sem var myndað væri alla jafnan uppáklætt í sparifötum. Þeir sem létu mynda sig voru úr efri lögum samfélagsins. Fólki var einnig stillt upp fyrir framan bakgrunn, sem oft var með myndum sem vísuðu til hugmynda um hástig í siðferðilegum og menningarlegum efnum eins og grískum súlum. Ljósmyndirnar voru einnig rammaðar inn á bak við gler og þeim stillt upp í híbýlum fólks á áberandi stöðum til sýnis öðrum. Slík greining hefur gefið fræðimönnum tilefni til að draga ályktanir eins og þær að það að fara til ljósmyndara var „alvarleg“ hegðun, en verið var að búa til minningu sem átti að endast og um leið gefa ákveðna og „góða“ mynd af viðkomandi.

Kennslustund um aðferðafræði Alphonse Bertillon í Frakklandi árið 1911.

Fræðimenn hafa bent á að fljótlega eftir að ljósmyndatæknin kom til sögunnar hafi bæði fræðimenn sem stunduðu kynþáttarannsóknir og lögregla tekið tæknina upp á sína arma og notað ljósmyndir sem sönnunargögn. Kynþáttarannsóknir á 19. öldinni gerðu því skóna að það væri samband á milli líkamslegs útlits fólks og andlegrar innrætingar. Lögregla bæði í Evrópu og Bandaríkjunum sá mjög fljótlega nytsemi tækninnar við að fást við lausn á sakamálum og að elta uppi glæpamenn.

Mathew Brady (1822-1896) ljósmyndaði fanga í Blackwell Island-fangelsinu í Bandaríkjunum árið 1846 og aðhylltist kenningar Marmaduke Sampson um beint samband milli líkamlegs útlits og persónuleika. Í Frakklandi þróaði Alphonse Bertillon (1853-1914) aðferðafræði við myndatökur á vettvangi glæpa og ljósmyndatökur af sakamönnum á áttunda áratug 19. aldar, og hafði sú vinna mikil áhrif við að staðla myndatökur lögreglu.[3] Fangamyndir Brady frá Blackwell Island-fangelsinu og sakamannamyndir Bertillon áttu að sýna einstaklinginn á „hlutlausan“ hátt, þar sem merki um hvers konar tilfinningar eins og bros voru talin óæskileg frávik.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Inga Lára Baldvinsdóttir. 2001. Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945. Reykjavík: JPV Útgáfa og Þjóðminjasafn Íslands. Bls. 20.
  2. ^ Bourdieu, Pierre. 1990. Photography: A Middle-brow Art. Cambridge: Polity Press.
  3. ^ Phillips, Sandra S., Haworth-Booth, Mark og Squiers, Carol. 1997. Police Pictures: The Photograph as Evidence. San Francisco: San Francisco Museum of Modern Art. Sjá einnig Sigurjón Baldur Hafsteinsson. 1996. „Ljósmyndun sakamanna.“ Samfélagstíðindi, 16: 123-137.
  4. ^ Marable, Darwin. 2013. „Photography and human behaviour in the nineteenth century.“ History of Photography, 9(2):141-147.

Myndir:

...