Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?

Rauð augu á ljósmyndum stafa af því að leifturljós („flass“) myndavélarinnar endurspeglast frá augnbotninum.

Við sjáum hluti þegar ljósið frá þeim berst augnbotnum okkar þar sem sérhæfðar frumur nema það og senda viðeigandi taugaboð upp í heila. Þessar frumur, sem nefnast keilur og stafir, eru viðkvæmar og þess vegna stjórna augun því ljósmagni sem berst þeim með því að draga saman ljósopin í birtu og stækka þau í dimmu. Þetta er auðvelt að sjá með því að standa fyrir framan spegil í myrkvuðu herbergi. Þegar ljósið er kveikt má sjá að ljósopin dragast snögglega saman og koma þannig í veg fyrir að of mikið ljós lendi á hinum ljósnæmu og viðkvæmu frumum.Þegar við tökum ljósmynd af einstaklingi í rökkri eru ljósop hans vel opin. Sterkt leifturljósið lendir á rauðum augnbotninum og það er endurkast frá honum sem veldur því augun virðast rauð.

Til að koma í veg fyrir að þetta gerist eru margar myndavélar þannig útbúnar að leifturljósið blikkar nokkrum sinnum áður en myndin er tekin. Það veldur því að ljósopin dragast saman og því eru minni líkur á að ljósið nái að endurkastast af augnbotninum.

Mynd:

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Óskar Valdórsson, f. 1983

Höfundur

læknanemi við HÍ

Tilvísun

TÞ. „Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=414.

TÞ. (2000, 13. maí). Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=414

TÞ. „Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=414>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jón Gunnar Bernburg

1973

Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns Gunnars spanna fjölmörg svið félagsfræðinnar. Núverandi rannsóknarefni hans eru fjöldamótmæli í samtímanum, en hann hefur einnig fengist við rannsóknir sem tengjast vandamálum ungmenna og afbrotum, svo dæmi séu tekin.