Sólin Sólin Rís 04:35 • sest 22:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:00 • Sest 04:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:11 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:35 • sest 22:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:00 • Sest 04:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:11 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru allar loftslagsaðgerðir hagkvæmar?

Sigurður Jóhannesson

Loftslagsaðgerðir miða að því að draga kerfisbundið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þær geta verið af ýmsum toga. Ef tjón af losun gróðurhúsalofttegunda er ekki óendanlegt er ekki sjálfgefið að allar aðgerðir, sem draga úr losun, borgi sig. Útkoman ræðst af tjóni af hverju tonni sem losnar, hvað losunin minnkar mikið og af öðrum ábata og kostnaði við aðgerðirnar.

Almennt gjald á losun gróðurhúsalofttegunda er ein einfaldasta loftslagsaðgerðin og oft sú hagkvæmasta. Það er mikill kostur við slíkt gjald að það er yfirleitt í samræmi við ætlaðan skaða af losun. Vara sem flutt er með skipum hingað til lands mundi til að mynda ekki bera hátt kolefnisgjald, en gjaldið yrði hærra af vörum sem fluttar eru með flugvélum. Loftslagsáhrif nægja þess vegna yfirleitt ekki til þess að gera vöruflutninga milli landa með flutningaskipum óhagkvæma.

Nánar er fjallað um þetta í svari við spurningunni Hvað kostar tonn af kolefnisígildum? og bendum við lesendum á að lesa það svar.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Jóhannesson

sérfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands

Útgáfudagur

5.5.2025

Spyrjandi

Rafn Ingólfsson

Tilvísun

Sigurður Jóhannesson. „Eru allar loftslagsaðgerðir hagkvæmar?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2025, sótt 8. maí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87769.

Sigurður Jóhannesson. (2025, 5. maí). Eru allar loftslagsaðgerðir hagkvæmar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87769

Sigurður Jóhannesson. „Eru allar loftslagsaðgerðir hagkvæmar?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2025. Vefsíða. 8. maí. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87769>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru allar loftslagsaðgerðir hagkvæmar?
Loftslagsaðgerðir miða að því að draga kerfisbundið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þær geta verið af ýmsum toga. Ef tjón af losun gróðurhúsalofttegunda er ekki óendanlegt er ekki sjálfgefið að allar aðgerðir, sem draga úr losun, borgi sig. Útkoman ræðst af tjóni af hverju tonni sem losnar, hvað losunin minnkar mikið og af öðrum ábata og kostnaði við aðgerðirnar.

Almennt gjald á losun gróðurhúsalofttegunda er ein einfaldasta loftslagsaðgerðin og oft sú hagkvæmasta. Það er mikill kostur við slíkt gjald að það er yfirleitt í samræmi við ætlaðan skaða af losun. Vara sem flutt er með skipum hingað til lands mundi til að mynda ekki bera hátt kolefnisgjald, en gjaldið yrði hærra af vörum sem fluttar eru með flugvélum. Loftslagsáhrif nægja þess vegna yfirleitt ekki til þess að gera vöruflutninga milli landa með flutningaskipum óhagkvæma.

Nánar er fjallað um þetta í svari við spurningunni Hvað kostar tonn af kolefnisígildum? og bendum við lesendum á að lesa það svar.

Mynd:...