Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur?

Arnór Snorrason

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Gagnrýnt hefur verið að heiðalönd séu rudd til að setja niður trjáplöntur. Trjám er plantað til kolefnisbindingar en spurning mín er: Bindur heiðagróður; berjalyng, mosi, fjalldrapi, loðvíðir o.fl. þá ekkert kolefni?

Kolefnisbinding á sér stað þegar kolefnisforði lands eykst. Aukning verður oftast vegna breytinga á gróðurfari og sumum tilvikum með beinum inngripum eins og með landgræðslu og skógrækt.

Með hugtakinu kolefnisbinding er átt við það þegar kolefni (C) í andrúmsloftinu binst til lengri tíma, til dæmis gróðri eða jarðvegi.

Land vaxið heiðagróðri sem er í jafnvægi bindur hvorki né losar kolefni. Aftur á móti ef trjáplöntur eru gróðursettar í slíkt land hefur það sýnt sig hér á landi, eins og annars staðar, að það bætist við kolefnisforða gróðurs (trjálífmassi), kolefnisforða jarðvegs og kolefnisforða í dauðu lífrænu efni sem safnast í skógarbotninn (oft kallað sóp eða feyra). Þegar fram í sækir er bindingin í trjánum mjög hröð og það skýrir hvers vegna skógrækt á skóglausu landi er notuð sem loftslagsaðgerð um allan heim og er talin mjög hagkvæm.

Land vaxið heiðagróðri sem er á einhvern hátt að bæta við sig gróðri og lífmassa er að binda kolefni, en ekki í sama mæli og land sem breytist úr skóglausu landi í skóglendi því að mest af kolefninu sem er bundið í lífmassa er í trjánum, bæði ofanjarðar og neðanjarðar.

Mynd:
  • Skógræktin. Höfundur myndar: Pétur Halldórsson. (Sótt 6.10.2022).

Höfundur

Arnór Snorrason

skógfræðingur hjá Skógræktinni

Útgáfudagur

11.10.2022

Spyrjandi

Sunna Ósk Logadóttir

Tilvísun

Arnór Snorrason. „Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur?“ Vísindavefurinn, 11. október 2022. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84098.

Arnór Snorrason. (2022, 11. október). Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84098

Arnór Snorrason. „Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2022. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84098>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Gagnrýnt hefur verið að heiðalönd séu rudd til að setja niður trjáplöntur. Trjám er plantað til kolefnisbindingar en spurning mín er: Bindur heiðagróður; berjalyng, mosi, fjalldrapi, loðvíðir o.fl. þá ekkert kolefni?

Kolefnisbinding á sér stað þegar kolefnisforði lands eykst. Aukning verður oftast vegna breytinga á gróðurfari og sumum tilvikum með beinum inngripum eins og með landgræðslu og skógrækt.

Með hugtakinu kolefnisbinding er átt við það þegar kolefni (C) í andrúmsloftinu binst til lengri tíma, til dæmis gróðri eða jarðvegi.

Land vaxið heiðagróðri sem er í jafnvægi bindur hvorki né losar kolefni. Aftur á móti ef trjáplöntur eru gróðursettar í slíkt land hefur það sýnt sig hér á landi, eins og annars staðar, að það bætist við kolefnisforða gróðurs (trjálífmassi), kolefnisforða jarðvegs og kolefnisforða í dauðu lífrænu efni sem safnast í skógarbotninn (oft kallað sóp eða feyra). Þegar fram í sækir er bindingin í trjánum mjög hröð og það skýrir hvers vegna skógrækt á skóglausu landi er notuð sem loftslagsaðgerð um allan heim og er talin mjög hagkvæm.

Land vaxið heiðagróðri sem er á einhvern hátt að bæta við sig gróðri og lífmassa er að binda kolefni, en ekki í sama mæli og land sem breytist úr skóglausu landi í skóglendi því að mest af kolefninu sem er bundið í lífmassa er í trjánum, bæði ofanjarðar og neðanjarðar.

Mynd:
  • Skógræktin. Höfundur myndar: Pétur Halldórsson. (Sótt 6.10.2022).

...