Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?

Hjalti Hugason

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera?

Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu borg síns landssvæðis og þjónuðu kristnu fólki í henni og sveitunum umhverfis. Síðar tóku biskupsdæmi á tilteknum svæðum að lúta sameiginlegum erkibiskupi eða patríarka eftir því hvort um vestræna eða austræna kirkju var að ræða. Svo koma að Rómabiskup, páfinn, var viðurkenndur sem yfirbiskup og sameiningartákn allrar vesturkirkjunnar. Eftir því sem þróun kirkjustofnunarinnar og hins miðstýrða þjóðríkis vatt fram tengdust biskupdæmi í hverju ríki um sig stöðugt sterkari böndum og mynduðu saman „þjóðkirkju“ í viðkomandi ríki. — Víkjum nú að þróun biskupsembættisins og biskupdæmanna hér á landi.

Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni.

Um það leyti sem Ísland kristnaðist var ekki mögulegt að koma á fullgildu helgihaldi án þess að biskup væri starfandi í landinu en sumar athafnir máttu aðeins biskupsvígðir menn framkvæma. Fyrir og um kristnitöku voru því kristniboðsbiskupar starfandi í landinu. Sagnir eru til um sex nafngreinda trúboðsbiskupa á tímabilinu um 1015–1070. Þeir geta vel hafa verið fleiri. Þessir biskupar sátu ekki á formlegum biskupsstólum og fóru ekki með kirkjustjórn heldur fóru fyrir boðun trúarinnar og önnuðust helgihald. Fyrsti íslenski biskupinn, Ísleifur Gissurarson (vígður 1056), var slíkur trúboðsbiskup. Það markar þó hvörf í trúarsögu landsins að innlendur maður næði þessari stöðu. Fullgilt biskupsembætti með fastan biskupsstól og afmarkað starfssvæði, það er biskupsdæmi, komst hér á í tíð Gissurar Ísleifssonar um 1080 en hann gaf Skálholt til þess að þar sæti biskup. Þá náði biskupsdæmið yfir landið allt. Upp úr 1100 var svo stofnað sérstakt biskupsdæmi fyrir Norðlendingafjórðung með Hóla sem biskupssetur. Eftir það voru í raun tvær kirkjur í landinu út miðaldir, eins og best kom í ljós á tímabilinu 1540–1550 þegar Skálholtsbiskupsdæmi var lútherskt en Hólabiskupsdæmi áfram kaþólskt. Um 1800 voru biskupsdæmin svo sameinuð, Hólar lagðir niður sem biskupsstóll og aðsetur eina biskups landsins flutt til Reykjavíkur.

Meðan tveir biskupar voru í landinu gátu komið upp þær aðstæður að biskup þyrfti að hlaupa í skarðið í nágrannabiskupsdæminu. Einkum hefur þetta gerst við biskupaskipti sem gátu tekið nokkur ár. Það þurfti að velja nýjan biskup, fá hann viðurkenndan hjá erkibiskupi og síðar jafnvel páfa og loks vígðan hjá erkibiskupi. Á þessu gat teygst ekki síst ef biskupsefnið dó í utanförinni, eins og stundum kom fyrir, eða deilur spunnust um embættið. Eftir siðaskipti varð þetta einfaldara þar sem biskupsefni nægði nú að fá staðfestingu Danakonungs. Lúthersku biskuparnir voru þó með aðeins einni undantekningu vígðir í Kaupmannahöfn allt fram yfir 1900.

Þegar sjálfstæðisbarátta Íslendinga stóð sem hæst þótti óviðunandi að biskupar yrðu að sækja vígslu sína til Danmerkur. Árið 1909 var því stofnað til tveggja vígslubiskupsembætta til að tryggja að alltaf væri biskupsvígður einstaklingur til staðar sem vígt gæti nýjan biskup Íslands. Raunar hefði nægt að hafa einn vígslubiskup en greinilegt er að með þessu hefur átt að höfða til hins forna fyrirkomulags þótt fornu biskupsdæmin tvö væru ekki endurreist.

Mynd:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.10.2022

Spyrjandi

Magnús Máni Sigurgeirsson

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?“ Vísindavefurinn, 19. október 2022. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84160.

Hjalti Hugason. (2022, 19. október). Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84160

Hjalti Hugason. „Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2022. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84160>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera?

Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu borg síns landssvæðis og þjónuðu kristnu fólki í henni og sveitunum umhverfis. Síðar tóku biskupsdæmi á tilteknum svæðum að lúta sameiginlegum erkibiskupi eða patríarka eftir því hvort um vestræna eða austræna kirkju var að ræða. Svo koma að Rómabiskup, páfinn, var viðurkenndur sem yfirbiskup og sameiningartákn allrar vesturkirkjunnar. Eftir því sem þróun kirkjustofnunarinnar og hins miðstýrða þjóðríkis vatt fram tengdust biskupdæmi í hverju ríki um sig stöðugt sterkari böndum og mynduðu saman „þjóðkirkju“ í viðkomandi ríki. — Víkjum nú að þróun biskupsembættisins og biskupdæmanna hér á landi.

Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni.

Um það leyti sem Ísland kristnaðist var ekki mögulegt að koma á fullgildu helgihaldi án þess að biskup væri starfandi í landinu en sumar athafnir máttu aðeins biskupsvígðir menn framkvæma. Fyrir og um kristnitöku voru því kristniboðsbiskupar starfandi í landinu. Sagnir eru til um sex nafngreinda trúboðsbiskupa á tímabilinu um 1015–1070. Þeir geta vel hafa verið fleiri. Þessir biskupar sátu ekki á formlegum biskupsstólum og fóru ekki með kirkjustjórn heldur fóru fyrir boðun trúarinnar og önnuðust helgihald. Fyrsti íslenski biskupinn, Ísleifur Gissurarson (vígður 1056), var slíkur trúboðsbiskup. Það markar þó hvörf í trúarsögu landsins að innlendur maður næði þessari stöðu. Fullgilt biskupsembætti með fastan biskupsstól og afmarkað starfssvæði, það er biskupsdæmi, komst hér á í tíð Gissurar Ísleifssonar um 1080 en hann gaf Skálholt til þess að þar sæti biskup. Þá náði biskupsdæmið yfir landið allt. Upp úr 1100 var svo stofnað sérstakt biskupsdæmi fyrir Norðlendingafjórðung með Hóla sem biskupssetur. Eftir það voru í raun tvær kirkjur í landinu út miðaldir, eins og best kom í ljós á tímabilinu 1540–1550 þegar Skálholtsbiskupsdæmi var lútherskt en Hólabiskupsdæmi áfram kaþólskt. Um 1800 voru biskupsdæmin svo sameinuð, Hólar lagðir niður sem biskupsstóll og aðsetur eina biskups landsins flutt til Reykjavíkur.

Meðan tveir biskupar voru í landinu gátu komið upp þær aðstæður að biskup þyrfti að hlaupa í skarðið í nágrannabiskupsdæminu. Einkum hefur þetta gerst við biskupaskipti sem gátu tekið nokkur ár. Það þurfti að velja nýjan biskup, fá hann viðurkenndan hjá erkibiskupi og síðar jafnvel páfa og loks vígðan hjá erkibiskupi. Á þessu gat teygst ekki síst ef biskupsefnið dó í utanförinni, eins og stundum kom fyrir, eða deilur spunnust um embættið. Eftir siðaskipti varð þetta einfaldara þar sem biskupsefni nægði nú að fá staðfestingu Danakonungs. Lúthersku biskuparnir voru þó með aðeins einni undantekningu vígðir í Kaupmannahöfn allt fram yfir 1900.

Þegar sjálfstæðisbarátta Íslendinga stóð sem hæst þótti óviðunandi að biskupar yrðu að sækja vígslu sína til Danmerkur. Árið 1909 var því stofnað til tveggja vígslubiskupsembætta til að tryggja að alltaf væri biskupsvígður einstaklingur til staðar sem vígt gæti nýjan biskup Íslands. Raunar hefði nægt að hafa einn vígslubiskup en greinilegt er að með þessu hefur átt að höfða til hins forna fyrirkomulags þótt fornu biskupsdæmin tvö væru ekki endurreist.

Mynd:...