Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Finnst fuglinn stari á Kanaríeyjum?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega var spurningin svona:
Af hverju er ekki stari á Kanaríeyjum?

Fuglalíf á Kanaríeyjum er nokkuð fjölskrúðugt. Alls hafa fundist þar rétt innan við 400 tegundir, þar af sex einlendar tegundir, það er að segja finnast ekki annars staðar.

Starinn (Sturnus vulgaris) á sér líklega rúmlega 40 ára sögu á Kanaríeyjum.

Meðal þeirra tegunda sem þar finnast eru tvær tegundir af staraætt (Sturnidae), annars vegar Sturnus vulgaris (e. common starling eða European starling) sem er sú tegund sem einnig finnst á Íslandi og við köllum einfaldlega stara og hins vegar Pastor roseus (e. rosy starling eða rose-coloured starling) sem á íslensku gæti kallast rósastari. Síðarnefnda tegundin er þó sjaldgæf.

Líklega fóru starar fyrst að verpa á Kanaríeyjum undir lok áttunda áratugs síðustu aldar. Smáir varpstofnar eru á eyjunum Tenerife og Gran Canaria. Einnig er varpstofn á Azor-eyjum sem liggja norðvestur af Kanaríeyjum. Starar finnast í Marokkó og sennilega hafa þeir borist þaðan til eyjanna.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.1.2023

Spyrjandi

Sveinn Þorsteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Finnst fuglinn stari á Kanaríeyjum?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2023. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84497.

Jón Már Halldórsson. (2023, 16. janúar). Finnst fuglinn stari á Kanaríeyjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84497

Jón Már Halldórsson. „Finnst fuglinn stari á Kanaríeyjum?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2023. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84497>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Finnst fuglinn stari á Kanaríeyjum?
Upprunalega var spurningin svona:

Af hverju er ekki stari á Kanaríeyjum?

Fuglalíf á Kanaríeyjum er nokkuð fjölskrúðugt. Alls hafa fundist þar rétt innan við 400 tegundir, þar af sex einlendar tegundir, það er að segja finnast ekki annars staðar.

Starinn (Sturnus vulgaris) á sér líklega rúmlega 40 ára sögu á Kanaríeyjum.

Meðal þeirra tegunda sem þar finnast eru tvær tegundir af staraætt (Sturnidae), annars vegar Sturnus vulgaris (e. common starling eða European starling) sem er sú tegund sem einnig finnst á Íslandi og við köllum einfaldlega stara og hins vegar Pastor roseus (e. rosy starling eða rose-coloured starling) sem á íslensku gæti kallast rósastari. Síðarnefnda tegundin er þó sjaldgæf.

Líklega fóru starar fyrst að verpa á Kanaríeyjum undir lok áttunda áratugs síðustu aldar. Smáir varpstofnar eru á eyjunum Tenerife og Gran Canaria. Einnig er varpstofn á Azor-eyjum sem liggja norðvestur af Kanaríeyjum. Starar finnast í Marokkó og sennilega hafa þeir borist þaðan til eyjanna.

Heimildir og mynd:...