Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:57 • Síðdegis: 20:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:57 • Síðdegis: 20:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað kostar tonn af kolefnisígildum?

Sigurður Jóhannesson

Hagfræðingar, sem ritað hafa um loftslagsmál, hafa lengi verið á einu máli um nauðsyn þess að taka upp „gegnsætt og sambærilegt kolefnisgjald um allan heim“.[1] Sanngjarnt gjald ræðst af tjóninu sem losunin veldur. Tjónið leggst á alla heimsbyggðina – og fyrst og fremst á aðra en þá sem valda því. Þess vegna taka menn yfirleitt ekki tillit til þess í gjörðum sínum.

Vel útfært kolefnisgjald breytir þessu. Þeir sem losa kolefni í andrúmsloftið bera þá kostnaðinn sjálfir og að öðru jöfnu losna þá minna kolefni en ella. Gjaldið flýtir líka fyrir þróun á tækni sem dregur úr losun kolefnis. Best fer á að það sé lagt á allar vörur og þjónustu sem valda losun: Kjöt, olíu, bensín, flug, innfluttar vörur og svo framvegis. Á móti sé ræktun og önnur binding kolefnis styrkt.

Hagfræðingarnir Lint Barrage og William Nordhaus, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2018 fyrir rannsóknir sínar á loftslagsmálum, lögðu árið 2023 mat á tjón af hverju tonni koltvísýringsígilda. Meðal þess sem áhrif hefur á matið er hætta af því að hlýnunin nái vendipunktum (e. tipping points), sem gætu orðið til þess að metan losnaði úr freðmýrum Síberíu, jöklar tækju að bráðna hraðar en til þessa eða að hafstraumar breyttust. Árið 2025 mundu 59 bandaríkjadalir á hvert tonn CO2 leiða til hagstæðustu niðurstöðu að þeirra dómi. Gjaldið hækkar með tímanum og verður 125 dalir árið 2050.

Hagfræðingar hafa lagt mat á tjón af hverju tonni koltvísýringsígilda. Meðal þess sem áhrif hefur á matið er hætta af því að hlýnunin nái vendipunktum (e. tipping points), sem gætu orðið til þess að metan losnaði úr freðmýrum Síberíu, jöklar tækju að bráðna hraðar en til þessa eða að hafstraumar breyttust.

Þetta gjald stöðvar ekki hlýnunina. Ef farið verður að ráðum þeirra félaga verður loftslag á jörðunni árið 2100 2,6°C hlýrra en fyrir iðnbyltingu[2] og 1 til 1½ gráðu hlýrra en nú. Aðrir telja að óvissa um hvað gerist réttlæti harðari aðgerðir.[3] En reyndar telja Barrage og Nordhaus þörf á miklu róttækari aðgerðum en flest ríki heims fylgja nú. Mat þeirra er að meðalgjald á losun koltvísýringsígilda í heiminum um þessar mundir sé nálægt einum tíunda af því sem þeir mæla með.[4] Verð á markaði Evrópusambandsins með losunarheimildir er aftur á móti ekki langt frá því verði sem Barrage og Nordhaus nefna. Um miðjan apríl 2025 kostaði tonn af losunarheimildum þar um 66 evrur,[5] eða um 75 bandaríkjadali, miðað við markaðsgengi. Framboð á heimildum í kerfinu minnkar ár frá ári og verðið hækkar því með tímanum.[6]

Tilvísanir:
  1. ^ Stern Review Final Report. (2006), bls. 468. https://webarchive.nationalarchives.gov.uk/ukgwa/20100407172811/https://www.hm-treasury.gov.uk/stern_review_report.htm, sjá einnig William Nordhaus, 2007, A Review of the Stern Review on the Economics of Climate Change. Journal of Economic Literature, XLV. árg., bls. 689. https://www.aeaweb.org/articles?id=10.1257/jel.45.3.686
  2. ^ Lint Barrage, William Nordhaus. (2024). Policies, projections, and the social cost of carbon: Results from the DICE-2023 model. Proc. Natl. Acad. Sci. U.S.A. 121(13) e2312030121. https://doi.org/10.1073/pnas.2312030121
  3. ^ Martin L. Weitzman. (2007). A Review of the Stern Review on the Economics of Climate Change. Journal of Economic Literature, 45. árg. (september), bls. 703-724. https://www.aeaweb.org/articles?id=10.1257/jel.45.3.703
  4. ^ Barrage og Nordhaus, 2024, bls. 6.
  5. ^ Trading economics. (e.d.). EU Carbon Permits - Index Price | Live quote | Historical chart. Sótt 16.4.2025 af: https://tradingeconomics.com/eecxm:ind
  6. ^ European Commission. (e.d.). EU ETS emissions cap. https://climate.ec.europa.eu/eu-action/eu-emissions-trading-system-eu-ets/eu-ets-emissions-cap_en?utm_source=chatgpt.com

Myndir:

Höfundur

Sigurður Jóhannesson

sérfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands

Útgáfudagur

29.4.2025

Spyrjandi

Rafn Ingólfsson

Tilvísun

Sigurður Jóhannesson. „Hvað kostar tonn af kolefnisígildum?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2025, sótt 30. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87770.

Sigurður Jóhannesson. (2025, 29. apríl). Hvað kostar tonn af kolefnisígildum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87770

Sigurður Jóhannesson. „Hvað kostar tonn af kolefnisígildum?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2025. Vefsíða. 30. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87770>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað kostar tonn af kolefnisígildum?
Hagfræðingar, sem ritað hafa um loftslagsmál, hafa lengi verið á einu máli um nauðsyn þess að taka upp „gegnsætt og sambærilegt kolefnisgjald um allan heim“.[1] Sanngjarnt gjald ræðst af tjóninu sem losunin veldur. Tjónið leggst á alla heimsbyggðina – og fyrst og fremst á aðra en þá sem valda því. Þess vegna taka menn yfirleitt ekki tillit til þess í gjörðum sínum.

Vel útfært kolefnisgjald breytir þessu. Þeir sem losa kolefni í andrúmsloftið bera þá kostnaðinn sjálfir og að öðru jöfnu losna þá minna kolefni en ella. Gjaldið flýtir líka fyrir þróun á tækni sem dregur úr losun kolefnis. Best fer á að það sé lagt á allar vörur og þjónustu sem valda losun: Kjöt, olíu, bensín, flug, innfluttar vörur og svo framvegis. Á móti sé ræktun og önnur binding kolefnis styrkt.

Hagfræðingarnir Lint Barrage og William Nordhaus, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2018 fyrir rannsóknir sínar á loftslagsmálum, lögðu árið 2023 mat á tjón af hverju tonni koltvísýringsígilda. Meðal þess sem áhrif hefur á matið er hætta af því að hlýnunin nái vendipunktum (e. tipping points), sem gætu orðið til þess að metan losnaði úr freðmýrum Síberíu, jöklar tækju að bráðna hraðar en til þessa eða að hafstraumar breyttust. Árið 2025 mundu 59 bandaríkjadalir á hvert tonn CO2 leiða til hagstæðustu niðurstöðu að þeirra dómi. Gjaldið hækkar með tímanum og verður 125 dalir árið 2050.

Hagfræðingar hafa lagt mat á tjón af hverju tonni koltvísýringsígilda. Meðal þess sem áhrif hefur á matið er hætta af því að hlýnunin nái vendipunktum (e. tipping points), sem gætu orðið til þess að metan losnaði úr freðmýrum Síberíu, jöklar tækju að bráðna hraðar en til þessa eða að hafstraumar breyttust.

Þetta gjald stöðvar ekki hlýnunina. Ef farið verður að ráðum þeirra félaga verður loftslag á jörðunni árið 2100 2,6°C hlýrra en fyrir iðnbyltingu[2] og 1 til 1½ gráðu hlýrra en nú. Aðrir telja að óvissa um hvað gerist réttlæti harðari aðgerðir.[3] En reyndar telja Barrage og Nordhaus þörf á miklu róttækari aðgerðum en flest ríki heims fylgja nú. Mat þeirra er að meðalgjald á losun koltvísýringsígilda í heiminum um þessar mundir sé nálægt einum tíunda af því sem þeir mæla með.[4] Verð á markaði Evrópusambandsins með losunarheimildir er aftur á móti ekki langt frá því verði sem Barrage og Nordhaus nefna. Um miðjan apríl 2025 kostaði tonn af losunarheimildum þar um 66 evrur,[5] eða um 75 bandaríkjadali, miðað við markaðsgengi. Framboð á heimildum í kerfinu minnkar ár frá ári og verðið hækkar því með tímanum.[6]

Tilvísanir:
  1. ^ Stern Review Final Report. (2006), bls. 468. https://webarchive.nationalarchives.gov.uk/ukgwa/20100407172811/https://www.hm-treasury.gov.uk/stern_review_report.htm, sjá einnig William Nordhaus, 2007, A Review of the Stern Review on the Economics of Climate Change. Journal of Economic Literature, XLV. árg., bls. 689. https://www.aeaweb.org/articles?id=10.1257/jel.45.3.686
  2. ^ Lint Barrage, William Nordhaus. (2024). Policies, projections, and the social cost of carbon: Results from the DICE-2023 model. Proc. Natl. Acad. Sci. U.S.A. 121(13) e2312030121. https://doi.org/10.1073/pnas.2312030121
  3. ^ Martin L. Weitzman. (2007). A Review of the Stern Review on the Economics of Climate Change. Journal of Economic Literature, 45. árg. (september), bls. 703-724. https://www.aeaweb.org/articles?id=10.1257/jel.45.3.703
  4. ^ Barrage og Nordhaus, 2024, bls. 6.
  5. ^ Trading economics. (e.d.). EU Carbon Permits - Index Price | Live quote | Historical chart. Sótt 16.4.2025 af: https://tradingeconomics.com/eecxm:ind
  6. ^ European Commission. (e.d.). EU ETS emissions cap. https://climate.ec.europa.eu/eu-action/eu-emissions-trading-system-eu-ets/eu-ets-emissions-cap_en?utm_source=chatgpt.com

Myndir:...