Sólin Sólin Rís 11:16 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:00 • Sest 13:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:15 • Síðdegis: 15:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:30 • Síðdegis: 21:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:16 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:00 • Sest 13:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:15 • Síðdegis: 15:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:30 • Síðdegis: 21:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins labba?

Guðrún Kvaran

Sögnin labba ‘ganga, rölta’ er samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans til í málinu a.m.k. frá síðari hluta 17. aldar en engin notkunardæmi voru sýnd frá þeim tíma. Þó kemur fram að orðið komi fyrir í Íslenzkum fornkvæðum, 3. bindi.

Nafnorðið labb er einnig sýnt frá þeim tíma og dæmi fengið úr orðabók Jóns Rúgmanns frá 1676 um einsatkvæðisorð í íslensku (Monosyllaba islandica).

Á leitarvefnum Tímarit.is kemur sögnin fyrst fyrir í blaðinu Þjóðólfi 1849 og sýnir dæmið að orðið hefur verið vel þekkt:

skynsamlegra fyrir oss bændur, að drepa hesta vora heima, heldur en að fara með þá suður í Reykjavík 8. d. maím., setja þá þar í 6 dægra Isvelti, og eiga svo að labba.

Sögnin þekkist í öðrum Norðurlandamálum, sbr. nýnorsku labba ‘þramma’, sænska mállýsku labba ‘ganga þyngslalega; taka eitthvað með höndunum’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 540) kemur fram að sögnin sé vísast nafnleidd og vísað er til nýnorsku labb ‘fótur, löpp’, sænsku labb ‘stór fótur, klunnaleg hönd’ og færeysku labbi ‘fótur, loppa’.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.12.2025

Spyrjandi

María Erla Másdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins labba?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2025, sótt 15. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87949.

Guðrún Kvaran. (2025, 15. desember). Hver er uppruni orðsins labba? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87949

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins labba?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2025. Vefsíða. 15. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87949>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins labba?
Sögnin labba ‘ganga, rölta’ er samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans til í málinu a.m.k. frá síðari hluta 17. aldar en engin notkunardæmi voru sýnd frá þeim tíma. Þó kemur fram að orðið komi fyrir í Íslenzkum fornkvæðum, 3. bindi.

Nafnorðið labb er einnig sýnt frá þeim tíma og dæmi fengið úr orðabók Jóns Rúgmanns frá 1676 um einsatkvæðisorð í íslensku (Monosyllaba islandica).

Á leitarvefnum Tímarit.is kemur sögnin fyrst fyrir í blaðinu Þjóðólfi 1849 og sýnir dæmið að orðið hefur verið vel þekkt:

skynsamlegra fyrir oss bændur, að drepa hesta vora heima, heldur en að fara með þá suður í Reykjavík 8. d. maím., setja þá þar í 6 dægra Isvelti, og eiga svo að labba.

Sögnin þekkist í öðrum Norðurlandamálum, sbr. nýnorsku labba ‘þramma’, sænska mállýsku labba ‘ganga þyngslalega; taka eitthvað með höndunum’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 540) kemur fram að sögnin sé vísast nafnleidd og vísað er til nýnorsku labb ‘fótur, löpp’, sænsku labb ‘stór fótur, klunnaleg hönd’ og færeysku labbi ‘fótur, loppa’.

Heimildir og mynd:...