
Aðalbláber (Vaccinium myrtillus) vaxa villt víða um landið.
- Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus) - aðalbláber. Algengt víða um landið, sérstaklega á snjóþyngri svæðum. Berin eru ýmist blá, dökkblá eða nærri því svör. Berin eru góð fersk, í saft eða sultu.
- Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum) – bláber. Mjög algeng planta um allt land. Berin eru blá og algengt að nota þau fersk, í saft eða sultu.
- Krækilyng (Empetrum nigrum) – krækiber. Ein af algengustu jurtum landsins. Svört ber sem notuð eru fersk, í sultur, hlaup og saft eða vín.
- Hrútaber (Rubus saxatilis). Algeng á láglendi um allt land. Rauð ber sem eru góð til átu fersk eða í sultu/hlaup.
- Jarðarber (Fragaria vesca). Vaxa á láglendi víða um land en ekki í miklum mæli.
- Einir (Juniperus communis) – einiber. Runni sem er fremur algengur um nær allt land. Berin eru dökkblá, ekki mikið notuð til manneldis, aðallega í krydd.
- Opioła Jerzy. (2006, 19. ágúst). Empetrum nigrum a1.jpg. Wikimedia Commons. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Empetrum_nigrum_a1.jpg
- Anneli Salo. (2011, 13. júlí). Vaccinium myrtillus Mustikka IMG 1100 C- cropped.jpg. Wikimedia Commons. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Vaccinium_myrtillus_Mustikka_IMG_1100_C-_cropped.jpg