Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvers konar konungasaga er Fagurskinna?

Ármann Jakobsson

Um konungasögur er fjallað nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og lesendum er bent á að kynna sér það svar einnig.

Konungasagnaritið Fagurskinna er litlu yngra en Morkinskinna en öfugt við Morkinskinnu er erfitt að rökstyðja hvort hún sé samin af Íslendingi eða Norðmanni. Þar er hins vegar farið að gæta hins mikla fornmenntaáhuga sem síðan setti svip á sagnaritun 13. og 14. aldar. Sagnaritararnir vilja ekki aðeins segja frá síðari alda konungum heldur einnig hinum goðsagnakenndu konungum 9. og 10. aldar. Þannig er í Fagurskinnu sögð saga ríflega þriggja alda en frásögnin er margfalt styttri en samsvarandi frásögn Morkinskinnu. Í báðum sögum er hins vegar mikill fjöldi dróttkvæðra vísna og er það skýr vísbending um að upp úr 1220 séu sagnaritarar teknir að telja dróttkvæðar vísur afar mikilvægan þátt í konungasögum. Fer það ágætlega saman við áhuga höfundar Snorra-Eddu á dróttkvæðum á svipuðum tíma.

Fagurskinna er aðeins til í einu fornu broti en annars einungis varðveitt í handritum frá 17. öld.

Í fyrri hluta Fagurskinnu eru átök heiðni og kristni áberandi. Ýmist eru konungar fyrri alda göfugir heiðingjar eða kristnir og reyna að boða trú í landinu. Fram að dögum Ólafs helga gengur lítið né rekur; ævinlega snúa heiðingjar aftur og kristninni fer þá aftur á ný. Áhrif frá Morkinskinnu móta mjög síðari hluta sögunnar og jafnvel er hægt að kalla hana styttri gerð af sömu sögu, undir áhrifum frá svipaðri fagurfræði hvað varðar þátt dróttkvæða. Á hinn bóginn fá þegnar konungs mun minna vægi og mun minna er fjallað um Íslendinga í þjónustu konungs. Ekki er það þó skýr vísbending um að höfundur sé norskur. Fyrir nokkrum áratugum töldu fræðimenn að Fagurskinna væri konungssinnaðasta sagnaritið af þessum þremur en Morkinskinna væri fremur kirkjuvaldssinnuð og Heimskringla höfðingjasinnuð. Við nánari skoðun virðist sá greinarmunur ekki raunverulegur. Hver saga hefur sína sýn en í engri þeirra er efast um konungsvaldið og mikil gagnrýni á einstaka konunga helst iðulega í hendur við áhuga á konungsvaldinu yfirleitt.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

14.3.2023

Spyrjandi

Aðalsteinn S.

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Hvers konar konungasaga er Fagurskinna?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2023. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84736.

Ármann Jakobsson. (2023, 14. mars). Hvers konar konungasaga er Fagurskinna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84736

Ármann Jakobsson. „Hvers konar konungasaga er Fagurskinna?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2023. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84736>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar konungasaga er Fagurskinna?
Um konungasögur er fjallað nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og lesendum er bent á að kynna sér það svar einnig.

Konungasagnaritið Fagurskinna er litlu yngra en Morkinskinna en öfugt við Morkinskinnu er erfitt að rökstyðja hvort hún sé samin af Íslendingi eða Norðmanni. Þar er hins vegar farið að gæta hins mikla fornmenntaáhuga sem síðan setti svip á sagnaritun 13. og 14. aldar. Sagnaritararnir vilja ekki aðeins segja frá síðari alda konungum heldur einnig hinum goðsagnakenndu konungum 9. og 10. aldar. Þannig er í Fagurskinnu sögð saga ríflega þriggja alda en frásögnin er margfalt styttri en samsvarandi frásögn Morkinskinnu. Í báðum sögum er hins vegar mikill fjöldi dróttkvæðra vísna og er það skýr vísbending um að upp úr 1220 séu sagnaritarar teknir að telja dróttkvæðar vísur afar mikilvægan þátt í konungasögum. Fer það ágætlega saman við áhuga höfundar Snorra-Eddu á dróttkvæðum á svipuðum tíma.

Fagurskinna er aðeins til í einu fornu broti en annars einungis varðveitt í handritum frá 17. öld.

Í fyrri hluta Fagurskinnu eru átök heiðni og kristni áberandi. Ýmist eru konungar fyrri alda göfugir heiðingjar eða kristnir og reyna að boða trú í landinu. Fram að dögum Ólafs helga gengur lítið né rekur; ævinlega snúa heiðingjar aftur og kristninni fer þá aftur á ný. Áhrif frá Morkinskinnu móta mjög síðari hluta sögunnar og jafnvel er hægt að kalla hana styttri gerð af sömu sögu, undir áhrifum frá svipaðri fagurfræði hvað varðar þátt dróttkvæða. Á hinn bóginn fá þegnar konungs mun minna vægi og mun minna er fjallað um Íslendinga í þjónustu konungs. Ekki er það þó skýr vísbending um að höfundur sé norskur. Fyrir nokkrum áratugum töldu fræðimenn að Fagurskinna væri konungssinnaðasta sagnaritið af þessum þremur en Morkinskinna væri fremur kirkjuvaldssinnuð og Heimskringla höfðingjasinnuð. Við nánari skoðun virðist sá greinarmunur ekki raunverulegur. Hver saga hefur sína sýn en í engri þeirra er efast um konungsvaldið og mikil gagnrýni á einstaka konunga helst iðulega í hendur við áhuga á konungsvaldinu yfirleitt.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....