Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvernig komst Adolf Hitler til valda?

G. Jökull Gíslason

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað varð til þess að Hitler komst til valda?

Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari.

Nánast allir einræðisherrar hafa komist til valda eftir óvissutíma og ringulreið. Í slíkum aðstæðum leitar almenningur eftir sterkum leiðtoga sem kynnir skýrar og einfaldar lausnir, hvort sem þær eru framkvæmanlegar eða ekki, lausnir sem oft byggja á fordómum og kynþáttahatri til að upphefja sína fylgismenn og beina reiði annað.

Ástandið í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina var ekki gott, hvorki efnahagslega né pólitískt. Þjóðverjum þótti Versalasamningurinn ósanngjarn, en hann svipti þá meðal annars landsvæðum og gerði þeim að greiða himinháar stríðsskaðabætur. Þetta kynnti undir óróleika í samfélaginu en ekki síður undir óðaverðbólgu og gegndarlausa seðlaprentun. Um skeið var fólk farið að flytja peninga í hjólbörum. Engu að síður tókst Þýskalandi að rétta úr kútnum og ná sér á strik þegar kom fram á miðjan 3. áratuginn. Ástandið snarversnaði hins vegar þegar kreppan mikla skall á með fullum þunga og í byrjun 4. áratugarins var atvinnuleysi í Þýskalandi komið upp í 30% og iðnaðarframleiðsla dróst saman um nærri helming.

Ástandið í Þýskalandi í upphafi 4. áratugar 20. aldar var erfitt. Hér má sjá fátækt fólk í Berlín þiggja matargjöf 1931.

Í þessu efnahagsástandi var neyð almennings mikil og hreyfingar lengst til hægri og vinstri juku við fylgi sitt þegar fólk leitaði eftir nýrri leiðsögn. Margir valdamenn óttuðust uppgang kommúnista og litu á hægri öflin sem skárri kost.

Adolf Hitler hafði orðið þekktur í Þýskalandi fyrir misheppnaða tilraun til valdaráns í München 8.-9. nóvember 1923 og var fangelsaður fyrir. Réttarhöldin voru mikið fréttaefni og ýmsir stóðu með hinum unga hugsjónamanni. Í fangelsi samdi hann bókina Mein Kampf (Barátta mín). Bókin náði vinsældum en þar gagnrýndi hann Versalasamninginn, gyðinga, alheims-kapítalisma og kommúnista. Framtíðarsýn hans byggði á þjóðerniskennd og sterku ríki Stór-Þýskalands. Þessi hugmyndafræði féll í frjóan jarðveg hjá almenningi sem vildi umfram allt stöðugleika, vinnu, mat og húsnæði í þeim erfiðu aðstæðum sem sköpuðust í heimskreppunni. Enda fór svo að í kosningum til þings 1930 fékk nasistaflokkurinn tæplega 18% atkvæða en hafði aðeins fengið innan við 3% tveimur árum áður.

Nasistaflokkurinn hélt áfram að safna að sér fylgjendum og styrkja stöðu sína. Í byrjun árs 1932 bauð Hitler sig fram til forseta á móti sitjandi forseta, hinum 84 ára Hindenburg, sem ákvað að gefa kost á sér áfram. Hitler notaði kosningabaráttu sína vel, kom fram á fjöldafundum og hreif með sér fjölda fólks með ræðumennsku og persónutöfrum. Fyrir marga var hér kominn hinn sterki leiðtogi sem myndi gera Þýskaland að öflugu ríki á ný. Svo fór að hvorki Hitler né Hindenburg náðu 50% atkvæða í fyrstu umferð. Í annarri lotu var kosið á milli þeirra tveggja og fékk Hindenburg 53% atkvæða en Hitler 37%. Þrátt fyrir þetta tap var Hitler, ásamst nasistaflokki sínum, kominn á kortið sem áhrifavaldar í þýskum stjórnmálum.

Í þingkosningum sumarið 1932 fékk nasistaflokkurinn 37% atkvæða og var þar með orðinn stærsti flokkurinn á þýska þinginu. Ekki náðist að mynda stjórnarmeirihluta og boðað var til nýrra kosninga í nóvember sama ár. Þær kosningar skiluðu nasistum 33% atkvæða. Áfram ríkti þó hálfgerð stjórnarkreppa sem leystist ekki fyrr en nokkrum áhrifamönnum, þó fyrst og fremst Franz von Papen, framamanni í Miðflokknum og kanslara í nokkra mánuði 1932, tókst að sannfæra Hindenburg forseta um að tilnefna Hitler sem kanslara, embætti sem Hitler var mikið í mun að fá. Nasistaflokkurinn hafði næstum þriðjung atkvæða að baki sér og því var erfitt að mynda stjórn án hans. Hindenburg hafði áður þráast við en eftir tvennar mislukkaðar kosningar þar sem ekki hafði náðist að mynda stjórn tilnefndi hann Hitler sem kanslara þann 30. janúar 1933.

„Erst Essen dann Miete“ eða 'matur á undan leigu'. Mynd úr fátækrahverfi Berlínar 1932. Fánar nasista og kommúnista hlið við hlið. Þó hreyfingarnar væru algjörar andstæður þá höfðuðu þær til sömu hópa, fólks sem hafði verið illa leikið af ástandinu.

Fyrir Papen og Hugenberg, leiðtoga Þjóðarflokksins, voru efnahagsmálin aðalatriðið í stjórnmálum Þýskalands. Hitler og flokkur hans lögðu hins vegar mikla áherslu á að fá innanríkisráðuneyti Þýskalands og Prússlands. Hindenburg og Papen samþykktu það enda heyrði löggæsla undir sambandsríkin en ekki landsstjórnina og embættin því veigalítil að þeirra mati. Papen og Hugenberg fengu fjármálaráðuneytið, atvinnuráðuneytið og önnur ráðuneyti sem þeir töldu mikilvægari.

Það kom þó fljótt á daginn að ekki var auðvelt að hafa hemil á Hitler. Aðfararnótt 27. febrúar 1933 var kveikt í Ríkisþinghúsinu í Berlín og kommúnistum kennt um. Í kjölfarið setti Hindenburg forseti, að áeggjan Hitlers, neyðarlög sem felldu úr gildi ýmis borgaraleg réttindi og gerði fangelsun án undangengins dóms mögulega. Með þessum lögum fengu Hitler og innanríkisráðherrar nasista umtalsverð völd.

Vegna örðugleika með samstarfsflokka fékk Hitler forsetann til að boða til nýrra kosninga og voru þær haldnar 5. mars 1933. Þar fékk nasistaflokkurinn næstum 44% fylgi og var því kominn í mjög sterka stöðu. Strax eftir kosningar keyrði Hitler í gegn lög sem gerðu ráðuneytum hans kleift að setja lög utan þings í fjögur ár (þ. Ermächtigungsgesetz eða Gesetz zur Behebung der Not von Volk und Reich, sem mætti þýða sem „Lög til að draga úr þjáningum fólks og ríkis”). Þetta var breyting á stjórnarskránni og til að koma slíku í gegn þurfti tvo þriðju hluta atkvæða þingsins. Það tókst með því að handtaka 81 þingmann kommúnista, í skjóli laganna sem sett höfðu verið eftir brunann í þinghúsinu og enn fremur með því koma í veg fyrir að þingmenn úr röðum sósíaldemókrata kæmust til að greiða atkvæði. Þar með var Hitler með öllu óháður þinginu. Í framhaldi hertu nasistar völd sín, stofnuðu ráðuneyti til almennrar uppfræðslu og áróðurs (þ. Reichsministerium für Volksaufklärung und Propaganda) og skömmu síðar öryggislögregluna Gestapo (þ. Geheime Staatspolizei).

Hitler og nasistar voru mjög framarlega í persónudýrkun, notkun á táknum og hughrifum. Útifundir þeirra voru sjónarspil krafts og reglu.

Nú voru nasistar í ráðandi stöðu. Þeir bönnuðu stjórnmálaflokka, verkalýðshreyfingar og önnur stjórnmálaöfl og hófu ofsóknir gegn gyðingum og öðrum sem þeir töldu óæskilega. Fyrstu fangabúðirnar voru stofnaðar og voru fyrst og fremst hugsaðar fyrir pólitíska óvini ríkisstjórnarinnar en það átti eftir að breytast til hins verra.

Nánast enginn utan nasistaflokksins hafði lengur völd en Hitler vildi líka losna við mögulega andstæðinga sína innan flokksins. Frá miðnætti 30. júní 1934 til 2. júlí réðust SS-sveitir flokksins og Gestapo til atlögu gegn fjölmörgum meðlimum í SA-sveitunum (Brúnstökkum) og ruddu þeim úr vegi. Þeirra á meðal var Ernst Röhm leiðtogi SA sem í eina tíð hafði verið bandamaður Hitlers. Þetta voru morð fyrir allra augum og aðgerðin var kölluð nótt hinna löngu hnífa. Nasistar sögðu að með þessu hefðu þeir verið að kveða niður hinn róttæka hluta flokksins. Þeir reyndu varla að réttlæta morðin og enginn hreyfði við mótmælum.

Lokahnykkurinn í algjörri valdatöku var síðan andlát Hindenburg forseta 2. ágúst 1934. Á innan við sólahring eftir dauða hans var búið að setja lög þar sem forsetaembættið var lagt niður og Hitler gerður að Foringja og ríkiskanslara. Hermönnum var á sama tíma skipað að sverja Hitler persónulegan hollustueið. Tæpum þremur vikum síðar var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla sem staðfesti þessa tilhögun í æðsta embætti þjóðarinnar, 38,4 milljónir sögðu já við tillögunni en 4,3 milljónir sögðu nei. Kosningarþátttaka var 95%.

Upplausn og óvissa sköpuðu jarðveginn þar sem þessi atburðarás gat átt sér stað og Hitler og nasistar gátu höfðað til almennings sem flokkur með lausn, sem myndi upphefja Þýskaland. Á því stutta tímabili sem leið frá því að kosningar voru haldnar í nóvember 1932 og þar til Hindenburg dó í ágúst 1934 hafði Þýskaland breyst úr því að vera lýðræðisríki yfir í einræðis- og alræðisríki. Valdataka hafði átt sér stað í gegn um nokkur atvik en lögin sem voru sett á eftir bruna ríkisþingsins réðu þar mestu. Við það varð Hitler og flokkur hans nær alvaldur. Næstu mánuðir fóru svo í að tryggja þessi völd í sessi og losna við alla hugsanlega keppinauta. Á sama tíma jókst velmegun í landinu og atvinnuleysi minnkaði þannig að margir töldu sig hafa fengið það sem hafði verið lofað. Þegar fólk áttaði sig á því hvernig var komið þá var of seint að spyrna við fótum.

Myndir:

Höfundur

G. Jökull Gíslason

rithöfundur og stundakennari hjá Endurmenntun HÍ

Útgáfudagur

26.9.2022

Spyrjandi

Hreinn Darri Guðlaugson, Magnea, Kristín Ýr, Heiða, Hjördís Bessadóttir, Þórdís Björnsdóttir, Kolbrún Elma Ágústsdóttir

Tilvísun

G. Jökull Gíslason. „Hvernig komst Adolf Hitler til valda?“ Vísindavefurinn, 26. september 2022. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84064.

G. Jökull Gíslason. (2022, 26. september). Hvernig komst Adolf Hitler til valda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84064

G. Jökull Gíslason. „Hvernig komst Adolf Hitler til valda?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2022. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84064>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig komst Adolf Hitler til valda?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað varð til þess að Hitler komst til valda?

Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari.

Nánast allir einræðisherrar hafa komist til valda eftir óvissutíma og ringulreið. Í slíkum aðstæðum leitar almenningur eftir sterkum leiðtoga sem kynnir skýrar og einfaldar lausnir, hvort sem þær eru framkvæmanlegar eða ekki, lausnir sem oft byggja á fordómum og kynþáttahatri til að upphefja sína fylgismenn og beina reiði annað.

Ástandið í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina var ekki gott, hvorki efnahagslega né pólitískt. Þjóðverjum þótti Versalasamningurinn ósanngjarn, en hann svipti þá meðal annars landsvæðum og gerði þeim að greiða himinháar stríðsskaðabætur. Þetta kynnti undir óróleika í samfélaginu en ekki síður undir óðaverðbólgu og gegndarlausa seðlaprentun. Um skeið var fólk farið að flytja peninga í hjólbörum. Engu að síður tókst Þýskalandi að rétta úr kútnum og ná sér á strik þegar kom fram á miðjan 3. áratuginn. Ástandið snarversnaði hins vegar þegar kreppan mikla skall á með fullum þunga og í byrjun 4. áratugarins var atvinnuleysi í Þýskalandi komið upp í 30% og iðnaðarframleiðsla dróst saman um nærri helming.

Ástandið í Þýskalandi í upphafi 4. áratugar 20. aldar var erfitt. Hér má sjá fátækt fólk í Berlín þiggja matargjöf 1931.

Í þessu efnahagsástandi var neyð almennings mikil og hreyfingar lengst til hægri og vinstri juku við fylgi sitt þegar fólk leitaði eftir nýrri leiðsögn. Margir valdamenn óttuðust uppgang kommúnista og litu á hægri öflin sem skárri kost.

Adolf Hitler hafði orðið þekktur í Þýskalandi fyrir misheppnaða tilraun til valdaráns í München 8.-9. nóvember 1923 og var fangelsaður fyrir. Réttarhöldin voru mikið fréttaefni og ýmsir stóðu með hinum unga hugsjónamanni. Í fangelsi samdi hann bókina Mein Kampf (Barátta mín). Bókin náði vinsældum en þar gagnrýndi hann Versalasamninginn, gyðinga, alheims-kapítalisma og kommúnista. Framtíðarsýn hans byggði á þjóðerniskennd og sterku ríki Stór-Þýskalands. Þessi hugmyndafræði féll í frjóan jarðveg hjá almenningi sem vildi umfram allt stöðugleika, vinnu, mat og húsnæði í þeim erfiðu aðstæðum sem sköpuðust í heimskreppunni. Enda fór svo að í kosningum til þings 1930 fékk nasistaflokkurinn tæplega 18% atkvæða en hafði aðeins fengið innan við 3% tveimur árum áður.

Nasistaflokkurinn hélt áfram að safna að sér fylgjendum og styrkja stöðu sína. Í byrjun árs 1932 bauð Hitler sig fram til forseta á móti sitjandi forseta, hinum 84 ára Hindenburg, sem ákvað að gefa kost á sér áfram. Hitler notaði kosningabaráttu sína vel, kom fram á fjöldafundum og hreif með sér fjölda fólks með ræðumennsku og persónutöfrum. Fyrir marga var hér kominn hinn sterki leiðtogi sem myndi gera Þýskaland að öflugu ríki á ný. Svo fór að hvorki Hitler né Hindenburg náðu 50% atkvæða í fyrstu umferð. Í annarri lotu var kosið á milli þeirra tveggja og fékk Hindenburg 53% atkvæða en Hitler 37%. Þrátt fyrir þetta tap var Hitler, ásamst nasistaflokki sínum, kominn á kortið sem áhrifavaldar í þýskum stjórnmálum.

Í þingkosningum sumarið 1932 fékk nasistaflokkurinn 37% atkvæða og var þar með orðinn stærsti flokkurinn á þýska þinginu. Ekki náðist að mynda stjórnarmeirihluta og boðað var til nýrra kosninga í nóvember sama ár. Þær kosningar skiluðu nasistum 33% atkvæða. Áfram ríkti þó hálfgerð stjórnarkreppa sem leystist ekki fyrr en nokkrum áhrifamönnum, þó fyrst og fremst Franz von Papen, framamanni í Miðflokknum og kanslara í nokkra mánuði 1932, tókst að sannfæra Hindenburg forseta um að tilnefna Hitler sem kanslara, embætti sem Hitler var mikið í mun að fá. Nasistaflokkurinn hafði næstum þriðjung atkvæða að baki sér og því var erfitt að mynda stjórn án hans. Hindenburg hafði áður þráast við en eftir tvennar mislukkaðar kosningar þar sem ekki hafði náðist að mynda stjórn tilnefndi hann Hitler sem kanslara þann 30. janúar 1933.

„Erst Essen dann Miete“ eða 'matur á undan leigu'. Mynd úr fátækrahverfi Berlínar 1932. Fánar nasista og kommúnista hlið við hlið. Þó hreyfingarnar væru algjörar andstæður þá höfðuðu þær til sömu hópa, fólks sem hafði verið illa leikið af ástandinu.

Fyrir Papen og Hugenberg, leiðtoga Þjóðarflokksins, voru efnahagsmálin aðalatriðið í stjórnmálum Þýskalands. Hitler og flokkur hans lögðu hins vegar mikla áherslu á að fá innanríkisráðuneyti Þýskalands og Prússlands. Hindenburg og Papen samþykktu það enda heyrði löggæsla undir sambandsríkin en ekki landsstjórnina og embættin því veigalítil að þeirra mati. Papen og Hugenberg fengu fjármálaráðuneytið, atvinnuráðuneytið og önnur ráðuneyti sem þeir töldu mikilvægari.

Það kom þó fljótt á daginn að ekki var auðvelt að hafa hemil á Hitler. Aðfararnótt 27. febrúar 1933 var kveikt í Ríkisþinghúsinu í Berlín og kommúnistum kennt um. Í kjölfarið setti Hindenburg forseti, að áeggjan Hitlers, neyðarlög sem felldu úr gildi ýmis borgaraleg réttindi og gerði fangelsun án undangengins dóms mögulega. Með þessum lögum fengu Hitler og innanríkisráðherrar nasista umtalsverð völd.

Vegna örðugleika með samstarfsflokka fékk Hitler forsetann til að boða til nýrra kosninga og voru þær haldnar 5. mars 1933. Þar fékk nasistaflokkurinn næstum 44% fylgi og var því kominn í mjög sterka stöðu. Strax eftir kosningar keyrði Hitler í gegn lög sem gerðu ráðuneytum hans kleift að setja lög utan þings í fjögur ár (þ. Ermächtigungsgesetz eða Gesetz zur Behebung der Not von Volk und Reich, sem mætti þýða sem „Lög til að draga úr þjáningum fólks og ríkis”). Þetta var breyting á stjórnarskránni og til að koma slíku í gegn þurfti tvo þriðju hluta atkvæða þingsins. Það tókst með því að handtaka 81 þingmann kommúnista, í skjóli laganna sem sett höfðu verið eftir brunann í þinghúsinu og enn fremur með því koma í veg fyrir að þingmenn úr röðum sósíaldemókrata kæmust til að greiða atkvæði. Þar með var Hitler með öllu óháður þinginu. Í framhaldi hertu nasistar völd sín, stofnuðu ráðuneyti til almennrar uppfræðslu og áróðurs (þ. Reichsministerium für Volksaufklärung und Propaganda) og skömmu síðar öryggislögregluna Gestapo (þ. Geheime Staatspolizei).

Hitler og nasistar voru mjög framarlega í persónudýrkun, notkun á táknum og hughrifum. Útifundir þeirra voru sjónarspil krafts og reglu.

Nú voru nasistar í ráðandi stöðu. Þeir bönnuðu stjórnmálaflokka, verkalýðshreyfingar og önnur stjórnmálaöfl og hófu ofsóknir gegn gyðingum og öðrum sem þeir töldu óæskilega. Fyrstu fangabúðirnar voru stofnaðar og voru fyrst og fremst hugsaðar fyrir pólitíska óvini ríkisstjórnarinnar en það átti eftir að breytast til hins verra.

Nánast enginn utan nasistaflokksins hafði lengur völd en Hitler vildi líka losna við mögulega andstæðinga sína innan flokksins. Frá miðnætti 30. júní 1934 til 2. júlí réðust SS-sveitir flokksins og Gestapo til atlögu gegn fjölmörgum meðlimum í SA-sveitunum (Brúnstökkum) og ruddu þeim úr vegi. Þeirra á meðal var Ernst Röhm leiðtogi SA sem í eina tíð hafði verið bandamaður Hitlers. Þetta voru morð fyrir allra augum og aðgerðin var kölluð nótt hinna löngu hnífa. Nasistar sögðu að með þessu hefðu þeir verið að kveða niður hinn róttæka hluta flokksins. Þeir reyndu varla að réttlæta morðin og enginn hreyfði við mótmælum.

Lokahnykkurinn í algjörri valdatöku var síðan andlát Hindenburg forseta 2. ágúst 1934. Á innan við sólahring eftir dauða hans var búið að setja lög þar sem forsetaembættið var lagt niður og Hitler gerður að Foringja og ríkiskanslara. Hermönnum var á sama tíma skipað að sverja Hitler persónulegan hollustueið. Tæpum þremur vikum síðar var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla sem staðfesti þessa tilhögun í æðsta embætti þjóðarinnar, 38,4 milljónir sögðu já við tillögunni en 4,3 milljónir sögðu nei. Kosningarþátttaka var 95%.

Upplausn og óvissa sköpuðu jarðveginn þar sem þessi atburðarás gat átt sér stað og Hitler og nasistar gátu höfðað til almennings sem flokkur með lausn, sem myndi upphefja Þýskaland. Á því stutta tímabili sem leið frá því að kosningar voru haldnar í nóvember 1932 og þar til Hindenburg dó í ágúst 1934 hafði Þýskaland breyst úr því að vera lýðræðisríki yfir í einræðis- og alræðisríki. Valdataka hafði átt sér stað í gegn um nokkur atvik en lögin sem voru sett á eftir bruna ríkisþingsins réðu þar mestu. Við það varð Hitler og flokkur hans nær alvaldur. Næstu mánuðir fóru svo í að tryggja þessi völd í sessi og losna við alla hugsanlega keppinauta. Á sama tíma jókst velmegun í landinu og atvinnuleysi minnkaði þannig að margir töldu sig hafa fengið það sem hafði verið lofað. Þegar fólk áttaði sig á því hvernig var komið þá var of seint að spyrna við fótum.

Myndir:...