Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku? Konungur Spánar heitir Felipe en kallaður Filippus á Íslandi, fyrrum drottningarmaður Elísabetar hét Philip en á Íslandi Filippus líka. Velti fyrir af hverju ekki Filip?

Nafnið Filippus kemur fyrir í Sturlungu á 13. öld og fornbréfum frá því á 14. öld. Í manntali 1703 báru 26 sunnlenskir karlar nafnið og árið 1910 voru nafnberar 33, þar af tæpur helmingur í Rangárvallasýslu. Í þjóðskrá 1. janúar 2023 báru 11 karlar nafnið að einnefni eða fyrra nafni og fimm að síðara nafni og sést af þessum tölum að Filippus hefur ekki verið algengt nafn hérlendis.

Í þjóðskrá 1. janúar 2023 voru 214 karlar voru skráðir Filip að einnefni eða fyrra nafni og 38 að síðara nafni og skýrist það helst af fjölda þeirra sem flust hafa til landsins. Báðar nafnmyndirnar, Filippus og Filip, eru á mannanafnaskrá.

Nafnarnir Felipe VI. Spánarkonungur, Philip prins, hertogi af Edinborg og Philippe, konungur Belgíu hafa allir verið kallaðir Filippus á íslensku en það nafn er mjög gamalt í málinu.

Erlenda myndin Philip er fremur ung hérlendis og virðist fyrst notuð á sjöunda áratug 20. aldar. Í þjóðskrá 1. janúar 2023 var 21 karl skráður með þessu nafni að einnefni eða fyrra nafni og 14 karlar hétu svo að síðara nafni. Skýringin er hins sama og með Filip.

Nafnið Filippus hefur verið notað á Norðurlöndum frá því á 12. öld og ritað með ýmsum hætti. Í Noregi var nafnið á miðöldum oftast ritað Filipus en í seinni tíð er það skrifað Filip. Myndirnar Filpus, Filip og Philip hafa tíðkast í Svíþjóð en tíðasta danska myndin er Philip. Nafnmyndin Philip tíðkast á Englandi og í Þýskalandi.

Nafnið er upphaflega grískt, Phílippos, sett saman af phílos ‘vinur’ og híppos ‘hestur’ og var meðal annars nafn föður Alexanders mikla.

Heimild og myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.9.2024

Spyrjandi

Haraldur Björnsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku?“ Vísindavefurinn, 17. september 2024, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86861.

Guðrún Kvaran. (2024, 17. september). Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86861

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2024. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86861>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku? Konungur Spánar heitir Felipe en kallaður Filippus á Íslandi, fyrrum drottningarmaður Elísabetar hét Philip en á Íslandi Filippus líka. Velti fyrir af hverju ekki Filip?

Nafnið Filippus kemur fyrir í Sturlungu á 13. öld og fornbréfum frá því á 14. öld. Í manntali 1703 báru 26 sunnlenskir karlar nafnið og árið 1910 voru nafnberar 33, þar af tæpur helmingur í Rangárvallasýslu. Í þjóðskrá 1. janúar 2023 báru 11 karlar nafnið að einnefni eða fyrra nafni og fimm að síðara nafni og sést af þessum tölum að Filippus hefur ekki verið algengt nafn hérlendis.

Í þjóðskrá 1. janúar 2023 voru 214 karlar voru skráðir Filip að einnefni eða fyrra nafni og 38 að síðara nafni og skýrist það helst af fjölda þeirra sem flust hafa til landsins. Báðar nafnmyndirnar, Filippus og Filip, eru á mannanafnaskrá.

Nafnarnir Felipe VI. Spánarkonungur, Philip prins, hertogi af Edinborg og Philippe, konungur Belgíu hafa allir verið kallaðir Filippus á íslensku en það nafn er mjög gamalt í málinu.

Erlenda myndin Philip er fremur ung hérlendis og virðist fyrst notuð á sjöunda áratug 20. aldar. Í þjóðskrá 1. janúar 2023 var 21 karl skráður með þessu nafni að einnefni eða fyrra nafni og 14 karlar hétu svo að síðara nafni. Skýringin er hins sama og með Filip.

Nafnið Filippus hefur verið notað á Norðurlöndum frá því á 12. öld og ritað með ýmsum hætti. Í Noregi var nafnið á miðöldum oftast ritað Filipus en í seinni tíð er það skrifað Filip. Myndirnar Filpus, Filip og Philip hafa tíðkast í Svíþjóð en tíðasta danska myndin er Philip. Nafnmyndin Philip tíðkast á Englandi og í Þýskalandi.

Nafnið er upphaflega grískt, Phílippos, sett saman af phílos ‘vinur’ og híppos ‘hestur’ og var meðal annars nafn föður Alexanders mikla.

Heimild og myndir:

...