Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað má gatið vera stórt eða lítið svo starinn komist í gegn til að gera sér til hreiður?

Of mikið nábýli við starann (Sturnus vulgaris) þykir lítt eftirsóknarvert því hann ber með sér fuglafló sem getur lagst á fólk og valdið óþægindum. Þess vegna fylgir því sjaldnast mikill fögnuður að finna starahreiður nálægt eða í híbýlum fólks.

Á vorin gerir starinn sér gjarnan hreiður á eða í mannabústöðum, til dæmis í holum undir þakskeggjum eða í veggjum þar sem hann kemst á milli borða, við rennur þar sem hann getur troðið sér meðfram, í hreiðurkössum, og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum eða skipum.

Starinn þarf ekki meira en 4 cm gat til að komast að álitlegu hreiðurstæði, hvort sem það er í þakskeggi eða úti í náttúrunni.

Ef hann getur náð lendingu þarf hann ekki mikið pláss til þess að koma sér inn í vænlegt hreiðurstæði. Þær heimildir sem skoðaðar voru við gerð þessa svars eru sammála um að fuglinn geti troðið sér í gegnum gat sem er ekki nema um það bil 4 cm í þvermál og ef um aflanga rifu er að ræða getur hæð hennar jafnvel verið eitthvað minni.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.5.2023

Spyrjandi

Ingólfur Rúnar Jónsson

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2023, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84852.

Jón Már Halldórsson. (2023, 19. maí). Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84852

Jón Már Halldórsson. „Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2023. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84852>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað má gatið vera stórt eða lítið svo starinn komist í gegn til að gera sér til hreiður?

Of mikið nábýli við starann (Sturnus vulgaris) þykir lítt eftirsóknarvert því hann ber með sér fuglafló sem getur lagst á fólk og valdið óþægindum. Þess vegna fylgir því sjaldnast mikill fögnuður að finna starahreiður nálægt eða í híbýlum fólks.

Á vorin gerir starinn sér gjarnan hreiður á eða í mannabústöðum, til dæmis í holum undir þakskeggjum eða í veggjum þar sem hann kemst á milli borða, við rennur þar sem hann getur troðið sér meðfram, í hreiðurkössum, og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum eða skipum.

Starinn þarf ekki meira en 4 cm gat til að komast að álitlegu hreiðurstæði, hvort sem það er í þakskeggi eða úti í náttúrunni.

Ef hann getur náð lendingu þarf hann ekki mikið pláss til þess að koma sér inn í vænlegt hreiðurstæði. Þær heimildir sem skoðaðar voru við gerð þessa svars eru sammála um að fuglinn geti troðið sér í gegnum gat sem er ekki nema um það bil 4 cm í þvermál og ef um aflanga rifu er að ræða getur hæð hennar jafnvel verið eitthvað minni.

Heimildir og mynd:...