Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hversu margar miðlunartillögur hefur ríkissáttasemjari lagt fram?

Guðjón Helgi Egilsson

Ríkissáttasemjara starfar eftir III. kafla laga nr. 80/1938, en sá kafli fjallar um sáttastörf í vinnudeilum. Við sáttaumleitanir kemur stundum að því að væntingar aðila um samning eru ekki í samræmi við kröfur. Það má líka vera að annar aðilinn eða báðir hafi gefið sterkt til kynna við ríkissáttasemjara að búið sé að gera mótaðila endanlegt tilboð. Þegar ríkissáttasemjari skynjar í hvað stefnir og að frekari samningaviðræður eru líklega gagnslausar, getur hann að undangengnum ákveðnum skilyrðum lagt fram miðlunartillögu til lausnar vinnudeilu.

Skilyrðin eru tilgreind í 28. gr. fyrrnefndra laga og eru meðal annars þau að leitað hafi verið árangurslaust eftir viðræðum, tímamörkum ætlað til viðræðna án milligöngu sáttasemjara sé lokið og að ekki séu miklar líkur á samkomulagi milli deiluaðila að mati ríkissáttasemjara. Enn fremur að samningar hafi verið lausir í einhvern tíma þannig að aðilum hafi gefist tími til að beita mótaðila þrýstingi um kröfur sínar, og að lokum að aðilum vinnudeilu hafi gefist kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum við hugmyndir ríkissáttasemjara um miðlunartillöguna, sem þeim hafi verið kynntar beint eða opinberlega.

Ríkissáttasemjara ber þess vegna að ráðgast við samninganefndir aðila áður en hann leggur fram miðlunartillögu og í framhaldi af því skal atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu fara fram á kjörfundi sem stendur í fyrir fram ákveðinn tíma.

Ef tvö eða fleiri félög eða félagasambönd eiga saman í deilu getur ríkissáttasemjari í samráði við samninganefndir borið fram eina miðlunartillögu er taki til fleiri en eins deiluaðila eða þeirra allra.

Frétt af forsíðu Tímans 30. september 1982 um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í svonefndri Tungnaárdeilu.

Ávinningur af miðlunartillögu

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er sáttaúrræði sem ætlað er að höggva á hnút árangurslausra sáttatilrauna deiluaðila og telst ekki vera neyðarúrræði eins og lög á verkfall af hendi stjórnvalda. Segja má að ríkissáttasemjari geti þegar hér er komið sögu tekið að sér hlutverk „vonda karlsins“ og beint athygli frá deiluaðilum að sér. Ef deiluaðilar hlýða ekki leikreglum sem eru tilgreindar í lögum nr. 80/1938 getur það valdið þeim skaðabótaskyldu auk sekta sem renna í ríkissjóð. Hafa ber í huga að lög nr. 80/1938 og nr. 94/1986 (lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna) eru sett með það að markmiði að skapa frið á vinnumarkaði og stofnbinda átök deiluaðila. Þessu má líkja við leikreglur sem þekkjast í íþróttum, til dæmis í fótbolta, þar sem umgjörð leiksins er þekkt og leikmenn vita hvaða væntingar eru gerðar til þeirra.

Hvað hafa komið fram margar miðlunartillögur?

Frá árinu 1982 til þess tíma þegar þetta svar er skrifað, hafa 39 miðlunartillögur verið settar fram. Af þeim voru 12 tillögur felldar. Taflan hér fyrir neðan gerir betur grein fyrir öllum þessum miðlunartillögum:

Ár
Niðurstaða
Fj.
Miðlunartillaga
2023
Samþ.
2
Miðlunartillaga í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.[1]
Önnur miðlunartillagan fór ekki í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum Eflingar.[2]
2020
Samþ.
1
Miðlunartillaga í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs .[3]
2018
Samþ.
1
Miðlunartillaga í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsraðherra fyrir hönd ríkissjóðs.[4]
2017
Samþ.
1
Miðlunartillaga í deilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.[5]
2016
Samþ.
3
Miðlunartillaga í deilu Samtaka atvinnulífsins vegna Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. (ÍSAL) annars vegar og Verkalýðsfélagsins Hlífar, VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, FIT Félags iðn- og tæknigreina, VR og MATVÍS hins vegar.[6]
2008
Samþ.
1
Miðlunartillaga í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.[7]
2004
Felld
1
Miðlunartillaga í kjaradeilu Kennarasambands Íslands v/ FG og SÍ og launanefndar sveitarfélaga.[8]
2003
Samþ.
1
Miðlunartillaga í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins v/ Tækniþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli ehf.[9]
2003
Samþ.
1
Miðlunartillaga um sérkjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins f.h. Samskipa h.f. og Sjómannafélagsins Jötuns um kaup og kjör háseta á m/s Herjólfi.
2002
Samþ.
1
Miðlunartillaga um kjarasamning fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags ísl. flugumferðarstjóra.[10]
2001
Samþ.
1
Miðlunartillaga í kjaradeilu Verkalýðsfélagsins Hlífar og launanefndar sveitarfélaga.[11]
1998
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu annars vegar Vélstjórafélags Íslands, Vélstjórafélags Suðurnesja, Vélstjórafélags Vestmannaeyja og Vélstjórafélags Ísafjarðar og hins vegar Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna Útvegsmannafélags Reykjavíkur, Útvegsmannafélags Akraness, Útvegsmannafélags Snæfellsnes, Útvegsmannafélags Vestfjarða, Útvegsmannafélags Norðurlands, Útvegsmannafélags Austfjarða, Útvegsmannafélags Hornafjarðar, Útvegsbændafélags Vestmannaeyja og Útvegsmannafélags Þorlákshafnar.[12]
1998
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Alþýðusambands Vestfjarða vegna Sjómannafélags Ísfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðsfélags Patreksfjarðar, Verkalýðsfélagsins Skjaldar, Verkalýðsfélags Hólmavíkur, Verkalýðsfélagsins Súganda, Verkalýðsfélagsins Varnar, Verkalýðsfélagsins.[13]
1998
Samþ.
1
Miðlunartillaga í kjaradeilu Sjómannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess og Vinnuveitendasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess.[14]
1998
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess og Vinnuveitendasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess svo og kjaradeilu Skipstjóra- og stýrimanna félagsins Bylgjunnar, Ísafirði og Vinnuveitendasambandi Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna Útvegsmannafélags Vestfjarða.[15]
1997
Samþ.
1
Ný miðlunartillaga í kjaradeilu Alþýðusambands Vestfjarða og vinnuveitenda á Vestfjörðum.[16]
1997
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu um kaup og kjör landverkafólks milli Verkalýðsfélagsins Baldurs, Verkalýðsfélags Hólmavíkur, Verkalýðsfélags Patreksfjarðar, Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda, Verkalýðsfélagsins Skjaldar, Verkalýðsfélagsins Brynju og Verkalýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga annars vegar og Vinnuveitendafélags Vestfjarða, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambandsins hins vegar.[17]
1995
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Sjómannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess, Vélstjórafélags Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna aðildarfélaga þess.[18]
1995
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Sjómannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambandsins.[19]
1995
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Bifreiðarstjórafélagsins Sleipnis og Vinnuveitendasambands Íslands vegna aðildarfyrirtækja, félaga í Félagi sérleyfishafa, félaga í Félagi hópferðaleyfishafa og annarra atvinnurekenda sem voru aðilar að síðast gildandi samningi.[20]
1994
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Sjómannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna.[21]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands vegna Íslenska járnblendifélagsins annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélagsins Harðar, Hvalfirði, Sveinafélags málmiðnaðarmanna, Akranesi, Rafiðnaðarsambands Íslands. f.h. aðildarfélaga, Verslunarmannafélags Akraness, Félags matreiðslumanna, Verkamannasambands Íslands, Málm- og skipasmíðasambands Íslands og Landssambands ísl. verslunarmanna.[22]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands vegna Sementsverksmiðju ríkisins annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Félags járniðnaðarmanna, Félags íslenskra rafvirkja, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Verkakvennafélagsins Framsóknar, Verkalýðsfélags Akraness, Sveinafélags málmiðnaðarmanna, Akranesi, Verslunarmannafélags Akraness, Vélstjórafélags Íslands og Trésmiðafélags Akranes.[23]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands vegna Kísiliðjunnar við Mývatn annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Félags íslenskra rafvirkja, Verkalýðsfélags Húsavíkur, Sveinafélags járniðnaðarmanna, Húsavík og Verslunarmannafélags Húsavíkur. [24]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands vegna Steinullarverksmiðjunnar annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Verkamannafélagsins Fram, Sauðárkróki, Iðnsveinafélags Skagafjarðar, Verslunarmannafélags Skagafjarðar, Verkakvennafélagsins Öldunnar, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfélaga.[25]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Kennarasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og launanefndar sveitarfélaga.[26]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands vegna Áburðarverksmiðju ríkisins annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Félags járniðnaðarmanna, Félags íslenskra rafvirkja, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Verkakvennafélagsins Framsóknar, Trésmiðafélags Reykjavíkur og Vélstjórafélags.[27]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands, Vinnumálasambands samvinnufélaganna, Meistara- og verktakasambandsins byggingamanna, Reykjavíkurborgar, Kópavogs kaupstaðar og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.[28]
1992
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands, Íslenska Álfélagsins hf. annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Verkamannafélagsins Hlífar, Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar, Bíliðnafélagsins, Félags blikksmiða, Félags iðnaðarmanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Sveinafélags rafeindavirkja, Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar, Félags byggingaiðnaðarmanna í Hafnarfirði og Félags matreiðslumanna.[29]
1990
Samþ.
1
Miðlunartillaga til Verkamannafélagsins Hlífar og Vinnuveitendasambands Íslands vegna íslenska Álfélagsins hf. um breytingu á Samningi milli Vinnuveitendasambands Íslands. [30]
1988
Felld
2
Miðlunartillaga í deilu milli Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna. [31]
1988
Felld
1
Miðlunartillaga milli Landssambands íslenskra verslunarmanna vegna aðildarfélaga þess, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, og Verslunarmannafélags Suðurnesja og Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna.[32]
1987
Felld
1
Miðlunartillaga í deilu Sjómannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambands Íslands.[33]
1986
Samþ.
1
Miðlunartillaga í deilu Félags starfsfólks í veitingahúsum og Vinnuveitendasambands Íslands.[34]
1982
Samþ.
1
Miðlunartillaga að samningi milli Landsvirkjunar og Vinnuveitendasambands Íslands.[35]

Gögn eru fengin frá embætti ríkissáttasemjara og af vefnum timarit.is.

Tilvísanir:
  1. ^ Efling. (2023, 1. mars). Yfirlýsing vegna miðlunartillögu 1. mars. (Sótt 5.6.2023).
  2. ^ Samtök atvinnulífsins. (2023, 13. febrúar). Efling hefur hindrað framgang lögmætrar miðlunartillögu. (Sótt 5.6.2023).
  3. ^ Gunnar Helgason og Harpa Júlía Sævarsdóttir. (2020). Mikið um að vera í kjaramálum. Tímarit hjúkrunarfræðinga. 3. tbl. 96. árg. bls. 14-18. (Sótt 5.6.2023).
  4. ^ Sjö ljósmæður á Landspítalanum dregið uppsagnir sínar til baka. (2018, 26. júlí). Fréttablaðið. (Sótt 5.6.2023).
  5. ^ Miðlunartillaga í deilu tónlistarkennara. (2017, 1. febrúar). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  6. ^ Kosið um miðlunartillögu í Straumsvík. (2016, 30. mars). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  7. ^ Launin hækka um 16,5 prósent. (2008, 20. september). Fréttablaðið. (Sótt 5.6.2023).
  8. ^ Fengu 20.300 og seldu ákvæði (2004, 30. október). Fréttablaðið. (Sótt 5.6.2023).
  9. ^ Flugvirkjar semja. (2003, 7. nóvember). Fréttablaðið. (Sótt 5.6.2023).
  10. ^ Atkvæði talin í dag um miðlunartillögu sáttasemjara. (2002, 12. febrúar). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  11. ^ Miðlunartillaga í Hafnarfirði. (2001, 19. maí). DV. (Sótt 5.6.2023).
  12. ^ Sæmundur Guðvinsson. (1998). Mælirinn er fullur Sjómannadagsblaðið Víkingur, 62. árg. 4. tbl. bls. 5. (Sótt 5.6.2023).
  13. ^ Miðlunartillaga líkleg um helgina. (1998, 13. mars). Dagur. (Sótt 5.6.2023).
  14. ^ Sjómenn jákvæðir en útvegsmenn ekki. (1998, 17. mars). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  15. ^ Pétur Gunnarsson (1998, 17. mars). Kvótaþing og veiðiskylda forsendur tilagnanna. Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  16. ^ Eflaust þrýst á "sátta". (1997, 29. maí). Dagur-Tíminn. (Sótt 5.6.2023).
  17. ^ "Það ætti að fella þetta". (1997, 30. maí). Dagblaðið Vísir - DV. (Sótt 5.6.2023).
  18. ^ Meginkrafa sjómanna er breytt verðmyndun á fiski. (1995, 4. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  19. ^ Verkfalli frestað. (1995, 5. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  20. ^ Boða hertar aðgerðir. (1995, 30. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  21. ^ Ríkissáttasemjari með miðlunartillögu. (1994, 25. janúar). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  22. ^ Eini tilgangur verktakavinnu er að fækka föstum starfsmönnum ÍSAL. (1992, 21. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  23. ^ Samkomulag um að þróa afkastahvetjandi launakerfi í verslun. (1992, 1. maí). Dagur. (Sótt 5.6.2023).
  24. ^ Félag íslenskra rafvirkja. (1992, 14. febrúar). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  25. ^ Norðlendingar sögðu já. (1992, 8. maí). Dagur. (Sótt 5.6.2023).
  26. ^ Kennarar samþykktu miðlunartillöguna. (1992, 19. maí). Dagur. (Sótt 5.6.2023).
  27. ^ Allsherjaratkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. (1992, 5. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  28. ^ Þeir tekjulægstu ná kaupmætti eins og hann var í júní. (1992, 1. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  29. ^ Sigurður T. Sigurðsson. (1992, 10. júní). Aukin afköst - lægri laun. Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  30. ^ Atkvæðagreiðslan sker úr um það hvort framleiðslan stöðvast. (1990, 10. apríl). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  31. ^ Að miðlunartillögu felldri. (1988, 3. maí). Dagur. (Sótt 5.6.2023).
  32. ^ Formannaráðstefna hjá sáttasemjara. (1988, 2. maí). DV. (Sótt 5.6.2023).
  33. ^ Sáttatillaga felld af báðum aðilum. (1987, 30. janúar). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  34. ^ Samkomulag í veitingahúsum. (1986, 19. apríl). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  35. ^ Vinna hófst á Tungnaársvæði í gær. (1982, 1. október). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).

Mynd:

Höfundur

Guðjón Helgi Egilsson

aðjúnkt við Viðskiptafræðideild HÍ

Útgáfudagur

13.6.2023

Spyrjandi

Loftur Jóhannsson

Tilvísun

Guðjón Helgi Egilsson. „Hversu margar miðlunartillögur hefur ríkissáttasemjari lagt fram?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2023. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84629.

Guðjón Helgi Egilsson. (2023, 13. júní). Hversu margar miðlunartillögur hefur ríkissáttasemjari lagt fram? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84629

Guðjón Helgi Egilsson. „Hversu margar miðlunartillögur hefur ríkissáttasemjari lagt fram?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2023. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84629>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margar miðlunartillögur hefur ríkissáttasemjari lagt fram?
Ríkissáttasemjara starfar eftir III. kafla laga nr. 80/1938, en sá kafli fjallar um sáttastörf í vinnudeilum. Við sáttaumleitanir kemur stundum að því að væntingar aðila um samning eru ekki í samræmi við kröfur. Það má líka vera að annar aðilinn eða báðir hafi gefið sterkt til kynna við ríkissáttasemjara að búið sé að gera mótaðila endanlegt tilboð. Þegar ríkissáttasemjari skynjar í hvað stefnir og að frekari samningaviðræður eru líklega gagnslausar, getur hann að undangengnum ákveðnum skilyrðum lagt fram miðlunartillögu til lausnar vinnudeilu.

Skilyrðin eru tilgreind í 28. gr. fyrrnefndra laga og eru meðal annars þau að leitað hafi verið árangurslaust eftir viðræðum, tímamörkum ætlað til viðræðna án milligöngu sáttasemjara sé lokið og að ekki séu miklar líkur á samkomulagi milli deiluaðila að mati ríkissáttasemjara. Enn fremur að samningar hafi verið lausir í einhvern tíma þannig að aðilum hafi gefist tími til að beita mótaðila þrýstingi um kröfur sínar, og að lokum að aðilum vinnudeilu hafi gefist kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum við hugmyndir ríkissáttasemjara um miðlunartillöguna, sem þeim hafi verið kynntar beint eða opinberlega.

Ríkissáttasemjara ber þess vegna að ráðgast við samninganefndir aðila áður en hann leggur fram miðlunartillögu og í framhaldi af því skal atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu fara fram á kjörfundi sem stendur í fyrir fram ákveðinn tíma.

Ef tvö eða fleiri félög eða félagasambönd eiga saman í deilu getur ríkissáttasemjari í samráði við samninganefndir borið fram eina miðlunartillögu er taki til fleiri en eins deiluaðila eða þeirra allra.

Frétt af forsíðu Tímans 30. september 1982 um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í svonefndri Tungnaárdeilu.

Ávinningur af miðlunartillögu

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er sáttaúrræði sem ætlað er að höggva á hnút árangurslausra sáttatilrauna deiluaðila og telst ekki vera neyðarúrræði eins og lög á verkfall af hendi stjórnvalda. Segja má að ríkissáttasemjari geti þegar hér er komið sögu tekið að sér hlutverk „vonda karlsins“ og beint athygli frá deiluaðilum að sér. Ef deiluaðilar hlýða ekki leikreglum sem eru tilgreindar í lögum nr. 80/1938 getur það valdið þeim skaðabótaskyldu auk sekta sem renna í ríkissjóð. Hafa ber í huga að lög nr. 80/1938 og nr. 94/1986 (lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna) eru sett með það að markmiði að skapa frið á vinnumarkaði og stofnbinda átök deiluaðila. Þessu má líkja við leikreglur sem þekkjast í íþróttum, til dæmis í fótbolta, þar sem umgjörð leiksins er þekkt og leikmenn vita hvaða væntingar eru gerðar til þeirra.

Hvað hafa komið fram margar miðlunartillögur?

Frá árinu 1982 til þess tíma þegar þetta svar er skrifað, hafa 39 miðlunartillögur verið settar fram. Af þeim voru 12 tillögur felldar. Taflan hér fyrir neðan gerir betur grein fyrir öllum þessum miðlunartillögum:

Ár
Niðurstaða
Fj.
Miðlunartillaga
2023
Samþ.
2
Miðlunartillaga í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.[1]
Önnur miðlunartillagan fór ekki í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum Eflingar.[2]
2020
Samþ.
1
Miðlunartillaga í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs .[3]
2018
Samþ.
1
Miðlunartillaga í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsraðherra fyrir hönd ríkissjóðs.[4]
2017
Samþ.
1
Miðlunartillaga í deilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.[5]
2016
Samþ.
3
Miðlunartillaga í deilu Samtaka atvinnulífsins vegna Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. (ÍSAL) annars vegar og Verkalýðsfélagsins Hlífar, VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, FIT Félags iðn- og tæknigreina, VR og MATVÍS hins vegar.[6]
2008
Samþ.
1
Miðlunartillaga í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.[7]
2004
Felld
1
Miðlunartillaga í kjaradeilu Kennarasambands Íslands v/ FG og SÍ og launanefndar sveitarfélaga.[8]
2003
Samþ.
1
Miðlunartillaga í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins v/ Tækniþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli ehf.[9]
2003
Samþ.
1
Miðlunartillaga um sérkjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins f.h. Samskipa h.f. og Sjómannafélagsins Jötuns um kaup og kjör háseta á m/s Herjólfi.
2002
Samþ.
1
Miðlunartillaga um kjarasamning fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags ísl. flugumferðarstjóra.[10]
2001
Samþ.
1
Miðlunartillaga í kjaradeilu Verkalýðsfélagsins Hlífar og launanefndar sveitarfélaga.[11]
1998
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu annars vegar Vélstjórafélags Íslands, Vélstjórafélags Suðurnesja, Vélstjórafélags Vestmannaeyja og Vélstjórafélags Ísafjarðar og hins vegar Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna Útvegsmannafélags Reykjavíkur, Útvegsmannafélags Akraness, Útvegsmannafélags Snæfellsnes, Útvegsmannafélags Vestfjarða, Útvegsmannafélags Norðurlands, Útvegsmannafélags Austfjarða, Útvegsmannafélags Hornafjarðar, Útvegsbændafélags Vestmannaeyja og Útvegsmannafélags Þorlákshafnar.[12]
1998
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Alþýðusambands Vestfjarða vegna Sjómannafélags Ísfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðsfélags Patreksfjarðar, Verkalýðsfélagsins Skjaldar, Verkalýðsfélags Hólmavíkur, Verkalýðsfélagsins Súganda, Verkalýðsfélagsins Varnar, Verkalýðsfélagsins.[13]
1998
Samþ.
1
Miðlunartillaga í kjaradeilu Sjómannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess og Vinnuveitendasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess.[14]
1998
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess og Vinnuveitendasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess svo og kjaradeilu Skipstjóra- og stýrimanna félagsins Bylgjunnar, Ísafirði og Vinnuveitendasambandi Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna Útvegsmannafélags Vestfjarða.[15]
1997
Samþ.
1
Ný miðlunartillaga í kjaradeilu Alþýðusambands Vestfjarða og vinnuveitenda á Vestfjörðum.[16]
1997
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu um kaup og kjör landverkafólks milli Verkalýðsfélagsins Baldurs, Verkalýðsfélags Hólmavíkur, Verkalýðsfélags Patreksfjarðar, Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda, Verkalýðsfélagsins Skjaldar, Verkalýðsfélagsins Brynju og Verkalýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga annars vegar og Vinnuveitendafélags Vestfjarða, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambandsins hins vegar.[17]
1995
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Sjómannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess, Vélstjórafélags Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna aðildarfélaga þess.[18]
1995
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Sjómannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambandsins.[19]
1995
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Bifreiðarstjórafélagsins Sleipnis og Vinnuveitendasambands Íslands vegna aðildarfyrirtækja, félaga í Félagi sérleyfishafa, félaga í Félagi hópferðaleyfishafa og annarra atvinnurekenda sem voru aðilar að síðast gildandi samningi.[20]
1994
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Sjómannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna.[21]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands vegna Íslenska járnblendifélagsins annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélagsins Harðar, Hvalfirði, Sveinafélags málmiðnaðarmanna, Akranesi, Rafiðnaðarsambands Íslands. f.h. aðildarfélaga, Verslunarmannafélags Akraness, Félags matreiðslumanna, Verkamannasambands Íslands, Málm- og skipasmíðasambands Íslands og Landssambands ísl. verslunarmanna.[22]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands vegna Sementsverksmiðju ríkisins annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Félags járniðnaðarmanna, Félags íslenskra rafvirkja, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Verkakvennafélagsins Framsóknar, Verkalýðsfélags Akraness, Sveinafélags málmiðnaðarmanna, Akranesi, Verslunarmannafélags Akraness, Vélstjórafélags Íslands og Trésmiðafélags Akranes.[23]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands vegna Kísiliðjunnar við Mývatn annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Félags íslenskra rafvirkja, Verkalýðsfélags Húsavíkur, Sveinafélags járniðnaðarmanna, Húsavík og Verslunarmannafélags Húsavíkur. [24]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands vegna Steinullarverksmiðjunnar annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Verkamannafélagsins Fram, Sauðárkróki, Iðnsveinafélags Skagafjarðar, Verslunarmannafélags Skagafjarðar, Verkakvennafélagsins Öldunnar, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfélaga.[25]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Kennarasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og launanefndar sveitarfélaga.[26]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands vegna Áburðarverksmiðju ríkisins annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Félags járniðnaðarmanna, Félags íslenskra rafvirkja, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Verkakvennafélagsins Framsóknar, Trésmiðafélags Reykjavíkur og Vélstjórafélags.[27]
1992
Samþ.
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands, Vinnumálasambands samvinnufélaganna, Meistara- og verktakasambandsins byggingamanna, Reykjavíkurborgar, Kópavogs kaupstaðar og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.[28]
1992
Felld
1
Miðlunartillaga til lausnar kjaradeilu Vinnuveitendasambands Íslands, Íslenska Álfélagsins hf. annars vegar og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hins vegar, þ.e. Verkamannafélagsins Hlífar, Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar, Bíliðnafélagsins, Félags blikksmiða, Félags iðnaðarmanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Sveinafélags rafeindavirkja, Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar, Félags byggingaiðnaðarmanna í Hafnarfirði og Félags matreiðslumanna.[29]
1990
Samþ.
1
Miðlunartillaga til Verkamannafélagsins Hlífar og Vinnuveitendasambands Íslands vegna íslenska Álfélagsins hf. um breytingu á Samningi milli Vinnuveitendasambands Íslands. [30]
1988
Felld
2
Miðlunartillaga í deilu milli Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna. [31]
1988
Felld
1
Miðlunartillaga milli Landssambands íslenskra verslunarmanna vegna aðildarfélaga þess, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, og Verslunarmannafélags Suðurnesja og Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna.[32]
1987
Felld
1
Miðlunartillaga í deilu Sjómannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambands Íslands.[33]
1986
Samþ.
1
Miðlunartillaga í deilu Félags starfsfólks í veitingahúsum og Vinnuveitendasambands Íslands.[34]
1982
Samþ.
1
Miðlunartillaga að samningi milli Landsvirkjunar og Vinnuveitendasambands Íslands.[35]

Gögn eru fengin frá embætti ríkissáttasemjara og af vefnum timarit.is.

Tilvísanir:
  1. ^ Efling. (2023, 1. mars). Yfirlýsing vegna miðlunartillögu 1. mars. (Sótt 5.6.2023).
  2. ^ Samtök atvinnulífsins. (2023, 13. febrúar). Efling hefur hindrað framgang lögmætrar miðlunartillögu. (Sótt 5.6.2023).
  3. ^ Gunnar Helgason og Harpa Júlía Sævarsdóttir. (2020). Mikið um að vera í kjaramálum. Tímarit hjúkrunarfræðinga. 3. tbl. 96. árg. bls. 14-18. (Sótt 5.6.2023).
  4. ^ Sjö ljósmæður á Landspítalanum dregið uppsagnir sínar til baka. (2018, 26. júlí). Fréttablaðið. (Sótt 5.6.2023).
  5. ^ Miðlunartillaga í deilu tónlistarkennara. (2017, 1. febrúar). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  6. ^ Kosið um miðlunartillögu í Straumsvík. (2016, 30. mars). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  7. ^ Launin hækka um 16,5 prósent. (2008, 20. september). Fréttablaðið. (Sótt 5.6.2023).
  8. ^ Fengu 20.300 og seldu ákvæði (2004, 30. október). Fréttablaðið. (Sótt 5.6.2023).
  9. ^ Flugvirkjar semja. (2003, 7. nóvember). Fréttablaðið. (Sótt 5.6.2023).
  10. ^ Atkvæði talin í dag um miðlunartillögu sáttasemjara. (2002, 12. febrúar). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  11. ^ Miðlunartillaga í Hafnarfirði. (2001, 19. maí). DV. (Sótt 5.6.2023).
  12. ^ Sæmundur Guðvinsson. (1998). Mælirinn er fullur Sjómannadagsblaðið Víkingur, 62. árg. 4. tbl. bls. 5. (Sótt 5.6.2023).
  13. ^ Miðlunartillaga líkleg um helgina. (1998, 13. mars). Dagur. (Sótt 5.6.2023).
  14. ^ Sjómenn jákvæðir en útvegsmenn ekki. (1998, 17. mars). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  15. ^ Pétur Gunnarsson (1998, 17. mars). Kvótaþing og veiðiskylda forsendur tilagnanna. Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  16. ^ Eflaust þrýst á "sátta". (1997, 29. maí). Dagur-Tíminn. (Sótt 5.6.2023).
  17. ^ "Það ætti að fella þetta". (1997, 30. maí). Dagblaðið Vísir - DV. (Sótt 5.6.2023).
  18. ^ Meginkrafa sjómanna er breytt verðmyndun á fiski. (1995, 4. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  19. ^ Verkfalli frestað. (1995, 5. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  20. ^ Boða hertar aðgerðir. (1995, 30. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  21. ^ Ríkissáttasemjari með miðlunartillögu. (1994, 25. janúar). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  22. ^ Eini tilgangur verktakavinnu er að fækka föstum starfsmönnum ÍSAL. (1992, 21. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  23. ^ Samkomulag um að þróa afkastahvetjandi launakerfi í verslun. (1992, 1. maí). Dagur. (Sótt 5.6.2023).
  24. ^ Félag íslenskra rafvirkja. (1992, 14. febrúar). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  25. ^ Norðlendingar sögðu já. (1992, 8. maí). Dagur. (Sótt 5.6.2023).
  26. ^ Kennarar samþykktu miðlunartillöguna. (1992, 19. maí). Dagur. (Sótt 5.6.2023).
  27. ^ Allsherjaratkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. (1992, 5. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  28. ^ Þeir tekjulægstu ná kaupmætti eins og hann var í júní. (1992, 1. maí). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  29. ^ Sigurður T. Sigurðsson. (1992, 10. júní). Aukin afköst - lægri laun. Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  30. ^ Atkvæðagreiðslan sker úr um það hvort framleiðslan stöðvast. (1990, 10. apríl). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  31. ^ Að miðlunartillögu felldri. (1988, 3. maí). Dagur. (Sótt 5.6.2023).
  32. ^ Formannaráðstefna hjá sáttasemjara. (1988, 2. maí). DV. (Sótt 5.6.2023).
  33. ^ Sáttatillaga felld af báðum aðilum. (1987, 30. janúar). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  34. ^ Samkomulag í veitingahúsum. (1986, 19. apríl). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).
  35. ^ Vinna hófst á Tungnaársvæði í gær. (1982, 1. október). Morgunblaðið. (Sótt 5.6.2023).

Mynd:

...