Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?

Gylfi Magnússon

Árið 1996 var áætlað að samanlögð þjóðarframleiðsla allra þjóða heims hefði verið um tvö þúsund billjónir króna. Það eru 2.000.000.000.000.000 sem líka mætti kalla tvær milljónir milljarða króna.

Íslendingar áttu ekki mjög mikið af þessu, einungis um 500 milljarða króna eða eina krónu af hverjum fjögur þúsund. Það er þó ekki svo slæmt í ljósi þess hve fáir Íslendingar eru. Þetta ár var verðmæti framleiðslu Íslendings að meðaltali um 1,8 milljónir króna en verðmæti framleiðslu meðalmannsins á jörðinni einungis um 360 þúsundir króna. Íslendingar eru því afar vel stæðir á þennan mælikvarða; hver Íslendingur framleiddi á þessu ári vörur sem kostuðu fimm sinnum meira en það sem meðalíbúi jarðar framleiddi á sama tíma.

Þetta ár voru níu þjóðir fyrir ofan Íslendinga hvað meðalframleiðslu á mann varðar. Lúxemborgarar voru efstir, með 3,2 milljónir króna á mann. Það er um 70% meira en Íslendingar að meðaltali. Hinar Norðurlandaþjóðirnar voru með svipaða framleiðslu á mann og Íslendingar, Danir og Norðmenn ívið meiri og Finnar og Svíar aðeins minni.

Place d'Armes í Lúxemborg. Lúxemborg trónir á toppnum yfir meðalframleiðslu á mann.

Bandaríkjamenn höfðu mesta samanlagða þjóðarframleiðslu, ríflega 500 þúsund milljarða króna eða um fjórðung af verðmæti alls sem framleitt var á jörðinni þetta ár. Íslendingar voru í 78. sæti á þessum mælikvarða.

Hafa ber í huga að samanburður sem þessi er alltaf dálítið vandasamur. Vitaskuld skiptir fleira máli en bara framleiðsla á mann í krónum talið. Sum verðmæti verða ekki metin til fjár. Önnur er hugsanlegt að meta til fjár en hefð er fyrir því að telja þau ekki með í útreikningi þjóðarframleiðslu. Þjóðarframleiðsla á mann er því langt í frá algildur mælikvarði á það hve vel einstaka þjóðir halda á sínum málum.

Þá er rétt að hafa í huga að verðlag er mjög mismunandi milli landa. Í ríkum löndum er verðlag alla jafna hærra en í fátækum. Það þýðir að hægt er að veita sér minna fyrir hverja krónu í ríkari löndunum. Ef tekið er tillit til þessa breytist niðurröðun ríkja aðeins og munurinn á milli ríkustu landanna og þeirra fátækari er minni en ella - en umtalsverður samt!

Íslendingar lentu einnig í tíunda sæti yfir þjóðarframleiðslu á mann þegar búið var að taka tillit til frekar hás verðlags á Íslandi árið 1996. Þegar tekið er tillit til þess hve mikið hægt er að kaupa fyrir hverja krónu á Íslandi kemur í ljós að verðmæti framleiðslu hvers Íslendings dugði til að kaupa um 3,5 sinnum meira en framleiðsla meðalíbúans á jörðinni dugði til að kaupa í heimalandi hans.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:

Spurningin var upprunalega:

Hvað eru heimsfjárlögin há í peningum.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.2.2000

Spyrjandi

Vignir Már Lýðsson, f. 1989

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2000, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=88.

Gylfi Magnússon. (2000, 13. febrúar). Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88

Gylfi Magnússon. „Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2000. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?
Árið 1996 var áætlað að samanlögð þjóðarframleiðsla allra þjóða heims hefði verið um tvö þúsund billjónir króna. Það eru 2.000.000.000.000.000 sem líka mætti kalla tvær milljónir milljarða króna.

Íslendingar áttu ekki mjög mikið af þessu, einungis um 500 milljarða króna eða eina krónu af hverjum fjögur þúsund. Það er þó ekki svo slæmt í ljósi þess hve fáir Íslendingar eru. Þetta ár var verðmæti framleiðslu Íslendings að meðaltali um 1,8 milljónir króna en verðmæti framleiðslu meðalmannsins á jörðinni einungis um 360 þúsundir króna. Íslendingar eru því afar vel stæðir á þennan mælikvarða; hver Íslendingur framleiddi á þessu ári vörur sem kostuðu fimm sinnum meira en það sem meðalíbúi jarðar framleiddi á sama tíma.

Þetta ár voru níu þjóðir fyrir ofan Íslendinga hvað meðalframleiðslu á mann varðar. Lúxemborgarar voru efstir, með 3,2 milljónir króna á mann. Það er um 70% meira en Íslendingar að meðaltali. Hinar Norðurlandaþjóðirnar voru með svipaða framleiðslu á mann og Íslendingar, Danir og Norðmenn ívið meiri og Finnar og Svíar aðeins minni.

Place d'Armes í Lúxemborg. Lúxemborg trónir á toppnum yfir meðalframleiðslu á mann.

Bandaríkjamenn höfðu mesta samanlagða þjóðarframleiðslu, ríflega 500 þúsund milljarða króna eða um fjórðung af verðmæti alls sem framleitt var á jörðinni þetta ár. Íslendingar voru í 78. sæti á þessum mælikvarða.

Hafa ber í huga að samanburður sem þessi er alltaf dálítið vandasamur. Vitaskuld skiptir fleira máli en bara framleiðsla á mann í krónum talið. Sum verðmæti verða ekki metin til fjár. Önnur er hugsanlegt að meta til fjár en hefð er fyrir því að telja þau ekki með í útreikningi þjóðarframleiðslu. Þjóðarframleiðsla á mann er því langt í frá algildur mælikvarði á það hve vel einstaka þjóðir halda á sínum málum.

Þá er rétt að hafa í huga að verðlag er mjög mismunandi milli landa. Í ríkum löndum er verðlag alla jafna hærra en í fátækum. Það þýðir að hægt er að veita sér minna fyrir hverja krónu í ríkari löndunum. Ef tekið er tillit til þessa breytist niðurröðun ríkja aðeins og munurinn á milli ríkustu landanna og þeirra fátækari er minni en ella - en umtalsverður samt!

Íslendingar lentu einnig í tíunda sæti yfir þjóðarframleiðslu á mann þegar búið var að taka tillit til frekar hás verðlags á Íslandi árið 1996. Þegar tekið er tillit til þess hve mikið hægt er að kaupa fyrir hverja krónu á Íslandi kemur í ljós að verðmæti framleiðslu hvers Íslendings dugði til að kaupa um 3,5 sinnum meira en framleiðsla meðalíbúans á jörðinni dugði til að kaupa í heimalandi hans.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:

Spurningin var upprunalega:

Hvað eru heimsfjárlögin há í peningum.
...