Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er hægt að skunda af stað á bíl?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Er hægt að nota orðið skunda af stað ef maður fer í bíl eða er það alltaf þegar maður hraðar sér áfram fótgangandi?

Sögnin að skunda merkir að ‘hraða ferð sinni, flýta sér’. Elst dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Postulasögunni (22:18) í Nýjatestamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar frá 1540:

skunda þig / og far burt af hierusalem.

Í nýjustu biblíuþýðingunni frá 2007 stendur á sama stað:

Flýt þér og far sem skjótast burt úr Jerúsalem.

Sögnin virðist notuð um að flýta sér óháð aðferðinni sem beitt er en ekkert dæmi fann ég um að skunda (sér) á bíl.

Sögnin að skunda virðist notuð um að flýta sér óháð aðferðinni sem beitt er. Hér sést maður skunda sér á hjólaskautum á Rue Saint-Honoré í París.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.2.2021

Spyrjandi

Guðrún Gísladóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er hægt að skunda af stað á bíl?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2021. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=80829.

Guðrún Kvaran. (2021, 23. febrúar). Er hægt að skunda af stað á bíl? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80829

Guðrún Kvaran. „Er hægt að skunda af stað á bíl?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2021. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80829>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að skunda af stað á bíl?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er hægt að nota orðið skunda af stað ef maður fer í bíl eða er það alltaf þegar maður hraðar sér áfram fótgangandi?

Sögnin að skunda merkir að ‘hraða ferð sinni, flýta sér’. Elst dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Postulasögunni (22:18) í Nýjatestamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar frá 1540:

skunda þig / og far burt af hierusalem.

Í nýjustu biblíuþýðingunni frá 2007 stendur á sama stað:

Flýt þér og far sem skjótast burt úr Jerúsalem.

Sögnin virðist notuð um að flýta sér óháð aðferðinni sem beitt er en ekkert dæmi fann ég um að skunda (sér) á bíl.

Sögnin að skunda virðist notuð um að flýta sér óháð aðferðinni sem beitt er. Hér sést maður skunda sér á hjólaskautum á Rue Saint-Honoré í París.

Heimildir og mynd:

...