Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á kommúnista og femínista?

Nanna Hlín Halldórsdóttir

Eins og með flesta „isma“ og „ista“ þá er hvorki til ein og endanleg skilgreining á femínistakommúnista. Um er að ræða fjölbreyttar stefnur og hreyfingar og má finna um þær fjöldamörg dæmi í mannkynssögu síðustu alda frá ólíkum svæðum jarðar. En einnig er um að ræða hugmyndir eða hugsjónir sem fólk nýtir til að miða gjörðir sínar við eða móta sjálfsmynd sína úr. Við þetta má bæta að jafnvel þótt ákveðin manneskja skilgreini sig ekki sem femínista eða kommúnista þá er hægt að koma auga á margt í hugsun hennar og gjörðum sem mætti heita kommúnískt, femíniskt eða hvort tveggja.

Kommúnisti er sú/sá sem lítur svo á að auðlindir jarðar eigi að vera „sameign“ manna og ekki í einkaeigu. Þar að auki skal ríkja efnahagslegur jöfnuður á meðal fólks; kommúnistar telja það ekki siðferðislega réttlætanlegt að fólk fái mismikið borgað fyrir vinnu sína né að eigendur fyrirtækja (kapítalistar, hluthafar, fjárfestar) græði á vinnu annarra. Þetta þýðir þó ekki að allt fólk eigi nákvæmlega sama aðgang að auðlindum né að allir eigi að vinna nákvæmlegu sömu vinnuna. Aðalslagorð kommúnismans er nefnilega: Frá hverri samkvæmt hæfni hennar til hvers samkvæmt þörf hans. Það er, fólk á að fá að rækta áhuga sinn og ástríður og þau sem að þurfa meira, til dæmis veikir eða sjúkir, eiga að njóta betur af auðlindum jarðar.

Kommúnismi er oftar en ekki kenndur við Karl Marx en hann og Frederick Engels gáfu út Kommúnistaávarpið árið 1848. Samkvæmt því ávarpi mun kommúnískt samfélag bæði verða stéttlaust og ríkislaust. Hins vegar mun þurfa nokkuð aðlögunarferli samkvæmt þeim félögum og því verður ekki komist hjá að „ríki öreiga“ myndist strax eftir byltinguna til að sjá um ferlið. Það er bitbein á meðal kommúnista hvort að ríkisstýrður kommúnismi eigi nokkurn tímann rétt á sér en anarkískir kommúnistar telja svo ekki vera. Þar sem frelsun öreiganna og afnám ólíkra stétta er nauðsynlegur fylgifiskur kommúnisma fylgir lýðræðishugsun kommúnisma óhjákvæmilega. Lýðræði er hins vegar erfitt í framkvæmd og hafa þau „sósíalísku“ eða „kommúnísku“ ríki sem sett hafa verið á stofn því oft orðið einræðinu að bráð rétt eins og mörg ríki sem kennt hafa sig við lýðræði.

Táknmynd róttæks feminisna. Hnefinn er einnig algent tákn fyrir byltingu.

Kommúnismi er staðsettur á vinstri væng stjórnmála en aftur á móti finnst femínisminn á öllu stjórnmálarófinu, frá vinstri til hægri. Grundvöllur femínismans gengur út á að varpa ljósi á hvar kynjamismunur finnst, til þess að ná fram jafnrétti kynjanna. Til eru margar ólíkar gerðir femínisma en út frá þessu rófi felst skiptingin aðallega í frjálslyndan femínisma og síðan róttækan og/eða sósíal-femínisma. Róttækir femínistar eru oftar en ekki mjög kommúnískir og gagnrýnir á kapítalisma en frjálslyndur femínismi vinnur innan samþykkts efnahagskerfis eða hins kapítalíska réttarríkis. Þannig mundi til dæmis frjálslyndur femínisti vinna fyrir jöfnum tækifærum kynjanna til þess að koma ár sinni vel fyrir borð en róttækur femínisti mundi setja spurningamerki við það kerfi sem gengi út á slíka efnahagslega mismunun.

Sé litið til sögunnar hafa kommúnismi og femínismi oft farið saman (í það minnsta sósíalismi og femínismi). Bæði hafa femínískar hreyfingar oftar en ekki verið sósíalískar og andkapítalískar og jafnrétti kynjanna hefur þótt sjálfsagt í kommúnískum hreyfingum. Sumir marxískir femínistar hafa talið kynjamisrétti vera beina afleiðingu af kapítalísku hagkerfi og að bylting muni nauðsynlega þurrka út allt kynjamisrétti. Róttækir femínistar hafa hins vegar gagnrýnt þetta viðhorf og telja margir hverjir að kynjamisrétti sé yfirgripsmeira en stéttamisrétti (það er að kynjabreytan sé algildari). Þeir hafa einnig bent á að þetta viðhorf hafi oft í för með sér kynjablindu í kommúnískum eða sósíalískum hreyfingum. Því mætti segja að jafnvel þótt þessir tveir „ismar“ fari að miklu leyti saman þá megi merkja ákveðna togstreitu í sambandi þeirra. Þessi togstreita reynist oft frjó og segja mætti að ismarnir tveir geti auðveldlega bætt hvor annan upp, höfði pólitískar og fræðilegar forsendur þeirra til fólks.

Að vera „isti“ í pólitískum skilningi gengur oft út á stýra gjörðum sínum í átt að þeim hugsjónum sem maður hefur og reyna með þeim að breyta samfélagsforminu í þá átt. Eitt aðalstef femínismans hefur einmitt gengið út á að umbreyta skilningi á hinu pólitíska; að varpa ljósi á að hversu miklu leyti okkar daglega líf er pólítiskt. Samkvæmt því reyna femínistar að benda á og vera meðvitaðir um kynjamismunun á sviðum mannlífsins sem kannski þykja almennt ekki pólitískt, eins og til dæmis þegar við hlæjum, segjum brandara og höfum gaman.

Af þessu leiðir að áhugavert er að skoða hvað í hinu daglega lífi er „kommúnískt“ og hvað er „femínískt“ og hvenær það fer saman. Þegar fólk deilir jafnt með sér mat en gefur þeim aðeins meira sem þarfnast hans mest þá mætti segja að um kommúnískan gjörning væri að ræða. Dæmi um femíníska gjörninga er ekki aðeins þegar að spyrnt er gegn hefðbundinni fegurðarkröfu á hendur stúlkum heldur einnig þegar sett er spurningamerki við hugmyndir um karlmennsku og kvenleika sem gera það að verkum að strákar og karlar eigi erfiðara með að sýna mýkt og jafnvel að gráta. Kommúnísk hugsun og femínísk fara svo saman þegar jafnt er deilt út af mat án þess að ákveða fyrirfram hvort þörfin eða hæfnin við verkin fari eftir kyni. Þegar ekki þykir sjálfsagt að karlmennirnir grilli í útilegunni á meðan konur sinni öðrum verkum. Þegar karlmennirnir fá ekki ósjálfrátt meiri mat því konur þurfi að passa upp á línurnar.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Nanna Hlín Halldórsdóttir

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

8.8.2014

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Marín Magnúsdóttir

Tilvísun

Nanna Hlín Halldórsdóttir. „Hver er munurinn á kommúnista og femínista?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2014, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30099.

Nanna Hlín Halldórsdóttir. (2014, 8. ágúst). Hver er munurinn á kommúnista og femínista? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30099

Nanna Hlín Halldórsdóttir. „Hver er munurinn á kommúnista og femínista?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2014. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30099>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á kommúnista og femínista?
Eins og með flesta „isma“ og „ista“ þá er hvorki til ein og endanleg skilgreining á femínistakommúnista. Um er að ræða fjölbreyttar stefnur og hreyfingar og má finna um þær fjöldamörg dæmi í mannkynssögu síðustu alda frá ólíkum svæðum jarðar. En einnig er um að ræða hugmyndir eða hugsjónir sem fólk nýtir til að miða gjörðir sínar við eða móta sjálfsmynd sína úr. Við þetta má bæta að jafnvel þótt ákveðin manneskja skilgreini sig ekki sem femínista eða kommúnista þá er hægt að koma auga á margt í hugsun hennar og gjörðum sem mætti heita kommúnískt, femíniskt eða hvort tveggja.

Kommúnisti er sú/sá sem lítur svo á að auðlindir jarðar eigi að vera „sameign“ manna og ekki í einkaeigu. Þar að auki skal ríkja efnahagslegur jöfnuður á meðal fólks; kommúnistar telja það ekki siðferðislega réttlætanlegt að fólk fái mismikið borgað fyrir vinnu sína né að eigendur fyrirtækja (kapítalistar, hluthafar, fjárfestar) græði á vinnu annarra. Þetta þýðir þó ekki að allt fólk eigi nákvæmlega sama aðgang að auðlindum né að allir eigi að vinna nákvæmlegu sömu vinnuna. Aðalslagorð kommúnismans er nefnilega: Frá hverri samkvæmt hæfni hennar til hvers samkvæmt þörf hans. Það er, fólk á að fá að rækta áhuga sinn og ástríður og þau sem að þurfa meira, til dæmis veikir eða sjúkir, eiga að njóta betur af auðlindum jarðar.

Kommúnismi er oftar en ekki kenndur við Karl Marx en hann og Frederick Engels gáfu út Kommúnistaávarpið árið 1848. Samkvæmt því ávarpi mun kommúnískt samfélag bæði verða stéttlaust og ríkislaust. Hins vegar mun þurfa nokkuð aðlögunarferli samkvæmt þeim félögum og því verður ekki komist hjá að „ríki öreiga“ myndist strax eftir byltinguna til að sjá um ferlið. Það er bitbein á meðal kommúnista hvort að ríkisstýrður kommúnismi eigi nokkurn tímann rétt á sér en anarkískir kommúnistar telja svo ekki vera. Þar sem frelsun öreiganna og afnám ólíkra stétta er nauðsynlegur fylgifiskur kommúnisma fylgir lýðræðishugsun kommúnisma óhjákvæmilega. Lýðræði er hins vegar erfitt í framkvæmd og hafa þau „sósíalísku“ eða „kommúnísku“ ríki sem sett hafa verið á stofn því oft orðið einræðinu að bráð rétt eins og mörg ríki sem kennt hafa sig við lýðræði.

Táknmynd róttæks feminisna. Hnefinn er einnig algent tákn fyrir byltingu.

Kommúnismi er staðsettur á vinstri væng stjórnmála en aftur á móti finnst femínisminn á öllu stjórnmálarófinu, frá vinstri til hægri. Grundvöllur femínismans gengur út á að varpa ljósi á hvar kynjamismunur finnst, til þess að ná fram jafnrétti kynjanna. Til eru margar ólíkar gerðir femínisma en út frá þessu rófi felst skiptingin aðallega í frjálslyndan femínisma og síðan róttækan og/eða sósíal-femínisma. Róttækir femínistar eru oftar en ekki mjög kommúnískir og gagnrýnir á kapítalisma en frjálslyndur femínismi vinnur innan samþykkts efnahagskerfis eða hins kapítalíska réttarríkis. Þannig mundi til dæmis frjálslyndur femínisti vinna fyrir jöfnum tækifærum kynjanna til þess að koma ár sinni vel fyrir borð en róttækur femínisti mundi setja spurningamerki við það kerfi sem gengi út á slíka efnahagslega mismunun.

Sé litið til sögunnar hafa kommúnismi og femínismi oft farið saman (í það minnsta sósíalismi og femínismi). Bæði hafa femínískar hreyfingar oftar en ekki verið sósíalískar og andkapítalískar og jafnrétti kynjanna hefur þótt sjálfsagt í kommúnískum hreyfingum. Sumir marxískir femínistar hafa talið kynjamisrétti vera beina afleiðingu af kapítalísku hagkerfi og að bylting muni nauðsynlega þurrka út allt kynjamisrétti. Róttækir femínistar hafa hins vegar gagnrýnt þetta viðhorf og telja margir hverjir að kynjamisrétti sé yfirgripsmeira en stéttamisrétti (það er að kynjabreytan sé algildari). Þeir hafa einnig bent á að þetta viðhorf hafi oft í för með sér kynjablindu í kommúnískum eða sósíalískum hreyfingum. Því mætti segja að jafnvel þótt þessir tveir „ismar“ fari að miklu leyti saman þá megi merkja ákveðna togstreitu í sambandi þeirra. Þessi togstreita reynist oft frjó og segja mætti að ismarnir tveir geti auðveldlega bætt hvor annan upp, höfði pólitískar og fræðilegar forsendur þeirra til fólks.

Að vera „isti“ í pólitískum skilningi gengur oft út á stýra gjörðum sínum í átt að þeim hugsjónum sem maður hefur og reyna með þeim að breyta samfélagsforminu í þá átt. Eitt aðalstef femínismans hefur einmitt gengið út á að umbreyta skilningi á hinu pólitíska; að varpa ljósi á að hversu miklu leyti okkar daglega líf er pólítiskt. Samkvæmt því reyna femínistar að benda á og vera meðvitaðir um kynjamismunun á sviðum mannlífsins sem kannski þykja almennt ekki pólitískt, eins og til dæmis þegar við hlæjum, segjum brandara og höfum gaman.

Af þessu leiðir að áhugavert er að skoða hvað í hinu daglega lífi er „kommúnískt“ og hvað er „femínískt“ og hvenær það fer saman. Þegar fólk deilir jafnt með sér mat en gefur þeim aðeins meira sem þarfnast hans mest þá mætti segja að um kommúnískan gjörning væri að ræða. Dæmi um femíníska gjörninga er ekki aðeins þegar að spyrnt er gegn hefðbundinni fegurðarkröfu á hendur stúlkum heldur einnig þegar sett er spurningamerki við hugmyndir um karlmennsku og kvenleika sem gera það að verkum að strákar og karlar eigi erfiðara með að sýna mýkt og jafnvel að gráta. Kommúnísk hugsun og femínísk fara svo saman þegar jafnt er deilt út af mat án þess að ákveða fyrirfram hvort þörfin eða hæfnin við verkin fari eftir kyni. Þegar ekki þykir sjálfsagt að karlmennirnir grilli í útilegunni á meðan konur sinni öðrum verkum. Þegar karlmennirnir fá ekki ósjálfrátt meiri mat því konur þurfi að passa upp á línurnar.

Frekara lesefni:

Mynd:

...