Sólin Sólin Rís 05:47 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:52 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:11 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík

Gaus Katla árin 1955, 1999 og 2011? Hvað skýrir skiptar skoðanir manna um það?

Sigurður Steinþórsson

Sennilega er skýringin sú, að í þessi þrjú skipti komu fram sum eða öll þau tákn sem mælanleg eru á undan Kötlugosum og samtíma þeim: (1) jarðhræringar, (2) vöxtur og jafnvel hlaup í ám sem undan Mýrdalsjökli falla – Fúlalæk, Múlakvísl eða Markarfljóti eftir því hvar í Kötlu-öskjunni eldvirknin er, (3) aukin rafleiðni í einhverri þessara áa af völdum gosrænna efna, og jafnvel óvenjuleg jöklafýla (brennisteinslykt), og (4) hugsanlega staðbundin sig (katlar) í öskjunni til marks um jarðhitavirkni – nefnilega „reykur án eldsins sjálfs“, allt annað en sýnilegt eldgos. Öll gátu þessi tákn samrýmst því að lítið eldgos hefði orðið undir jöklinum, of smátt til að bræða sig upp gegnum ísinn.

Mýrdalsjökull, undir honum liggur Katla. Síðasta gos sem náði að bræða sig í gegnum jökulinn var 1918.

Auk alls þessa hafa menn af sögulegum ástæðum búist við Kötlugosi í að minnsta kosti 70 ár. Þegar liðið var fram yfir 20. öldina minntust menn þess að undanfarin 400 ár hafði Katla gosið tvisvar á öld, með lengra goshléi á undan fyrra gosi hverrar aldar en hins síðara:

Tafla 1: Kötlugos síðustu 5 alda, með goshlé á undan hverju gosi.

Öld
Fyrra gos
(undanfarandi goshlé)
Síðara gos
(undanfarandi goshlé)
16. öld
1500
(50)
1580
(30)
17. öld
1625
(45)
1660
(35)
18. öld
1721
(61)
1755
(34)
19. öld
1823
(68)
1860
(37)
20. öld
1918
(58)
?
(?)

Samkvæmt töflunni mæltu söguleg rök með því að síðara gosi 20. aldar mætti vænta 30–40 árum eftir 1918, það er frá 1948 til 1958 – og hví þá ekki 1955? Allt um það virðist ljóst að Katla hefur breytt goshegðun sinni frá hætti fjögurra fyrri alda.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

13.3.2023

Spyrjandi

Björn Gústav Jónsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Gaus Katla árin 1955, 1999 og 2011? Hvað skýrir skiptar skoðanir manna um það?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2023. Sótt 17. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83516.

Sigurður Steinþórsson. (2023, 13. mars). Gaus Katla árin 1955, 1999 og 2011? Hvað skýrir skiptar skoðanir manna um það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83516

Sigurður Steinþórsson. „Gaus Katla árin 1955, 1999 og 2011? Hvað skýrir skiptar skoðanir manna um það?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2023. Vefsíða. 17. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83516>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gaus Katla árin 1955, 1999 og 2011? Hvað skýrir skiptar skoðanir manna um það?
Sennilega er skýringin sú, að í þessi þrjú skipti komu fram sum eða öll þau tákn sem mælanleg eru á undan Kötlugosum og samtíma þeim: (1) jarðhræringar, (2) vöxtur og jafnvel hlaup í ám sem undan Mýrdalsjökli falla – Fúlalæk, Múlakvísl eða Markarfljóti eftir því hvar í Kötlu-öskjunni eldvirknin er, (3) aukin rafleiðni í einhverri þessara áa af völdum gosrænna efna, og jafnvel óvenjuleg jöklafýla (brennisteinslykt), og (4) hugsanlega staðbundin sig (katlar) í öskjunni til marks um jarðhitavirkni – nefnilega „reykur án eldsins sjálfs“, allt annað en sýnilegt eldgos. Öll gátu þessi tákn samrýmst því að lítið eldgos hefði orðið undir jöklinum, of smátt til að bræða sig upp gegnum ísinn.

Mýrdalsjökull, undir honum liggur Katla. Síðasta gos sem náði að bræða sig í gegnum jökulinn var 1918.

Auk alls þessa hafa menn af sögulegum ástæðum búist við Kötlugosi í að minnsta kosti 70 ár. Þegar liðið var fram yfir 20. öldina minntust menn þess að undanfarin 400 ár hafði Katla gosið tvisvar á öld, með lengra goshléi á undan fyrra gosi hverrar aldar en hins síðara:

Tafla 1: Kötlugos síðustu 5 alda, með goshlé á undan hverju gosi.

Öld
Fyrra gos
(undanfarandi goshlé)
Síðara gos
(undanfarandi goshlé)
16. öld
1500
(50)
1580
(30)
17. öld
1625
(45)
1660
(35)
18. öld
1721
(61)
1755
(34)
19. öld
1823
(68)
1860
(37)
20. öld
1918
(58)
?
(?)

Samkvæmt töflunni mæltu söguleg rök með því að síðara gosi 20. aldar mætti vænta 30–40 árum eftir 1918, það er frá 1948 til 1958 – og hví þá ekki 1955? Allt um það virðist ljóst að Katla hefur breytt goshegðun sinni frá hætti fjögurra fyrri alda.

Mynd:...