Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver munur á trú karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri?

Terry Gunnell

Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] er (og hefur lengi verið) stór munur milli trúar karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri. Það sama gildir um reynslu, þar sem konur virðast segja oftar frá yfirnáttúrulegri reynslu en karlar.

Í nýjustu könnuninni frá 2023 var spurt um viðhorf til berdreymis; nafnavitjunar; hugboða; forspárhæfileika; skyggni; framhaldslífs; svipa manna og dýra; yfirnáttúrulegra hreyfinga; reimleika; álfa og huldufólks; álagabletta; ættarfylgja; fylgja; bænalæknis / huglæknis; fljúgandi furðuhluta; blómaálfa; guðs; og ásatrúar, og reynslu fólks af sumum þessa fyrirbæra. Um var að ræða svonefnda panelkönnun[4] með um 2800 þátttakendum. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um viðhorf karla og kvenna og eru tölurnar vigtaðar (V).[5] Setningarnar sem þátttakendur voru látnir lýsa afstöðu sinni til eru birtar fyrir neðan hvert súlurit fyrir sig.

Telur þú einstaklingsfylgjur/árur/fyrirboða (þ.e. verur eða árur sem fylgja einstaklingum og hægt er að finna fyrir á einn eða annan hátt) vera...

Telur þú berdreymi vera...

Telur þú framhaldslíf, þ.e. að mannssálin lifi af líkamsdauðann, vera...

Hvaða fullyrðing um guð lýsir eða kemst næst því að lýsa skoðun þinni?

Eina undantekningin virðist vera trú á fljúgandi furðuhluti, en karlmenn í dag virðast hafa meira trú á slík fyrirbæri en konur í dag.

Telur þú tilveru fljúgandi furðuhluta (UFO) vera...

Athugið að í könnuninni voru aðeins notuð hugtökin „karl“ og „kona“ í sambandi við kyn til þess að geta borið tölurnar saman við kannanir frá 1974 og 2006/2007. Athyglisvert væri að gera nýja könnun þar sem spurt væri um fleiri kyn og skoðuð mismunandi viðhorf og reynsla þeirra.

Tilvísanir:
  1. ^ Fyrir Terry Gunnell, núna prófessor emeritus í þjóðfræði og Erlend Haraldsson, sjá Erlendur Haraldsson 1978.
  2. ^ Sjá Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Ragna Benedikta Garðarsdóttir og Unnur Diljá Teitsdóttir 2008.
  3. ^ Fyrir Terry Gunnell.
  4. ^ Nánari útskýringu á netpanel Félagsvísindastofnunar er að finna hér: Netpanell.
  5. ^ Vigt er gildi sem hver þátttakandi fær. Gildið breytir því hversu mikil áhrif svör þátttakandans hafa í heildarsvarendahópnum. Þetta er gert til að svarendahópurinn endurspegli sem best þýðið.

Heimildir:

Höfundur

Terry Gunnell

prófessor emeritus í þjóðfræði við HÍ

Útgáfudagur

2.1.2024

Síðast uppfært

8.2.2024

Spyrjandi

Dagrún

Tilvísun

Terry Gunnell. „Er einhver munur á trú karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2024, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85826.

Terry Gunnell. (2024, 2. janúar). Er einhver munur á trú karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85826

Terry Gunnell. „Er einhver munur á trú karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2024. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85826>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er einhver munur á trú karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri?
Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] er (og hefur lengi verið) stór munur milli trúar karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri. Það sama gildir um reynslu, þar sem konur virðast segja oftar frá yfirnáttúrulegri reynslu en karlar.

Í nýjustu könnuninni frá 2023 var spurt um viðhorf til berdreymis; nafnavitjunar; hugboða; forspárhæfileika; skyggni; framhaldslífs; svipa manna og dýra; yfirnáttúrulegra hreyfinga; reimleika; álfa og huldufólks; álagabletta; ættarfylgja; fylgja; bænalæknis / huglæknis; fljúgandi furðuhluta; blómaálfa; guðs; og ásatrúar, og reynslu fólks af sumum þessa fyrirbæra. Um var að ræða svonefnda panelkönnun[4] með um 2800 þátttakendum. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um viðhorf karla og kvenna og eru tölurnar vigtaðar (V).[5] Setningarnar sem þátttakendur voru látnir lýsa afstöðu sinni til eru birtar fyrir neðan hvert súlurit fyrir sig.

Telur þú einstaklingsfylgjur/árur/fyrirboða (þ.e. verur eða árur sem fylgja einstaklingum og hægt er að finna fyrir á einn eða annan hátt) vera...

Telur þú berdreymi vera...

Telur þú framhaldslíf, þ.e. að mannssálin lifi af líkamsdauðann, vera...

Hvaða fullyrðing um guð lýsir eða kemst næst því að lýsa skoðun þinni?

Eina undantekningin virðist vera trú á fljúgandi furðuhluti, en karlmenn í dag virðast hafa meira trú á slík fyrirbæri en konur í dag.

Telur þú tilveru fljúgandi furðuhluta (UFO) vera...

Athugið að í könnuninni voru aðeins notuð hugtökin „karl“ og „kona“ í sambandi við kyn til þess að geta borið tölurnar saman við kannanir frá 1974 og 2006/2007. Athyglisvert væri að gera nýja könnun þar sem spurt væri um fleiri kyn og skoðuð mismunandi viðhorf og reynsla þeirra.

Tilvísanir:
  1. ^ Fyrir Terry Gunnell, núna prófessor emeritus í þjóðfræði og Erlend Haraldsson, sjá Erlendur Haraldsson 1978.
  2. ^ Sjá Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Ragna Benedikta Garðarsdóttir og Unnur Diljá Teitsdóttir 2008.
  3. ^ Fyrir Terry Gunnell.
  4. ^ Nánari útskýringu á netpanel Félagsvísindastofnunar er að finna hér: Netpanell.
  5. ^ Vigt er gildi sem hver þátttakandi fær. Gildið breytir því hversu mikil áhrif svör þátttakandans hafa í heildarsvarendahópnum. Þetta er gert til að svarendahópurinn endurspegli sem best þýðið.

Heimildir:...