Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna komu fyrstu landnámsmennirnir til Íslands?

JGÞ

Á Vísindavefnum er til ýtarlegt svar við spurningunni Hverjar eru helstu ástæður landnáms? Þar fjallar Orri Vésteinsson almennt um það af hverju fólk nemur land. Í svarinu er gerður gagnlegur greinarmunur á þeim sem fá hugmyndina og skipuleggja landnám og þeim sem framkvæma það, það er flytja til hins nýja lands.

Stundum er þetta sama fólkið en algengara er að svo sé ekki. Orri bendir á að auðveldara sé að átta sig á ástæðum þeirra sem skipuleggja landnámið en hinna sem framkvæma það. Nokkrar ástæður skipuleggjendanna eru tilgreindar, meðal annars einföld gróðavon, til að mynda þegar einhver sér tækifæri til að græða á auðlindum nýrra landa og stjórnarstefna, þegar yfirvöld sjá tækifæri til að leysa vandamál heima fyrir með því að flytja fólk á nýjan stað.

Málverk norska málarans Oscar Wergeland (1844-1910) af landnámsmönnum að taka land á Íslandi árið 872. Myndin er fyrst og fremst vitnisburðurður um hugmyndir málarans og samtímamanna hans um þá sem námu Ísland..

Um þá sem námu land á Íslandi og hvaða ástæður lágu þar að baki hefur Orri þetta að segja:

Mjög erfitt er að festa hendur á hvað því fólki gekk til og hvort það var fólk sem kom hingað út á eigin forsendum – eins og höfundar Landnámabókar ímynduðu sér – eða hvort það var gert út af einhverjum skipuleggjendum. Líklegt er að slíkar tilraunir hafi að minnsta kosti þurft bakhjarla, einhverja sem lögðu til skip og búnað og studdu við fyrirtækið til dæmis með því að safna þátttakendum í leiðangurinn. Vel er hugsanlegt að þeir þátttakendur hafi ekki allir farið sjálfviljugir – að sumir hafi verið þrælar og aðrir hafi verið skuldbundið fólk sem hafði ekki raunverulegt val. Bakhjarlarnir hafa séð sér hag – líklega fremur pólitískan en fjárhagslegan – í því að stofna til landnáms. Það hefur getað styrkt stöðu þeirra í valdabaráttu þar sem þeir voru – hvort sem það var í Skandinavíu eða byggðum norrænna manna á Bretlandseyjum. [...] Með slíkum rökum má reyna að skýra ástæður þeirra sem lögðu til tæki, búnað og mannafla, og með sama hætti má leggja til að þeir landnemar sem komu til Íslands af sjálfsdáðum hafi verið fólk sem taldi sig ekki njóta sama ávinnings af uppgangi víkingaaldar og aðrir.

Við hvetjum lesendur sem vilja fræðast meira um efnið að kynna sér svar Orra í heild sinni.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.8.2022

Spyrjandi

Sóldís Malla

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna komu fyrstu landnámsmennirnir til Íslands?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2022, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83965.

JGÞ. (2022, 31. ágúst). Hvers vegna komu fyrstu landnámsmennirnir til Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83965

JGÞ. „Hvers vegna komu fyrstu landnámsmennirnir til Íslands?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2022. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83965>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna komu fyrstu landnámsmennirnir til Íslands?
Á Vísindavefnum er til ýtarlegt svar við spurningunni Hverjar eru helstu ástæður landnáms? Þar fjallar Orri Vésteinsson almennt um það af hverju fólk nemur land. Í svarinu er gerður gagnlegur greinarmunur á þeim sem fá hugmyndina og skipuleggja landnám og þeim sem framkvæma það, það er flytja til hins nýja lands.

Stundum er þetta sama fólkið en algengara er að svo sé ekki. Orri bendir á að auðveldara sé að átta sig á ástæðum þeirra sem skipuleggja landnámið en hinna sem framkvæma það. Nokkrar ástæður skipuleggjendanna eru tilgreindar, meðal annars einföld gróðavon, til að mynda þegar einhver sér tækifæri til að græða á auðlindum nýrra landa og stjórnarstefna, þegar yfirvöld sjá tækifæri til að leysa vandamál heima fyrir með því að flytja fólk á nýjan stað.

Málverk norska málarans Oscar Wergeland (1844-1910) af landnámsmönnum að taka land á Íslandi árið 872. Myndin er fyrst og fremst vitnisburðurður um hugmyndir málarans og samtímamanna hans um þá sem námu Ísland..

Um þá sem námu land á Íslandi og hvaða ástæður lágu þar að baki hefur Orri þetta að segja:

Mjög erfitt er að festa hendur á hvað því fólki gekk til og hvort það var fólk sem kom hingað út á eigin forsendum – eins og höfundar Landnámabókar ímynduðu sér – eða hvort það var gert út af einhverjum skipuleggjendum. Líklegt er að slíkar tilraunir hafi að minnsta kosti þurft bakhjarla, einhverja sem lögðu til skip og búnað og studdu við fyrirtækið til dæmis með því að safna þátttakendum í leiðangurinn. Vel er hugsanlegt að þeir þátttakendur hafi ekki allir farið sjálfviljugir – að sumir hafi verið þrælar og aðrir hafi verið skuldbundið fólk sem hafði ekki raunverulegt val. Bakhjarlarnir hafa séð sér hag – líklega fremur pólitískan en fjárhagslegan – í því að stofna til landnáms. Það hefur getað styrkt stöðu þeirra í valdabaráttu þar sem þeir voru – hvort sem það var í Skandinavíu eða byggðum norrænna manna á Bretlandseyjum. [...] Með slíkum rökum má reyna að skýra ástæður þeirra sem lögðu til tæki, búnað og mannafla, og með sama hætti má leggja til að þeir landnemar sem komu til Íslands af sjálfsdáðum hafi verið fólk sem taldi sig ekki njóta sama ávinnings af uppgangi víkingaaldar og aðrir.

Við hvetjum lesendur sem vilja fræðast meira um efnið að kynna sér svar Orra í heild sinni.

Mynd:...