Sólin Sólin Rís 03:44 • sest 23:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:35 • Sest 12:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:09 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 16:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:44 • sest 23:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:35 • Sest 12:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:09 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 16:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa einhverjir ávextir vaxið hér án íhlutunar mannsins?

Jón Már Halldórsson

Á Íslandi eru ræktaðar ýmis konar jurtir sem bera ávexti, ýmist í gróðurhúsum eða úti við. Sem dæmi má nefna epli, perur, plómur, sítrónur og banana. Náttúruleg skilyrði á Íslandi eru þó erfið fyrir vöxt flestra ávaxtatrjáa og því lítið um að hér vaxi jurtir, án allrar íhlutnar og aðstoðar mannsins, sem bera ávexti líkt og við þekkjum frá löndum með mildara veðurfar.

Aðalbláber (Vaccinium myrtillus) vaxa villt víða um landið.

Þó eru nokkrar jurtir og runnar sem bera einhvers konar ávexti sem hafa vaxið villt á Íslandi án aðkomu mannsins. Þetta eru reyndar ekki ávextir í hefðbundnum skilningi og daglegri notkun þess orðs (t.d. epli, perur o.s.frv.), heldur fremur smáber, aðallega aldin plantna af lyngætt, sem eru sérhæfðar í að lifa af í harðbýlu veðurfari og súrum jarðvegi Íslands.

Dæmi um slíkar jurtir og ber:
  • Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus) - aðalbláber. Algengt víða um landið, sérstaklega á snjóþyngri svæðum. Berin eru ýmist blá, dökkblá eða nærri því svör. Berin eru góð fersk, í saft eða sultu.
  • Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum) – bláber. Mjög algeng planta um allt land. Berin eru blá og algengt að nota þau fersk, í saft eða sultu.
  • Krækilyng (Empetrum nigrum) – krækiber. Ein af algengustu jurtum landsins. Svört ber sem notuð eru fersk, í sultur, hlaup og saft eða vín.
  • Hrútaber (Rubus saxatilis). Algeng á láglendi um allt land. Rauð ber sem eru góð til átu fersk eða í sultu/hlaup.
  • Jarðarber (Fragaria vesca). Vaxa á láglendi víða um land en ekki í miklum mæli.
  • Einir (Juniperus communis) – einiber. Runni sem er fremur algengur um nær allt land. Berin eru dökkblá, ekki mikið notuð til manneldis, aðallega í krydd.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.7.2025

Spyrjandi

Örn

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hafa einhverjir ávextir vaxið hér án íhlutunar mannsins?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2025, sótt 16. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87069.

Jón Már Halldórsson. (2025, 16. júlí). Hafa einhverjir ávextir vaxið hér án íhlutunar mannsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87069

Jón Már Halldórsson. „Hafa einhverjir ávextir vaxið hér án íhlutunar mannsins?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2025. Vefsíða. 16. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87069>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa einhverjir ávextir vaxið hér án íhlutunar mannsins?
Á Íslandi eru ræktaðar ýmis konar jurtir sem bera ávexti, ýmist í gróðurhúsum eða úti við. Sem dæmi má nefna epli, perur, plómur, sítrónur og banana. Náttúruleg skilyrði á Íslandi eru þó erfið fyrir vöxt flestra ávaxtatrjáa og því lítið um að hér vaxi jurtir, án allrar íhlutnar og aðstoðar mannsins, sem bera ávexti líkt og við þekkjum frá löndum með mildara veðurfar.

Aðalbláber (Vaccinium myrtillus) vaxa villt víða um landið.

Þó eru nokkrar jurtir og runnar sem bera einhvers konar ávexti sem hafa vaxið villt á Íslandi án aðkomu mannsins. Þetta eru reyndar ekki ávextir í hefðbundnum skilningi og daglegri notkun þess orðs (t.d. epli, perur o.s.frv.), heldur fremur smáber, aðallega aldin plantna af lyngætt, sem eru sérhæfðar í að lifa af í harðbýlu veðurfari og súrum jarðvegi Íslands.

Dæmi um slíkar jurtir og ber:
  • Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus) - aðalbláber. Algengt víða um landið, sérstaklega á snjóþyngri svæðum. Berin eru ýmist blá, dökkblá eða nærri því svör. Berin eru góð fersk, í saft eða sultu.
  • Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum) – bláber. Mjög algeng planta um allt land. Berin eru blá og algengt að nota þau fersk, í saft eða sultu.
  • Krækilyng (Empetrum nigrum) – krækiber. Ein af algengustu jurtum landsins. Svört ber sem notuð eru fersk, í sultur, hlaup og saft eða vín.
  • Hrútaber (Rubus saxatilis). Algeng á láglendi um allt land. Rauð ber sem eru góð til átu fersk eða í sultu/hlaup.
  • Jarðarber (Fragaria vesca). Vaxa á láglendi víða um land en ekki í miklum mæli.
  • Einir (Juniperus communis) – einiber. Runni sem er fremur algengur um nær allt land. Berin eru dökkblá, ekki mikið notuð til manneldis, aðallega í krydd.

Myndir:...