Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?

Margrét Eggertsdóttir

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar sem í kjölfar siðbreytingar varð biskup í Skálholti. Íslendingar fóru að nota pappír heldur síðar en aðrar þjóðir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld en á Íslandi er nokkurn veginn allt á skinni frá þeim tíma. Á síðari hluta 16. aldar þokar bókfellið smám saman fyrir pappírnum en þó er enn ritað á skinn og svo á 17. öld tekur pappírinn völdin. Pappírinn breytti miklu, hann var ódýrari og auðveldari í notkun og ný tegund af skrift kom til sögunnar, léttiskrift, sem varð til þess að menn skrifuðu hraðar og mun meira efni var afritað en fyrr.

Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar Einarsson, biskups í Skálholti. Handritið var skrifað á Íslandi á árunum 1540-1548.

Um 1530 lét Jón Arason (1484-1550) biskup á Hólum flytja prentsmiðju til landsins en prentsmiðja og pappír eru lykilatriði þegar kemur að dreifingu bókmennta og ritaðs máls. Biskup mun hafa látið prenta nokkrar bækur sem eru nú að mestu glataðar og hafa aldrei haft teljandi áhrif vegna þess að þær féllu í skuggann þegar kaþólskur siður var lagður niður og nýjar bækur með nýjum kenningum komu til sögunnar. Forvígismenn hins lútherska siðar létu prenta fyrstu rit sín erlendis og prentútgáfur hófust fyrst að marki á síðasta hluta 16. aldar þegar Guðbrandur Þorláksson (1541-1627) var sestur í biskupsstól.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Margrét Eggertsdóttir

rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

12.6.2023

Spyrjandi

Svanhildur

Tilvísun

Margrét Eggertsdóttir. „Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2023, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84328.

Margrét Eggertsdóttir. (2023, 12. júní). Hvert er elsta íslenska pappírshandritið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84328

Margrét Eggertsdóttir. „Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2023. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84328>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?
Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar sem í kjölfar siðbreytingar varð biskup í Skálholti. Íslendingar fóru að nota pappír heldur síðar en aðrar þjóðir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld en á Íslandi er nokkurn veginn allt á skinni frá þeim tíma. Á síðari hluta 16. aldar þokar bókfellið smám saman fyrir pappírnum en þó er enn ritað á skinn og svo á 17. öld tekur pappírinn völdin. Pappírinn breytti miklu, hann var ódýrari og auðveldari í notkun og ný tegund af skrift kom til sögunnar, léttiskrift, sem varð til þess að menn skrifuðu hraðar og mun meira efni var afritað en fyrr.

Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar Einarsson, biskups í Skálholti. Handritið var skrifað á Íslandi á árunum 1540-1548.

Um 1530 lét Jón Arason (1484-1550) biskup á Hólum flytja prentsmiðju til landsins en prentsmiðja og pappír eru lykilatriði þegar kemur að dreifingu bókmennta og ritaðs máls. Biskup mun hafa látið prenta nokkrar bækur sem eru nú að mestu glataðar og hafa aldrei haft teljandi áhrif vegna þess að þær féllu í skuggann þegar kaþólskur siður var lagður niður og nýjar bækur með nýjum kenningum komu til sögunnar. Forvígismenn hins lútherska siðar létu prenta fyrstu rit sín erlendis og prentútgáfur hófust fyrst að marki á síðasta hluta 16. aldar þegar Guðbrandur Þorláksson (1541-1627) var sestur í biskupsstól.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....